Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!
Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️
Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️
Gleðileg Fjölnisjól!
Frábær árangur Fjölnis á Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti í listskautum um helgina!
Nú um helgina var Íslandsmót/Íslandsmeistaramót haldið á skautasvellinu í Egilshöll.
Við erum svo stolt af okkar keppendum og stóðu þær sig allar mjög vel en Fjölnir vann til 8 verðlauna af 14 sem veitt voru!
Hér eru niðurstöður frá laugardeginum:
– Tanja Rut tók 1. sætið í Intermediate Women
– Rakel Sara tók 2. sætið í Intermediate Women
– Ísabella Jóna tók 3. sætið í Intermediate Novice
Júlía Sylvía bætti einnig sitt persónulega stigamet í stutta prógramminu!
Margir af okkar iðkendum slógu sín persónulegu stigamet á sunnudeginum og þar á meðal var heildarstigamet á Íslandsmeistaramóti í Junior Women slegið!!!
– Júlía Sylvía tók 1. sætið í Junior Women
– Lena Rut tók 3. sætið í Junior Women
– Elín Katla tók 1. sætið í Basic Novice
– Berglind Inga 2. sætið tók í Basic Novice
– Arna Dís tók 3. sætið í Basic Novice
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að styðja og hvetja okkar stelpur áfram! Við viljum einnig þakka öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur um helgina, við hefðum ekki getað þetta án ykkar stuðnings!
#félagiðokkar #skatingiceland
Kristalsmót Fjölnis síðastliðna helgi
Kristalsmót Fjölnis á listskautum fór fram í Egilshöll laugardaginn 5. nóvember. Alls voru 57 keppendir skráðir á mótið frá fjórum mismunandi félögum, Ungmennafélaginu Fjölni, Skautafélagi Akureyrar og Íþróttafélaginu Öspinni.
Flokkarnir sem keppt var í á motinu voru 6 ára og yngri, 10 ára og yngri, 12 ára og yngri, 14 ára og yngri stúlkur, 14 ára og yngri drengir, 15 ára og eldri stúlkur, Level II 12-15 ára stúlkur, Level II 22 ára og eldri konur, Level III 16-21 árs dömur, Level I 16-21 árs dömur, Level III 22 ára og eldri konur, Level I 22 ára og eldri konur, Level IV 12-15 ára stúlkur, Level I SO Par 22 ára og eldri konur, Level I Unified Par 16-21 árs dömur, Level I Unified Par 22 ára og eldri konur.
Veitt voru þátttökuviðurkenningar í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri. Úrslit í öðrum flokkum voru
12 ára og yngri:
1.sæti Edil Mari Campos Tulagan
2.sæti Ágústa Fríður Skúladóttir
3.sæti Sara Laure Idmont Skúladóttir
4.sæti Katla Líf Logadóttir
5.sæti Sjöfn Sveinsdóttir
6.sæti Selma Kristín S. Blandon
7.sæti Sonia Laura Krasko
8.sæti Una Lind Otterstedt
9.sæti Guðríður Ingibjörg Guðmunds.
14 ára og yngri
1.sæti Ágústa Ólafsdóttir
2.sæti Selma Ósk Sigurðardóttir
3.sæti Sóley Kristín Hjaltadóttir
4.sæti Líva Lapa
5.sæti Júlía Lóa Unnard. Einarsd.
