Tilkynning frá skrifstofu

Skrifstofa Fjölnis vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri til allra félagsmanna:

  1. Allar hugsanlegar útfærslur í tengslum við æfingagjöld verða teknar þegar að skýrari mynd kemur á hvernig staðan verður ásamt mögulegri aðstoð frá hinu opinbera. Við kappkostum að halda æfingum og þjónustu gangandi í gegnum fjarþjálfun og okkur sýnist það hafa gengið vel.
  2. Við hvetjum iðkendur til að viðhalda hreyfingu og æfingum eins vel og hægt er, með fjarþjálfun frá þjálfara eða annars konar hreyfingu með fjölskyldunni. Ef einhver telur sig ekki hafa fengið leiðbeiningar eða æfingar til að gera heima þá er honum velkomið að hafa samband við Arnór markaðsfulltrúa á netfangið arnor@fjolnir.is. Við bendum til dæmis á hreyfibingó Fjölnis.
  3. Við viljum koma á framfæri þakklæti til þjálfara, stjórnarmanna og annarra sem tengjast félaginu fyrir góð viðbrögð og hjálpsemi á erfiðum tímum. Við stöndum saman, öll sem eitt, fyrir #FélagiðOkkar.


Fjölnir efnir til nafnasamkeppni

Ungmennafélagið Fjölnir hefur tekið í notkun glæsilega aðstöðu í austurenda Egilshallar, til að mynda fyrir frjálsar íþróttir og þrekæfingar. Þessi aðstaða mun sérstaklega auka gæði og bæta starfsemi frjálsíþróttadeildarinnar. Aðrar deildir munu njóta góðs af flottri aðstöðu fyrir styrktar- og þrekæfingar.

Við óskum eftir tillögum að nafni á þessari glæsilegu nýju aðstöðu í austurenda Egilshallar.

Aðalstjórn félagsins ásamt formönnum velur 2-4 tillögur úr þeim sem berast og efnir til kosninga í framhaldi.

Allir félagsmenn fá þá tækifæri til að kjósa um nýtt nafn á aðstöðunni í austurendanum.

Ath! Tillögur þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 9.apríl.

Hægt er að senda inn tillögur í keppnina hér: https://tinyurl.com/r7ughfe.

#FélagiðOkkar


Skilaboð frá Miðgarði

Þar sem aðstæður í samfélaginu eru með öðrum hætti en við þekkjum er gott að minna á að aðhald og eftirlit er eftir sem áður mikilvægt fyrir börn og unglinga