Fjölnir og Ármann í samstarfi um sundæfingar í Grafarvogslaug
Íþróttafélagið Fjölnir og Ármann hafa tekið höndum saman og bjóða áfram upp á sundæfingar og sundnámskeið fyrir börn í Grafarvogslaug. Með þessu samstarfi er tryggt að boðið verði upp á fjölbreytt og öflugt sundstarf í Grafarvogi, þar sem börnum í hverfinu gefst kostur á að stunda sund í heimahverfi sínu.
Sunddeild Ármanns sér áfram um skipulag og faglega þjálfun námskeiðanna í samstarfi við Fjölni. Byggt er á reynslu og þekkingu þjálfara sem hafa áralanga reynslu af sundkennslu og þjálfun barna.
Fjölnir leggur mikla áherslu á að íbúar Grafarvogs hafi aðgang að fjölbreyttu íþróttastarfi í nærumhverfinu, og sundið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem félagið býður upp á. Með samstarfi Fjölnis og Ármanns er tryggt að sundstarf í Grafarvogi haldi áfram að þróast og dafna.
Félögin vonast til að enn fleiri börn í hverfinu sjái sér fært að taka þátt í sundnámskeiðum og að sundið verði áfram sterkur hluti af íþróttalífi svæðisins.
Allar nánari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna hér: https://www.abler.io/shop/armann/sund
UM DEILDINA
Sunddeild Fjölnis var stofnuð 16. júní 1998 og hefur farið ört vaxandi og telur nú yfir 200 áhugasama iðkendur á aldrinum 2-25 ára.
HAFA SAMBAND
Starfsmenn skrifstofu veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið skrifstofa@fjolnir.is
Kristinn með lágmark á HM 50
07/04/2019
Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50. Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en…
Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50
06/04/2019
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur…
Fjölnir fagnar lengri helgaropnun
01/04/2019
Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til…
Nýtt námskeið – Ungbarnasund
29/03/2019
Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní. Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir…
Málmtæknimót Fjölnis
19/11/2018
20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018 Keppt verður í 25…
Ungbarnasund
21/09/2018
Ungbarnasund sunddeildar Fjölnis í Grafarvogslaug Sunddeild Fjölnis fer nú aftur af stað með ungbarnasund í Grafarvogslaug, en það hefur legið niðri…
Garpa- og skriðsundsnámskeið í Grafarvogslaug
27/08/2018
Egló Ósk Gústafsdóttir verður þjálfari á skriðsundsnámskeiðunum og einnig mun hún þjálfa Garpasundið. Eygló Ósk er tvöfaldur Olympíufari, margfaldur…
Velkominn Jacky
03/07/2018
Jacky Pellerin skrifaði undir samning sem afreks- og yfirþjálfari sundeildarinnar fimmtudaginn 28. júní. Hann mun hefja störf 1. ágúst. Við bjóðum…