Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 15. mars

Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið föstudaginn 15. mars í Korpunni. 

Frábær dagskrá allt kvöldið:

-Ari Eldjárn verður með uppistand.
-Utanríkisráðherrann sjálfur Guðlaugur Þór er ræðumaður kvöldsins.
-Glæsilegar veitingar frá Hödda kokki.
-Happdrætti og margt fleira.
-Maggi Hödd stýrir veislunni.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Hægt að taka frá borð á góðum stað ef heilt borð er keypt (10 miðar).

Pantið miða sem allra fyrst í gegnum netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar


Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 23. mars

Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 23. mars í veislusalnum Veislusmára 
(Sporhömrum 3, 112 Reykjavík)

Frábær dagskrá:

  • Veislustjóri Maggi Hödd
  • Ræðumaður kvöldsins
  • Karen Björg uppistandari úr hópnum Bara Góðar
  • Bragðgóðar veitingar
  • Vörukynning frá Blush
  • Happdrætti og margt fleira!

 

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Hægt er að kaupa bæði staka miða og heil borð (8 manna borð).

ATH miðasala fer mjög vel af stað og því mikilvægt að klára miðkaup sem fyrst.

Svona kaupið þið miða:

1) Fara inn á: https://fjolnir.felog.is/

2) Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í farsíma

3) Smella á texta hægra megin á síðu við nafnið sitt: Skráning í boði

4) Finna viðburðinn og ganga frá greiðslu

5) Kaupandi fær kvittun/staðfestingu senda á netfangi

#FélagiðOkkar


Karatemaður ársins

Undir lok árs útnefndum við karatefólk ársins 2018.

Karatemaður ársins: Baldur Sverrisson

Baldur hefur í gegnum langan feril í deildinni unnið ötullega og verið öðrum góð fyrirmynd. Það hefur svo sýnt sig í að hann er í dag vinsæll þjálfari yngri iðkenda og stuðningsmaður þeirra á mótum þar sem hann tekur jafnan að sér liðsstjórahlutverkið. En Baldur lauk fyrr á árinu 1. stigs þjálfararéttindum ÍSÍ eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari um árabil.
Baldur er einn Afreksiðkenda deildarinnar og hefur sýnt góðan árangur sem keppnismaður í greininni. Enda kemur hann að jafnaði heim með verðlaun þegar hann tekur þátt. Þannig náði hann 2. sæti í Kata á Reykjavík International Games, 3. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata. Og á Grand Prix mótaröðinni (3 mót) náði hann samanlagt 2. sæti í Kata og samanlagt 3. Sæti í Kumite.
Metnaður og Virðing eru þau gildi sem Baldur hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Á myndinni er Baldur ásamt Jóni Karli Ólafssyni formanni
Fjölnis.