Þjálfari óskast til að hafa umsjón með leikskólahópum

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að hafa yfirumsjón með leiksskólahópum deildarinnar veturinn 2020 – 2021.

Um er að ræða æfingar sem fara fram á sunnudagsmorgnum. Hóparnir eru fimm talsins og eru iðkendur frá tveggja ára aldri.

Í tímunum er lögð áhersla á hreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Óskað er eftir ábyrgum aðila með menntun sem nýtist í starfi s.s íþróttafræðimenntun eða aðra sambærilega menntun.
Nánari upplýsingar veitir Íris Svavarsdóttir á iris@fjolnir.is eða í síma 694-8451.

Umsóknarfrestur er 6. ágúst 2020.


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


Októberfest Grafarvogs

Við bjóðum haustið velkomið á Októberfest Grafarvogs laugardaginn 26. september.

Borðapantanir á vidburdir@fjolnir.is.

Glæsileg dagskrá, frábær matur frá Múlakaffi og tryllt ball með Magna í Á móti sól, Jónsa Í svörtum fötum og Sölku Sól. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Matur + ball: kr. 8.900.-
Ball: kr. 3.900.- í forsölu.

kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti

Það eru 12 sæti á borði.

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

Mynd uppfærð 14. júlí