Fjölnishlaupið var haldið á uppstigningardag fimmtudaginn 30. maí í frábæru sumarveðri. Er þetta 31. hlaupið sem Fjölnir heldur. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina Dalhúsum og var 10km hlaupið ræst kl 11. Skömmu síðar var 5km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4km langt. Frábær þátttaka var í hlaupinu en alls tóku þátt 135 keppendur í 10km, 84 keppendur í 5km og 66 keppendur í skemmtiskokkinu. Flögutímataka var í öllum vegalengdum og 5km og 10km brautirnar voru löglega mældar. 10km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10km götuhlaupi. Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum og var þar góð stemning þegar fjölmörg útdráttarverðlaun voru dregin út.

Í 10km hlaupinu sigraði Þórólfur Ingi Þórsson ÍR á tímanum 33:56, annar varð Vignir Már Lýðsson ÍR á tímanum 34:38 og þriðji varð Vilhjálmur Þór Svansson á tímanum 35:30. Í kvennaflokki sigraði Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir UFA á tímanum 39:29, önnur varð Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á tímanum 39:46 og þriðja varð Fjölniskonan Helga Guðný Elíasdóttir á tímanum 40:33.

Í 5km hlaupinu sigraði Alfredo Caballero Benitez karlaflokkinn og Rakel Jensdóttir sigraði kvennaflokkinn. Í skemmtiskokkinu sigraði Rafael Máni Þrastarson karlaflokkinn og Aldís Tinna Traustadóttir sigraði kvennaflokkinn.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Hlaupahópur Fjölnis stóðu að hlaupinu og tókst hlaupahaldið mjög vel.

Öll úrslit úr hlaupinu má sjá inná hlaup.is.

Myndir frá hlaupinu má sjá á facebooksíðu Frjálsíþróttadeildar Fjölnis. Myndirnar tók Baldvin Örn Berndsen hjá grafarvogsbuar.is

Á myndunum eru sigurvegararnir í 10km hlaupinu, Þórólfur og Sigþóra, sem jafnframt eru Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi 2019 og hlauparar í 10km hlaupinu.