Fjölnir og Ármann í samstarfi um sundæfingar í Grafarvogslaug
Íþróttafélagið Fjölnir og Ármann hafa tekið höndum saman og bjóða áfram upp á sundæfingar og sundnámskeið fyrir börn í Grafarvogslaug. Með þessu samstarfi er tryggt að boðið verði upp á fjölbreytt og öflugt sundstarf í Grafarvogi, þar sem börnum í hverfinu gefst kostur á að stunda sund í heimahverfi sínu.
Sunddeild Ármanns sér áfram um skipulag og faglega þjálfun námskeiðanna í samstarfi við Fjölni. Byggt er á reynslu og þekkingu þjálfara sem hafa áralanga reynslu af sundkennslu og þjálfun barna.
Fjölnir leggur mikla áherslu á að íbúar Grafarvogs hafi aðgang að fjölbreyttu íþróttastarfi í nærumhverfinu, og sundið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem félagið býður upp á. Með samstarfi Fjölnis og Ármanns er tryggt að sundstarf í Grafarvogi haldi áfram að þróast og dafna.
Félögin vonast til að enn fleiri börn í hverfinu sjái sér fært að taka þátt í sundnámskeiðum og að sundið verði áfram sterkur hluti af íþróttalífi svæðisins.
Allar nánari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna hér: https://www.abler.io/shop/armann/sund
UM DEILDINA
Sunddeild Fjölnis var stofnuð 16. júní 1998 og hefur farið ört vaxandi og telur nú yfir 200 áhugasama iðkendur á aldrinum 2-25 ára.
HAFA SAMBAND
Starfsmenn skrifstofu veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið skrifstofa@fjolnir.is
Sunddeild Fjölnis hefur gert samning við Aquasport
25/09/2020
Sunddeild Fjölnis hefur skrifað undir styrktarsamning við Aquasport sem gefur iðkenndum sund íþróttar góð kjör og styrki hjá Aquasport en þeir eru…
Æfingahelgi landsliða SSÍ
08/09/2020
Fyrsta æfingahelgi landsliða SSÍ verður haldin dagana 26-27. september nk. Æfingahelgin fer fram í Reykjanesbæ og verður hópurinn við æfingar í…
Samið við þjálfara sunddeildar Fjölnis
16/07/2020
Það er okkur mikil ánægja að geta sagt frá því að deildin hefur náð samningum við þlálfarateymið okkar fyrir næsta tímabil. Þau Jacky, Elfa og…
Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
15/07/2020
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020. Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi…