Nýr formaður knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn í Egilshöll mánudaginn 17. febrúar sl.

Kolbeinn Kristinsson er nýr formaður knattspyrnudeildar og þá var jafnframt mynduð ný stjórn.

Níu einstaklingar auk Kolbeins voru í framboði til stjórnar; Kári Arnórsson, Geir Kristinsson, Marinó Þór Jakobsson, Steindór Birgisson, Hjörleifur Þórðarson, Jóhann Rafn Hilmarsson, Ívar Björnsson, Jósep Grímsson og Trausti Harðarson.

Þessir aðilar skipa því stjórn knattspyrnudeildar 2020-2021

Við viljum nota tækifærið og hvetja alla Grafarvogsbúa og Fjölnisfólk til að sýna félaginu áhuga í orði og verki. Allt frá iðkun barna sinna upp í afreksstarfið í meistaraflokkunum auk annarra almennra viðburða á vegum félagsins.

Þá vill félagið þakka fráfarandi stjórnarmönnum kærlega fyrir sín störf og þá sérstaklega þeim Árna Hermannssyni og Kristjáni Einarssyni fyrir ómetanlega og óeigingjarna vinnu undanfarin áratug eða svo í þágu félagsins.

#FélagiðOkkar


Ókeypis dómaranámskeið

Á mánudaginn fer fram bóklegt dómaranámskeið á vegum Fjölnis og HSÍ. Námskeiðið fer fram í fundarrými Fjölnis í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00. Reikna má með að námskeiðið standi yfir í tvær klukkustundir og endar með prófi.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína í dómgæslu, hvort sem það eru foreldrar, iðkendur og/eða áhugafólk um handbolta.

Hlekk á facebook-viðburð dómaranámskeiðsins má finna hér