Lúkas Logi til Vals

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samþykkt kauptilboð Vals í Lúkas Loga Heimisson.

Lúkas Logi er 19 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Fjölni en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 41 leik fyrir félagið og skorað í þeim 13 mörk. Á síðasta tímabili sneri hann aftur í Voginn eftir tæplega ársdvöl á láni hjá Empoli FC á Ítalíu þar sem hann lék með U19 ára liði félagsins við góðan orðstír.

Knattspyrnudeild Fjölnis vill þakka Lúkasi fyrir þau góðu ár sem hann hefur leikið fyrir félagið og óskar honum alls hins besta hjá nýju félagi.


Harpa Sól Sigurðardóttir snýr aftur í Voginn

Harpa Sól Sigurðardóttir snýr aftur í Voginn og semur við Knattspyrnudeild Fjölnis til næstu tveggja ára, út tímabilið 2024. Harpa Sól, sem er fædd árið 2004, kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Hún lék áður með FH og Breiðablik. Harpa Sól, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur leikið 15 KSÍ leiki og skorað í þeim tvö mörk.

Það er mikið fagnaðarefni að fá Hörpu Sól aftur heim í Voginn. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tíma saman og bindur miklar vonir við þennan öfluga leikmann.

Mynd: Baldvin Örn Berndsen