6.sæti Rakel Rós Jónasdóttir
7.sæti Árdís Eva Björnsdóttir
8.sæti Jenný Lind Ernisdóttir
9.sæti Snæfríður Arna Pétursdóttir
10.sæti Ingunn Eyja Skúladóttir
11.sæti Jóhanna Margrét Haraldsdóttir
14 ára og yngri drengir
1.sæti Baldur Tumi Einarsson
2.sæti Marinó Máni Þorsteinsson
15 ára og eldri
1.sæti Hildur Emma Stefánsdóttir
2.sæti Helga Kristín Eiríksdóttir
3.sæti Sólveig Birta B. Snævarsdóttir
4.sæti Herdís Anna Ólafsdóttir
5.sæti Ísabella María Jónsd. Hjartar
Level II 12-15 ára stúlkur
1.sæti Hulda Björk Geirdal Helgadóttir
2.sæti Fatimata Kobre
Level II 22 ára og eldri konur
1.sæti Þórdís Erlingsdóttir
Level III 16-21 árs dömur
1. sæti Nína Margrét Ingimarsdóttir
Level I 16-21 árs dömur
1. sæti Védís Harðardóttir
2. sæti Anika Rós Árnadóttir
Level III 22 ára og eldri konur
1.sæti Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
2.sæti Gabríella Kamí Árnadóttir
Level I 22 ára og eldri konur
1.sæti Snædís Egilsdóttir
Level IV 12-15 ára stúlkur
1. sæti Sóldís Sara Haraldsdóttir
Level I SO Par 22 ára og eldri konur
1.sæti Gabríella Kamí Árnadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
Level I Unified Par 16-21 árs dömur
1.sæti Nína Margrét Ingimarsdóttir og Ísold Marín Haraldsdóttir
Level I Unified Par 22 ára og eldri konur
1.sæti Þórdís Erlingsdóttir og Wendy Elaine Richards
Við viljum óska öllum skauturum innilega til hamingju með árangurinn.
Einnig viljum við þakka öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur þessa helgina, alveg ómetanlegt!
Júlía á Junior Grand Prix
Núna hefur Júlía lokið keppni á tveimur mótum í Junior Grand Prix mótaröðinni.
Fyrst fór hún til Ostrava, Tékklandi sem fór fram 31. ágúst-3. september síðastliðin og fékk þar 34,01 fyrir stutta prógramið og 50,28 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 84,29.
Núna 12. - 15. október fór hún Júlía til Egna, Ítalíu stóð sig með prýði. Hún fékk þar 40,50 fyrir stutta prógramið og 58,74 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 99,24.
Hægt er að sjá mikla bætingu á milli móta hjá henni og munum við fylgjast vel með henni á tímabilinu og í komandi framtíð.
Við viljum óska henni Júlíu innilega til hamingju með árangurinn og okkur hlakkar til að sjá meira frá henni.
FJÖLNIR X PUMA
Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!
Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir
Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.
Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.
Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!
#FélagiðOkkar
Myndir: Gunnar Jónatansson
Aldís Kara í Fjölni
Við viljum bjóða Aldísi Köru Bergsdóttur velkomna í Fjölni, en hún skautaði áður hjá Skautafélagi Akureyrar.
Aldís Kara hefur slegið hvert metið á eftir öðru fyrst í unglingaflokki og nú í fullorðinsflokki. Þar á meðal hefur hún margsett Íslandsmet í báðum flokkum. Hún er fyrsti íslenski skautarinn til þess að ná alþjóðlegum stigaviðmiðum á Heimsmeistaramót unglinga sem var í mars 2020 og inn á Evrópumeistaramót fullorðinna sem var haldið í janúar 2022.
Ásamt þessu hefur hún verið tilnefnd sem skautakona ársins þrisvar sinnum.
Við óskum henni góðs gengis og okkur hlakkar til að fylgjast með henni.
Vinningshafar í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis
Hér koma númerin sem unnu í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis.
Við þökkum öllum fyrir stuðninginn. Vinningana þarf að vitja fyrir 30 júní með því að senda mail á listskautar@fjolnir.is
Æfingabúðir Listskautadeildar
Æfingabúðir Fjölnis 2022 / Fjölnir Summer Camp 2022
Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2022!
Æfingabúðirnar henta styttra komnum sem og lengra komnum iðkendum á keppnisstigi. Raðað verður í hópa eftir getu. Umsjón og skipulag sér Benjamin Naggiar yfirþjálfari deildarinnar um ásamt teymi sínu í samstarfi við Ilaria Nogaro og gestaþjálfara.
Um er að ræða heilsdagsprógram sem samanstendur af 3 æfingum á ís og 2 æfingum í dansi, styrk, þol. Einnig verður möguleiki á einkatímum til viðbótar. Aðalþjálfarar í búðunum munu tala ensku en einnig verða íslenskir þjálfarar.
Fjölnir would like to welcome you to our 2022 summer camp!
