Síðustu helgi fór fram Bikarmót í áhaldafimleikum. Mótið er liðakeppni og var keppt í 3. – 1. þrepi og frjálsum æfingum karla og kvenna.
Fjölnir átti lið í 1. þrepi kvenna og enduðu þær í þriðja sæti í sínum flokk. Elio Mar var fulltrúi Fjölnis í frjálsum æfingum en keppti sem gestur.

Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.