Laust starf í sunddeild Fjölnis
Sunddeild Fjölnis óskar eftir einstaklingi til að sjá um sundskóla sund-deildarinnar næsta vetur. Sundskólinn er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og er staðsettur í innilaug Grafarvogslaugar. Kennt er seinnipart dags alla virka daga og hefst kennsla í lok ágúst/byrjun september.
Leitað er eftir einstaklingi 20 ára og eldri og æskilegt er að viðkomandi sé með menntun á sviði þjálfunar auk þess að hafa reynslu af þjálfun barna.
Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og senda skal umsóknir til stjórnar deildarinnar á netfangið sund@fjolnir.is. Umsóknarfrestur er til 9. júlí 2020.
Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020
Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020
Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.
Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:
Tímabil | Dagafjöldi | Verð | |
Námskeið 1 | 8. júní – 19. júní | 9 | 7.740 kr. |
Námskeið 2 | 22. júní – 3. júlí | 10 | 8.600 kr. |
Námskeið 3 | 6. júlí – 17. júlí | 10 | 8.600 kr. |
Námskeið 4 | 27. júlí – 7. ágúst | 9 | 7.740 kr. |
Námskeið 5 | 10. ágúst – 21. ágúst | 10 | 8.600 kr. |
Tími: Hópur:
8:15– 8:55 Frístund** 9:00-9:40 4-10 ára 9:45-10:25 4-10 ára* 10:40-11:20 4-10 ára 11:25-12:05 7-10 ára 12:10-12:50 4-10 ára
|
Vekjum athygli á að:
Tíminn 11:25-12:05 er ætlaður börnum á aldrinum 7-10 ára og er þá synt í útilaug ef nægur fjöldi næst. Hægt að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.
|
*Leiksskólinn Sunnufold mun vera með iðkendur í þessum tímum á fyrsta námskeiðinu
**Frístundarheimilin Tígrisbær og Kastali verða með iðkendur á fyrstu tveimur og síðasta námskeiðinu, sjá nánar á http://sumar.fristund.is
Skráningar er á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is eða á skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700
Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.
ÍBR styrkir sundfólk Fjölnis
ÍBR hefur veit Kristni Þórarinssyni og Eygló Ósk Gústafsdóttur styrk upp á 100.000 kr-. hvort, við óskum þeim til hamingju með þetta.
Kveðja
Stjórn Sundeildar Fjölnis
Reykjavíkurmeistarar 2020
Á síðasta Reykjavíkurmeistaramóti var sunddeild Fjölnis Reykjavíkurmeistari 2020. Samkvæmt bestu fáanlegu heimildum þá er þetta í fyrsta sinn sem sunddeild Fjölnis nær þessum titli, alla vega munu elstu iðkendur ekki eftir að þetta hafi gerst áður. Þessi titill hefur reyndar fylgt aðalþjálfara deildarinnar í gegnum árin, Jacky Pellerin, með einni undantekningu þó.
Til hamingju sundfólk Fjölnis!
Í ljósi nýustu frétta falla allar sund æfingar niður á morgun 16.03.2020
Komið sæl
Á miðnætti í kvöld tekur gildi samkomubann á öllu landinu. Næstu 4 vikurnar mun það standa og er mikilvægt að við sem aðrir gerum okkar til þess að vel takist til. Vegna þessa munu allar æfingar á vegum deildarinnar falla niður á morgun mánudag 16. mars.
Okkur finnst rétt að gefa þeim sem skipuleggja skóla- og íþróttastarf tækifæri til að vinna að úrlausn með hag okkar allra í forgrunni. Við munum setja hér inn frekari upplýsingar um leið og þær eru tilbúnar, auk þess sem tölvupóstur og upplýsingar munu fara á heimasíðu deildarinnar.
Hugum hvert að öðru, gleymum ekki að vera til og njótum samvista með okkar nánustu.
Með kveðju,
fh.stjórnar
Ingibjörg Kristinsdóttir
formaður
Sundmót Fjölnis 2020
Sundmót Fjölnis 2020
Iðkendur úr yngri flokkum áttu gott mót um helgina. Sundmenn syntu vel útfærð sund og uppskáru með frábærum bætingum. Aðrir voru að taka þátt á sínu fyrsta móti og stóðu sig með stakri prýði. Krakkarnir sýndu góðan liðsanda, aðstoðuðu og hvöttu liðsfélaga sína og voru félaginu til sóma. Eftir mótið eru lágmörk á Aldursflokkameistarmót Íslands innan seilingar fyrir nokkra sundmenn og því spennandi tímar framundan hjá yngri sundmönnum félagsins.
Ný stjórn sunddeildar
Ný stjórn tók við á aðalfundi sunddeildarinnar 20.febrúar sl. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn mánudaginn 24.febrúar og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Stjórnina skipa:
Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Regína Ómarsdottir, varaformaður
Irma Sigurðadóttir, gjaldkeri
Kristján R. Halldórsson, ritari
Helga Ágúsdóttir, meðstjórnandi
Ágúst Guðmundsson, meðstjórnandi
Þórður Ásþórsson, meðstjórnandi
Ný stjórn vill þakka Jóhannesi H. Steingrímssyni fráfarandi formanni fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar og hlakkar til að vinna með honum áfram á vettvangi sundsins.
Með kveðju,
Ingibjörg Kristinsdóttir
Fjölnir stofnar þríþrautarhóp
Hjólreiðafélag Reykjavíkur, sunddeild Fjölnis og frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa tekið höndum saman og sett upp æfingaplan fyrir þá sem hafa áhuga á því að stunda þessar þrjár íþróttir samhliða.
Hvort heldur sem þig langar að koma þér í gott form, vera hluti af skemmtilegum æfingahópi, taka þátt í Landvættum eða einhvers konar þríþraut þá er þetta eitthvað fyrir þig!
Þaulreyndir þjálfarar taka á móti þér í hverri grein fyrir sig og við setjum okkur markmið saman. Skref fyrir skref náum við svo markmiðunum. Sendu okkur línu á trihfrogfjolnis@gmail.com eða skráðu þig bara og mættu!
Við byrjum á 4 vikna sundnámskeiði mánudaginn 6.janúar 2020. Námskeiðið kostar 15.000 kr, en ef þú heldur áfram í þríþrautarhópnum, þá ganga 10.000 kr upp í félagsgjaldið. Námskeiðið fer fram á ensku.
Athugið að sundnámskeiðið er kennt á mánudögum og föstudögum kl. 19-20 í Grafarvogslaug.
Verð fyrir janúar til júní 2020 er 30.000 kr. Skráningar opna 1.janúar á https://fjolnir.felog.is/ og mættu í fyrsta tímann mánudaginn 6.janúar.
Hlökkum til að sjá þig!