Mánar og Mánabón eru nýjustu samstarfsaðilar Fjölnis

Mánar er ungt og öflugt ræstingafyrirtæki sem flutti höfuðstöðvar sínar í Grafarvoginn í nóvember.

Fyrsta verkefni þeirra í nýju hverfi var að gerast samstarfsaðili Fjölnis og vilja þeir tengjast félaginu strax frá byrjun. Þeirra markmið er að verða stór samstarfsaðili með tíð og tíma.

Mánar reka einnig bónstöð í hverfinu sem er undir sama nafni en kallast Mánabón þar sem markmiðið er að bjóða upp á frábæra þjónustu á frábæru verði.

Við hvetjum okkar Fjölnisfólk og Grafarvogsbúa að versla í heimabyggð.

Allar upplýsingar um þjónustu mána má finna á manar.is og manabon.is.


Íþróttafólk og Fjölnismaður ársins

Fimmtudaginn 17. desember 2020 fer fram val á íþróttafólki og Fjölnismanni ársins. Í ljósi aðstæðna munum við sýna beint frá viðburðinum á Facebok síðunni okkar. Þetta er í þrítugasta skipti sem valið fer fram og kjósum við íþróttakonu og íþróttakarl ársins ásamt því að heiðra Fjölnismann ársins. Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að fylgjast með útsendingunni og klappa vel fyrir fólkinu okkar.
Upplýsingar um afreksfólk deilda, íþróttafólk félagsins og Fjölnismann ársins verða aðgengilegar á miðlunum okkar að útsendingu lokinni.
Í fyrra var Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) valin íþróttakona Fjölnis og Úlfar Jón Andrésson (íshokkí) valinn íþróttakarl ársins. Fjölnismaður ársins 2019 voru hjónin Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson hlauparar í hlaupahóp Fjölnis.