Fjölnir 37 ára

🎉 Við eigum afmæli! 🎉
Í dag, 11. febrúar, eru 37 ár síðan Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað!💙💛
Í 37 ár hefur Fjölnir verið hjarta íþróttalífsins í Grafarvogi, staðið fyrir samstöðu, metnaði og óteljandi minningum fyrir iðkendur á öllum aldri. Við erum stolt af samfélaginu okkar – iðkendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum sem gera félagið að því sem það er í dag.
Takk fyrir að vera hluti af þessari ótrúlegu vegferð með okkur! 💛💙 Við hlökkum til margra fleiri ára af gleði, æfingum og sigrum saman!

Tilkynning frá Knattspyrnudeild Fjölnis

Tilkynning frá knattspyrnudeild

 

Fjölnir hefur rift ráðningarsamningi Úlfs Arnars Jökulssonar, þjálfara Lengjudeildarliðs félagsins. Úlfur hefur þjálfað liðið frá hausti 2021. Á þeim tíma hefur liðið í tvígang komist í umspil um sæti í Bestu deild.

Björgvin Jón Bjarnason, Formaður knattspyrnudeildar Fjölnis: “Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur félagsins liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”

Úlfur Arnar Jökulsson “Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins.

Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.”