FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK ⚽
 
Fjórar ungar stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í gær þegar Fjölnir mætti Fram í æfingarleik sem endaði í 5 – 3 sigri Fjölnis.
 
Stúlkurnar Aldís Tinna Traustadóttir og Freyja Dís Hreinsdóttir báðar 14 ára og Íris Brynja Sigurdórsdóttir og Vala Guðmundsdóttir báðar 15 ára hafa allar æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins. Fjölnisstúlkurnar ungu komu allar inn á stuttu eftir hálfleik, áttu fínustu tilþrif og settu sitt mark á leikinn.
 
Leikurinn var fyrsti æfingarleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna. Sara Montoro var með markaþrennu í leiknum, þar af eitt eftir stoðsendingu frá einni þeirra ungu, Aldísar Tinnu. Fyrirliðinn Hlín Heiðarsdóttir skoraði eitt glæsilegt mark og Aníta Björg Sölvadóttir var með eitt frábært mark. Lið Fjölnis spilaði vel og leikurinn var átaks leikur og ekkert gefið eftir frá upphafi til enda.
 
Auk þeirra sem hér hafa verið upptaldar, spiluðu með og áttu frábæran leik þær: Margrét Ingþórsdóttir markmaður, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Laila Þóroddsdóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Marta Björgvinsdóttir, Silja Fanney Angantýsdóttir, Adna Mesetovic, Minela Crnac og Anna María Bergþórsdóttir.
 
Framtíðin er björt, áfram Fjölnir
 
#FélagiðOkkar


Jóhann Árni á reynslu hjá Viborg í Danmörku

Jóhann Árni, sem er fæddur árið 2001, er þessa dagana staddur í Danmörku og mun dvelja þar í viku við æfingar hjá danska efstu deildar liðinu Viborg sem leikur í hinni sterku Superliga.

Jóhann Árni hefur leikið tæplega 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var lykilmaður í liði Fjölnis í sumar og var jafnframt valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar.

Þetta er enn eitt spennandi tækifærið sem býðst erlendis fyrir leikmann félagsins og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis.

 

#FélagiðOkkar