Áramót Fjölnis 2019

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Áramót í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal mánudaginn 30. desember. Mótið tókst vel í alla staði og ber að þakka fyrir framlag allra þeirra sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóginn.

Fjölnir átti 12 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel.

Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi á tímanum 2:05,15.

Katrín Tinna Pétursdóttir sigraði í hástökki kvenna með stökk yfir 1,68 m sem er persónuleg bæting hjá henni. Hún varð í þriðja sæti í langstökki kvenna þegar hún stökk 4,92 m.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð í öðru sæti í 200 m hlaupi kvenna á tímanum 27,04 sek.

Bjarni Anton Theódórsson varð í öðru sæti í 200 m hlaupi á tímanum 23,11 sek.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir varð í öðru sæti í hástökki kvenna með stökk yfir 1,60 m.

Hildur Hrönn Sigmarsdóttir varð í öðru sæti í kúluvarpi 15 ára stúlkna (3 kg) með kast uppá 8,69 m sem er persónuleg bæting hjá henni.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR átti besta afrek mótsins þegar hún hljóp 60 m á tímanum 7,54 sek sem gefur 1039 IAAF stig sem er stórglæsilegur árangur. Fær hún til varðveislu farandbikar mótsins sem er ávallt veittur þeim íþróttamanni sem á besta afrek mótsins skv. stigatöflu IAAF.

Öll úrslit mótsins eru hér.