Góður árangur á MÍ
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika helgina 22. – 23. febrúar. Að þessu sinni kepptu 12 iðkendur frá Fjölni á mótinu og stóðu sig mjög vel. Þrír þeirra komust á verðlaunapall.
Kjartan Óli Ágústsson vann silfur í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,76 og einnig vann hann brons í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:23,15.
Bjarni Anton Theódórsson vann silfur í 400 m hlaupi karla á tímanum 50,90 sek.
Birkir Einar Gunnlausson vann silfur í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:12,31.
Öll úrslit mótsins eru hér.