Elísabet Ósk Guðmundsdóttir ráðin sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis

Fjölnir fagnar því að tilkynna að Elísabet Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis. Elísabet kemur inn með mikla reynslu í íþróttastjórnun og mun stýra rekstri deildarinnar til framtíðar.
Elísabet er með BA-gráðu í viðburða- og íþróttastjórnun. Hún hefur starfað hjá Knattspyrnusambandi Íslands sem verkefnastjóri kvennalandsliðsins, auk þess að hafa unnið hjá Ástralska sundsambandinu og öðrum íþróttasamtökum. Þar hefur hún m.a. unnið með landsliðum við skipulag og fararstjórn æfinga- og keppnisferða, auk annarra verkefna tengdum afreksíþróttafólki, skipulagi og stjórnun keppnismóta og annarra viðburða.
Með öflugan bakgrunn í íþróttastjórnun og rekstri mun Elísabet vinna að því að efla starfsemi fimleikadeildarinnar enn frekar. Markmiðið er að tryggja faglegt og öflugt skipulag innan deildarinnar, bæta aðstæður fyrir æfingar og keppnir og styðja við áframhaldandi vöxt fimleikanna innan Fjölnis.
Fimleikadeild Fjölnis hefur vaxið hratt á undanförnum árum og býður nú upp á þjálfun fyrir börn frá tveggja ára aldri, með æfingum sem fara fram í Egilshöll.
Fjölnir óskar Elísabetu til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi!
#FélagiðOkkar 💛💙

Ný sundnámskeið: Ungbarnasund og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna

Sundnámskeið fyrir alla – Skráning hafin hjá Fjölni! 🏊‍♂️💦

Fjölnir býður upp á spennandi sundnámskeið fyrir bæði foreldra með ung börn og fullorðna sem vilja bæta sundtæknina sína. Hvort sem þú ert að taka fyrstu sundspor með barninu þínu eða vilt læra skriðsund frá grunni, þá erum við með námskeið sem hentar þér!

Ungbarnasund – Frábær leið til að kynnast vatninu! 👶💙

Nýtt námskeið í ungbarnasundi hefst 23. febrúar og stendur til 6. apríl. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið fyrir börn á aldrinum 0-18 mánaða, þar sem lögð er áhersla á öryggi, leik og jákvæða reynslu í vatninu. Auk 6 skipta í laug verður boðið upp á myndatöku til að fanga fallegar minningar!

📅 Dagsetning: 23. febrúar – 6. apríl
📍 Staðsetning: Innilaug Grafarvogslaugar
🕘 Kennt á sunnudögum
🔹 09:00 – 09:40
🔹 09:45 – 10:25
🔹 10:30 – 11:15
👶 Hámark: 10 börn í hverjum hóp
💰 Verð: 18.000 kr.
👩‍🏫 Kennari: Tracy Horne

📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!

Fullorðins skriðsund – Lærðu eða bættu tækni þína! 🏊‍♀️💪

Viltu læra skriðsund eða bæta sundtæknina þína? Þá er 10 skipta skriðsundsnámskeiðið okkar fullkomið fyrir þig! Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja fínpússa sundstílinn sinn. Kennt er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00-21:00, frá 18. febrúar til 21. mars.

📅 Dagsetning: 18. febrúar – 21. mars
📍 Staðsetning: Grafarvogslaug
🕗 Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00 – 21:00
💰 Verð: 20.000 kr. (aðgangur í laugina ekki innifalinn)
👩‍🏫 Kennari: Tracy Horne

📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!

Gríptu tækifærið og komdu í sund með okkur – hvort sem það er með litlu sundkappanum þínum eða til að bæta þína eigin sundfærni! 💦✨