The camp is aimed to all levels from beginner to elite skaters. The Group division will be based on level. The camp is hosted by Fjölnir and organised and directed by our Head coach Benjamin Naggiar and his team with the participation of Ilaria Nogaro and Guest coaches.
The camp will consist in a full day program with 3 on ice sessions and 2 off ice sessions. The official language of the camp will be English but Icelandic speaking coaches will be present.
Stórglæsilegur árangur Fjölnis á Stockholm Trophy
Nítján skautarar úr listskautadeild Fjölnis héldu til Stokkhólms í vikunni til að taka þátt á skautamótinu Stockholm Trophy sem fram fór í Nacka Ishall í Stokkhólmi. Alls voru 223 keppendur frá fimm löndum skráðir á mótið. Keppt var í 19 flokkum og átti Fjölnir fulltrúa í 8 keppnisflokkum. Með þeim í för voru þjálfararnir Benjamin og Helga Karen ásamt fararstjórum og foreldrum.
Keppnin hófst á fimmtudag, en þá keppti meirihluti Fjölnisstúlkna. Í flokki Springs C voru alls 12 keppendur og áttum við sex fulltrúa, það voru: Arna Dís Gísladóttir, Elisabeth Rós Giraldo Ægisdóttir, Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir, Sóley Björt Heimisdóttir og Una Lind Otterstedt. Þar mátti sjá bætingu hjá þeim öllum frá seinasta móti. Arna Dís endaði í 2. sæti og Perla Gabriela í 3. sæti.
Í flokki Debs C voru alls 10 keppendur og áttum við fjóra fulltrúa, Edil Mari Campos Tulagan, Lilju Harðardóttur, Liva Lapa og Selmu Kristínu S. Blandon. Þær áttu einnig góðan dag og koma heim reynslunni ríkari.
Í flokki Novice C voru 5 keppendur og áttum við þar þrjá fulltrúa, það voru: Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, Íris María Ragnarsdóttir og Ísabella Jóna Sigurðardóttir. Þær áttu allar góðan dag og bættu sig frá seinasta móti og enduðu á að taka öll sætin á verðlaunapallinum. Íris María var í 1. sæti, Ásta Lovísa í 2. sæti og Ísabella Jóna í 3. sæti.
Í flokki Junior C voru alls þrír keppendur en þar kepptu Rakel Sara Kristinsdóttir og Andrea Marín Einarsdóttir sem áttu stórgóðan dag. Rakel Sara tók 1. sætið í flokknum og Andrea Marín 2. sætið.
Á föstudeginum áttum við þrjá keppendur í þremur flokkum. Elín Katla Sveinbjörnsdóttir keppti í flokki Springs B en þar voru 27 keppendur. Elínu gekk vel og bætti sig frá seinasta móti og endaði í 13. sæti með 22,27 stig. Berglind Inga Benediktsdóttir keppti í flokki Debs B en þar voru 20 keppendur. Berglind átti mjög góðan dag og skautaði gott prógram sem skilaði henni 1. sæti í sínum flokki með 38,23 stig. Tanja Rut Guðmundsdóttir keppti í flokki Junior B en þar voru 14 keppendur. Tanja skautaði vel sem skilaði henni 5. sætinu með 31,80 stig.
Á laugardegi áttum við aðeins einn keppanda, Elvu Ísey Hlynsdóttur sem keppti í Advanced Novice stuttu prógrami, en þar voru 25 keppendur. Þetta er annað mót Elvu í flokki Advanced Novice. Elva átti góðan dag og sat í 19. sæti með 22,49 stig eftir stutta prógramið. Á sunnudeginum keppti Elva í frjálsu prógrami og átti einnig góðan dag en fyrir frjálsa prógramið fékk hún 36,83 stig og endaði í 21. sæti með samanlagt 59,32 stig fyrir bæði prógröm. Elva gerði nýtt persónulegt stigamet í báðum prógrömum en hún bætti sig um rúm 11 stig í heildareinkunn.
Þetta er frábær árangur hjá okkar iðkendum og erum við afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu. Við óskum keppendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Við búum yfir efnilegum skauturum sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni!