Ásta Kristinsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson valin afreksfólk fimleikadeildar árið 2018.

Ásta Kristinsdóttir hefur stundað fimleika frá unga aldri hjá fimleikadeild Fjölnis og er nú í fremstu röð fimleikastúlkna á Íslandi í hópfimleikum. Hún er aldursforseti og frumkvöðull í hópfimleikadeild Fjölnis. Á árinu var hún lykilmaður í meistarflokki Fjölnis þegar liðið keppti á danska meistaramótnu. Þar keppti hún með tvö erfiðustu stökkin bæði í fram og aftur umferð. Ásta keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum þar sem liðið endaði í 2.sæti. Við óskum Ástu okkar innilega til hamingju með frábært fimleikaár.

Sigurður Ari Stefánsson hefur stundað áhaldafimleika frá 7 ára aldri, hann hefur ávallt verið með þeim bestu og hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin og er árið 2018 engin undantekning.

Sigurður var í 2.sæti á Íslandsmóti í 3.þrepi, hann keppti í fyrsta skipti í frjálsum æfingum á GK meistaramótinu og jafnframt sá fyrsti í Fjölni í áhaldafimleikum kk til að keppa á þessu móti og lenti í 2.sæti. Í lok árs var hann svo valinn í úrvalshóp fimleikasambandsins. Við óskum Sigurði okkar einnig til hamingju með frábæran árangur á liðnu ári.