Fjölnir og Ármann í samstarfi um sundæfingar í Grafarvogslaug
Íþróttafélagið Fjölnir og Ármann hafa tekið höndum saman og bjóða áfram upp á sundæfingar og sundnámskeið fyrir börn í Grafarvogslaug. Með þessu samstarfi er tryggt að boðið verði upp á fjölbreytt og öflugt sundstarf í Grafarvogi, þar sem börnum í hverfinu gefst kostur á að stunda sund í heimahverfi sínu.
Sunddeild Ármanns sér áfram um skipulag og faglega þjálfun námskeiðanna í samstarfi við Fjölni. Byggt er á reynslu og þekkingu þjálfara sem hafa áralanga reynslu af sundkennslu og þjálfun barna.
Fjölnir leggur mikla áherslu á að íbúar Grafarvogs hafi aðgang að fjölbreyttu íþróttastarfi í nærumhverfinu, og sundið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem félagið býður upp á. Með samstarfi Fjölnis og Ármanns er tryggt að sundstarf í Grafarvogi haldi áfram að þróast og dafna.
Félögin vonast til að enn fleiri börn í hverfinu sjái sér fært að taka þátt í sundnámskeiðum og að sundið verði áfram sterkur hluti af íþróttalífi svæðisins.
Allar nánari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna hér: https://www.abler.io/shop/armann/sund
UM DEILDINA
Sunddeild Fjölnis var stofnuð 16. júní 1998 og hefur farið ört vaxandi og telur nú yfir 200 áhugasama iðkendur á aldrinum 2-25 ára.
HAFA SAMBAND
Starfsmenn skrifstofu veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið skrifstofa@fjolnir.is
Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020
19/05/2020
Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020 Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn…
ÍBR styrkir sundfólk Fjölnis
09/05/2020
ÍBR hefur veit Kristni Þórarinssyni og Eygló Ósk Gústafsdóttur styrk upp á 100.000 kr-. hvort, við óskum þeim til hamingju með þetta.
Reykjavíkurmeistarar 2020
31/03/2020
Á síðasta Reykjavíkurmeistaramóti var sunddeild Fjölnis Reykjavíkurmeistari 2020. Samkvæmt bestu fáanlegu heimildum þá er þetta í fyrsta sinn sem…
Í ljósi nýustu frétta falla allar sund æfingar niður á morgun 16.03.2020
15/03/2020
Komið sæl Á miðnætti í kvöld tekur gildi samkomubann á öllu landinu. Næstu 4 vikurnar mun það standa og er mikilvægt að við sem aðrir gerum okkar til…
Sundmót Fjölnis 2020
02/03/2020
Sundmót Fjölnis 2020Iðkendur úr yngri flokkum áttu gott mót um helgina. Sundmenn syntu vel útfærð sund og uppskáru með frábærum bætingum. Aðrir voru…
Ný stjórn sunddeildar
26/02/2020
Ný stjórn tók við á aðalfundi sunddeildarinnar 20.febrúar sl. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn mánudaginn 24.febrúar og var þessi mynd tekin við það…
Fjölnir stofnar þríþrautarhóp
19/12/2019
Hjólreiðafélag Reykjavíkur, sunddeild Fjölnis og frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa tekið höndum saman og sett upp æfingaplan fyrir þá sem hafa áhuga á…