Hokkískóli 4 ára og eldri


Íshokkí er hraðasta íþrótt í heimi!

Hokkískóli Íshokkídeildar Fjölnis er fyrir alla(r) stelpur og stráka á aldrinum 4 til 12 ára sem langar að ná færni á skautum og í íshokkí. Engin krafa er á að kunna á skauta eða íshokkí, við munum læra það í skautaskólanum.
Skautaskólinn er 2x í viku, fimmtudaga kl. 16:50 og sunnudaga kl. 11:10. Æfingar eru bæði á ís sem og einnig af ís.

Uppistaða æfinga hjá Skautaskólanum eru leikir og skemmtun til að halda börnum áhugasömum við efnið og að vera sem mest á hreyfingu.
Við notumst við kennslufræði Alþjóða íshokkísambandsins Learn to Play (LTP).
„Helstu markmið IIHF Learn to Play Program er til að veita stelpum og strákum fullkomna íshokkí upplifun. Íshokkí á þessum getustigi á að vera byggð á því að hafa gaman, hafa æfingar sem allir taka þátt í og til að byggja upp góðan grunn í íshokkí.“

 

                  Svör við algengum spurningum:

   • Alltaf Frítt að prufa!
   • Við lánum allan útbúnað án endurgjalds.
   • Mælum með að mæta u.þ.b 20 mín fyrir auglýstan æfingartíma.
   • Best ef börnin séu klædd í íþróttagalla til að klæðast undir íshokkí útbúnaði, einnig sem að við mælum með íþróttaskóm til að taka þátt í af ís æfingum.
   • Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna í Skautaskóla.
   • ATH! vegna sóttvarna og takmarkana er grímuskilda á alla foreldra, einnig sem að við biðjum einungis eitt foreldri forráðamann að fylgja barni.

 

Æfingargjöld fyrir skautaskóla eru 26.000kr fyrir haustönn 2021 (ágúst – Des). (Það er samt alltaf Frítt að prufa).
Einnig sem að við bjóðum upp á Geymslugjald 5.000kr. með æfingargjöldum. Þá fær iðkandi kassa og aðgang að geymslu félagssins og getur geymt íshokkíbúnaðinn út önnina
Þegar barn hefur svo öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldursflokk flytum við iðkandann upp í sinn aldursflokk og verða þá æfingar 3x í viku (ís og af ís æfingar).
Skráningu í Hokkískólann má finna á heimasíðu Fjölnis Hér.

 

Varðandi nánari upplýsingar beinum við á Andra þjálfara hokki@fjolnir.is

Upplýsingasíða Skautaskóla á Facebook

Fimmtudagur:
Íshæfing  kl.16:50 til 17:35

Sunnudagur:
Af ís æfing  kl.11:10-11:40
Ísæfing  kl.12:00 til 12:55

Mælum með að mæta tímanlega.
Á fimmtudögum mælum við með að mæta ca 20 mínótum fyrir ístímann til að hafa nægan tíma til að finna hokkí búnað til að nota á æfingunni.
Á sunnudögum er nóg að mæta ca 5 mínótum fyrir æfinguna því að við byrjum á upphitun afís.

Mælum með að allir krakkar komi klædd í íþróttafötum og íþróttaskóm.

Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline

Andri Freyr Magnússon

Yfirþjálfari

Laura-Ann Murphy

Aðstoðarþjálfari

Unnur María Helgadóttir

Aðstoðarþjálfari

Æfingagjöld íshokkídeildar má finna hér.

Í Skautaskólanum lærum við að skauta.

Kennsluaðferðin í skautaskólanum byggist á LTP (Learn To Play) aðferð Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF). Þar sem uppsettningin á æfingum eru byggðar á því að hafa gaman, allir geta tekið þátt og kennt grunnleikni í íshokkí.

Andri Freyr Magnússon yfirþjálfari barnastarfs Íshokkídeildar Fjölnis er vottaður LTP þjálfari frá IIHF.

 • Axel Örn Sæmundsson
 • Þrymill Þursi Arason
 • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér