Efnilegir leikmenn skrifa undir hjá knattspyrnudeild Fjölnis

Rafael Máni Þrastarson og Birgir Þór Jóhannsson hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Fjölni. Báðir eru þeir fæddir 2007.

Birgir Þór Jóhannsson er öflugur bakvörður sem var fyrirliði 3. flokks karla sem unnu USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla í sumar. Birgir spilaði 20 leiki og skoraði í þeim eitt mark þrátt fyrir að vera ennþá í 3. flokki. Einnig var Birgir í hóp í bikarleiknum gegn Breiðablik og lokaleik tímabilsins gegn Njarðvík.

Rafael Máni Þrastarson er sóknarsinnaður miðjumaður sem eins og Biggi var lykilleikmaður í 3. flokki sem vann USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla. Rafael spilaði 8 leiki með 2. flokki en hann var að glíma við erfið meiðsli fyrri hluta sumars sem hann jafnaði sig af og stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar strákunum til hamingju með samningana og hlakkar til að fylgjast með þeim á næstu árum!


Tilkynning - Nýr fimleikabolur fyrir yngri stráka

Tilkynning frá Fimleikadeild Fjölnis

Keppnisbolur fyrir stráka sem hefur verið í notkun síðan haustið 2019 er hættur í framleiðslu hjá GK, það er hægt að sérpanta bolinn en verðið á honum margfaldast við það og teljum við því ekki þess virði að halda í hann áfram.

Við höfum því tekið ákvörðum um að fara í einfaldan en mjög flottan strákabol fyrir yngri þrep (6. -4.þrep, sjá á mynd.)
Bolurinn er á góðu verði og hentar því vel sem keppnisbolur fyrir yngri iðkendur og flottur æfingabolur fyrir allan aldur.

3.þrep og lengra komnir strákar keppa út keppnistímabilið 2023/2024 í bolnum sem þeir eiga núna og fá síðan nýjan keppnisgalla næsta haust, haustið 2024.

Við ætlum að hafa mátunar og pöntunardag fyrir nýja yngri þrepa bolinn,  mánudaginn 6. nóvember kl 16:00-17:00
Greiða þarf á staðnum þegar pantað er, verðið á bolnum eru 6.000 kr

Endilega merkið það hjá ykkur í dagatalið – sjáumst þá !


Landsátak í sundi 1.-28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna.

Nú stinga landsmenn sér til sunds og safna sundmetrum.

Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið.
Skráðu þig inn og skráðu þína sundvegalengd.

Ef þú átt notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnunni getur þú notað það.

Allir þátttakendur fara í pott og geta unnið vegleg verðlaun.

Nánari upplýsingar er að finna inni á https://www.syndum.is/


María Sól með U16!

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp fyrir æfingar dagana 6.-8. nóvember 2023. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ.

María Sól Magnúsdóttir, leikmaður 2. og meistaraflokks kvenna hefur verið valin í hópinn!

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Maríu Sól góðs gengis á æfingunum!

#FélagiðOkkar