Hilmir Rafn til Venezia FC

Knattspyrnudeild Fjölnis og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að Hilmir Rafn Mikaelsson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Venezia rétt á að kaupa leikmanninn. Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að koma okkar ungu og efnilegu leikmönnum til erlendra félaga.

Hilmir Rafn er 17 ára gamall framherji sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og var meðal annars hluti af hinum sterka 3. flokki sem urðu bikarmeistarar á síðasta ári og höfnuðu í 2. sæti í Íslandsmótinu. Hilmir vakti töluverða athygli á sér fyrr á þessu ári þegar hann hlaut eldskírn sína með meistaraflokki og hefur stimplað sig vel inn með 4 mörkum í 13 leikjum. Þar að auki skoraði hann 2 mörk í 2 leikjum með U19 landsliði Íslands fyrr í sumar.
Við óskum Hilmi alls hins best á Ítalíu.

#FélagiðOkkar


Karl Ísak hvetur iðkendur til að taka þátt

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Karl Ísak Birgisson leikmaður meistaraflokks karla í körfubolta ríður á vaðið og segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar