Pepsi Max deild karla
14. umferð
Fylkir – Fjölnir
Þriðjudaginn 25. ágúst kl. 19:15 í Árbæ

Á þriðjudag mætast Fjölnir og Fylkir í Pepsi Max deild karla. Bæði lið gerðu 1-1 janftefli í síðustu umferð. Fjölnir við Víking og Fylkir við Stjörnuna. Staðan á milli umferða breyttist lítið í botnbaráttunni. KA, sem situr í næsta örugga sæti fyrir ofan Fjölni, gerði einnig jafntefli og áfram er fjögurra stiga munur á milli liðanna. HK og Grótta töpuðu sínum leikjum. Úrslit síðustu umferðar þýða að með sigri Fjölnis í næstu umferð fer liðið úr botnsæti deildarinnar, a.m.k. um stundarsakir. Grótta leikur við HK á miðvikudag.

Hallvarður Óskar Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki í jafnteflinu við Víking. Hallvarður er loksins farinn að geta spilað heila leiki eftir baráttu við meiðsli. Grétar Snær Gunnarsson tekur út eins leiks bann á þriðjudag vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Örvar Eggertsson var ekki með í síðasta leik en búast má við því að hann komi aftur í liðið gegn Fylki. Sóknarmaðurinn Viktor Andri Hafþórsson leysti Örvar af í stöðu vængbakvarðar gegn Víkingi. Valdimar Ingi Jónsson sem einnig hefur leikið sem vængbakvörður í sumar er enn meiddur. Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli í háfleik í síðasta leik. Í hans stað kom Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson. Þetta var fyrsti leikur Vilhjálms í efstu deild þar sem hann fær að spreyta sig af einhverju ráði. Vilhjálmur hafði áður komið inná sem varamaður í uppbótartíma í 1. umferð. Guðmundur Karl Guðmundsson lék sinn 250. leik á ferlinum gegn Víkingi, þar af eru 228 leikir fyrir Fjölni.

Fjölnir situr í tólfta sæti deildarinnar og Fylkir í því sjötta. Fylkir hefur unnið fimm leiki og tapað jafn mörgum, eina jafntefli Fylkis í sumar kom í síðustu umferð. Öll stig Fjölnis í sumar hafa komið með jafnteflum. Fjölnir og Fylkir hafa mæst þrettán sinnum í efstu deild. Fimm viðureignum hefur lokið með jafntefli og hafa liðin unnið sitt hvorar fjórar viðureignirnar. Fylkir hafði betur í leik liðanna í 4. umferð, 1-2. Nánar var vikið að fyrri viðureignum liðanna í pistli fyrir fyrri leik félaganna í sumar.

Áfram verður leikið án áhorfenda en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar sem um útileik er að ræða hafa miðakaup engan styrk til Fjölnis í för með sér. Fyrir þau sem vilja styrkja félagið er bent á reikningsnúmer knattspyrnudeildar hér að neðan. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

Knattspyrnudeild Fjölnis
0114-05-060968
Kt. 6312887589

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson