4. FLOKKUR 14-15 ÁRA


Boðið er upp á þjálfun fyrir 14-15 ára stúlkna í 4.flokki. Iðkendur mæta í íþróttafötum og skóm.

4. flokkur (2005-2006)

Þriðjudagar kl. 18:15-19:15 / Fylkishöll
Miðvikdagar kl. 16:30-18:00 / Fjölnishöll 1
Föstudagar kl. 17:00-18:15 / Fylkishöll
Laugardagar kl. 12:45-14:00 / Fylkishöll

Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline

 • Gunnar Valur Arason
 • Birkir Guðsteinsson - aðstoðarþjálfari

Nánari upplýsingar um þjálfara má finna hér.

Skráning hér https://fjolnir.felog.is/.

Æfingagjöld handknattleiksdeildar má finna hér.

Handboltamarkmið

 • Að þjálfa áfram og bæta við fjölbreytta sendingargetu og skottækni
 • Að þróa áfram samvinnu í minni hópum (2 og 2, 3 og 3)
 • Leggja áherslu á „maður á mann“ í vörn með réttri fótavinnu
 • Kenna 5:1, 5+1, 3:2:1 og 6:0 varnarafbrigði
 • Halda áfram að kenna innleysingar úr öllum stöðum
 • Að kenna fjölbreyttan sóknarleik
 • Að þjálfa rétta ákvarðanatöku
 • Að leggja áherslu á frjálsan sóknarleik í bland við leikkerfi til hliðar
 • Að kenna gabbhreyfingar í báðar áttir og uppstökk af bæði hægri og vinstri fæti
 • Að þjálfa rétta ákvarðanatöku
 • Að þjálfa leikskilning leikmanna, til að búa til hagstæða leikstöður
 • Að æfa fyrstu og aðra bylgju hraðaupphlaups
 • Að þróa áfram sóknarleik með einum og tveimur línumönnum; tímasetningar á
  blokkeringum og innleysingum

Markmenn

 • Áfram unnið með grunnstöðu, grunnhreyfingar og staðsetningar
 • Áhersla á sérhæfða tækniþjálfun aukin
 • Áhersla á líkamlega þjálfun byrjar og sérstaklega liðleika
 • Komið inn á andlega þjálfun og markmiðasetningu
 • Leikgreining hefst til að draga fram styrkleika og veikleika

Líkamleg markmið

 • Sérstök áhersla á kraftþol, hraða og liðleika
 • Upphaf markvissar styrktarþjálfunar með lóðum og þyngdum

Félagsleg markmið

 • Að hafa æfingar krefjandi og skemmtilegar með góðum aga
 • Að hittast utan æfinga, t.d. á spilakvöldum
 • Að byggja upp sterka liðsheild innan sem utan vallar
 • Að leikmenn séu stoltir Fjölnismenn
 • Axel Örn Sæmundsson
 • Þrymill Þursi Arason
 • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér