Fjölnir og Ármann í samstarfi um sundæfingar í Grafarvogslaug

Íþróttafélagið Fjölnir og Ármann hafa tekið höndum saman og bjóða áfram upp á sundæfingar og sundnámskeið fyrir börn í Grafarvogslaug. Með þessu samstarfi er tryggt að boðið verði upp á fjölbreytt og öflugt sundstarf í Grafarvogi, þar sem börnum í hverfinu gefst kostur á að stunda sund í heimahverfi sínu.

Sunddeild Ármanns sér áfram um skipulag og faglega þjálfun námskeiðanna í samstarfi við Fjölni. Byggt er á reynslu og þekkingu þjálfara sem hafa áralanga reynslu af sundkennslu og þjálfun barna.

Fjölnir leggur mikla áherslu á að íbúar Grafarvogs hafi aðgang að fjölbreyttu íþróttastarfi í nærumhverfinu, og sundið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem félagið býður upp á. Með samstarfi Fjölnis og Ármanns er tryggt að sundstarf í Grafarvogi haldi áfram að þróast og dafna.

Félögin vonast til að enn fleiri börn í hverfinu sjái sér fært að taka þátt í sundnámskeiðum og að sundið verði áfram sterkur hluti af íþróttalífi svæðisins.

Allar nánari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna hér: https://www.abler.io/shop/armann/sund

UM DEILDINA

Sunddeild Fjölnis var stofnuð 16. júní 1998 og hefur farið ört vaxandi og telur nú yfir 200 áhugasama iðkendur á aldrinum 2-25 ára.

Nánari upplýsingar

HAFA SAMBAND

Starfsmenn skrifstofu veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið skrifstofa@fjolnir.is

Nánari upplýsingar

ÆFINGAGJÖLD

Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils.

Nánari upplýsingar

Kristinn með lágmark á HM 50

Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50.  Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en…

Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur…

Fjölnir fagnar lengri helgaropnun

Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til…

Nýtt námskeið – Ungbarnasund

Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní.  Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir…

Málmtæknimót Fjölnis

20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis   Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018   Keppt verður í 25…

Ungbarnasund

Ungbarnasund sunddeildar Fjölnis í Grafarvogslaug Sunddeild Fjölnis fer nú aftur af stað með ungbarnasund í Grafarvogslaug, en það hefur legið niðri…

Garpa- og skriðsundsnámskeið í Grafarvogslaug

Egló Ósk Gústafsdóttir verður þjálfari á skriðsundsnámskeiðunum og einnig mun hún þjálfa Garpasundið. Eygló Ósk er tvöfaldur Olympíufari, margfaldur…

Velkominn Jacky

Jacky Pellerin skrifaði undir samning sem afreks- og yfirþjálfari sundeildarinnar fimmtudaginn 28. júní. Hann mun hefja störf 1. ágúst.  Við bjóðum…

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Translate »