Gunnar Már lætur af störfum sem yfirþjálfari

Gunnar Már Guðmundsson hefur ákveðið að láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka karla í knattspyrnu frá og með 20. október 2021.

Hann mun þó áfram sinna starfi sínu sem þjálfari 4. flokks karla.

Gunni Már betur þekktur sem „Herra Fjölnir“ hefur verið viðloðinn félagið sem iðkandi eða starfsmaður í tæp 30 ár. Það verður því ónetjanlega mikil eftirsjá af honum. Hann er svo sannarlega Fjölnismaður í húð og hár.

Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf í hlutverki yfirþjálfara og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

#FélagiðOkkar


Gummi Kalli framlengir!

Gummi Kalli framlengir!

Það er knattspyrnudeild Fjölnis mikil ánægja að tilkynna að Guðmundur Karl Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir félagið enda er um að ræða einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár og verður það vafalaust áfram. Gummi Kalli, sem er einn allra leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur spilað 278 leiki fyrir Fjölni og skorað í þeim 42 mörk, er að vonum ánægður með framlenginguna: “Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samning minn við Fjölni. Mjög spennandi tímabil framundan með nýjum þjálfara sem verður skemmtilegt að vinna með. Einnig verður gaman að fylgjast með þeim fjölmörgu ungu og spræku strákum sem í Fjölni eru þróa sinn leik á næstu árum.”

#FélagiðOkkar