Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum

Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið í blíðskaparveðri fimmtudaginn 1. júní á frjálsíþróttavellinum í Mjódd.
Ágætis þátttaka var í mótinu en 90 keppendur á aldrinum 11-15 ára mættu til leiks.

Keppnisgreinar voru fjórar: spretthlaup, langstökk, kúluvarp og 600m eða 800m hlaup og keppt í þremur aldursflokkum – 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára.

Keppendur Fjölnis settu fjölmörg persónuleg met og komu heim með 8 verðlaun:

Eva Unnsteinsdóttir vann gull í kúluvarpi og 600m hlaupi og brons í 60m hlaupi og langstökki í flokki 11 ára stúlkna

Haukur Leó Kristínarson vann brons í 600m hlaupi í flokki 11 ára pilta

Hilmir Snær Eyjólfsson vann gull í 800m hlaupi og brons í langstökki í flokki 12-13 ára pilta

Guðrún Ásgeirsdóttir vann brons í kúluvarpi í flokki 14-15 ára stúlkna

Að auki var keppt í nokkrum greinum fullorðinna þar sem Fjölniskeppendur bættu mörg hver sín persónuleg met

Á myndunum má sjá Evu Unnsteinsdóttur taka á móti gullverðlaunum og Guðrúnu Ásgeirsdóttur taka á móti bronsverðlaunum


Ísak Örn Baldursson skrifar undir hjá Fjölni

Ísak Örn Baldursson hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur.

Ísak hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valinn til að leika með U-20 landsliðinu á tveimur sterkum alþjóðamótum í sumar. Ísak, sem lék stórt hlutverk hjá Fjölni á síðasta tímabili, var á dögunum valinn varnarmaður félagsins á lokahófi félagsins.

,,Ég er spenntur fyrir komandi tímabili, það er góður andi í hópnum, og við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Það var vaxandi stemning fyrir körfunni í Grafarvogi síðasta vetur og við vonumst til að sjá sem flesta í stúkunni á þessu tímabili,” sagði Ísak þegar hann skrifaði undir.


KKÍ: U16 - U18 - U20 Landsliðshópar - Lokaval

Nú hafa þjálfarar yngri landsliða Íslands valið sína endanlega liðsskipan en það eru 12 leikmenn í U16, U18 og U20 landsliðunum sem leika á NM og EM í sumar.
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að við eigum nokkra flotta fulltrúa í landsliðunum

U18 stúlkna
Bergdís Anna Magnúsdóttir · Fjölnir
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir

U18 drengja
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir

U20 kvenna
Stefanía Tera Hansen · Fjölnir
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir (mun leika með liðinu á EM)

U20 karla
Ísak Örn Baldursson · Fjölnir

Innilegar hamingjuóskir!

Ljósmyndir: Gunnar Jónatansson


Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Fjölnis

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Fjölnis fór fram á dögunum þar sem leikmenn meistaraflokka félagsins tímabilið 2022-2023 voru útnefnd fyrir sitt framlag.

MEISTARAFLOKKUR KARLA
Besti íslenski leikmaðurinn – Hilmir Arnarson
Bestir erlendi leikmaðurinn – Lewis Diankulu
Mestar framfarir – Brynjar Kári Gunnarsson
Besti varnarmaðurinn- Ísak Örn Baldursson

MEISTARAFLOKKUR KVENNA
Besti íslenski leikmaðurinn – Heiður Karlsdóttir
Bestir erlendi leikmaðurinn – Brittanny Dinkins
Mestar framfarir – Stefanía Tera Hansen
Besti varnarmaðurinn- Urte Slavickaite

Innilegar hamingjuóskir kæra Fjölnisfólk!


Viktor Steffensen skrifar undir hjá Fjölni

Viktor Máni Steffensen hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun leika áfram með liðinu á næsta tímabili.  Viktor, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur jafnframt  verið valinn í æfingahópa yngri landsliða KKÍ.

Viktor hefur verið mikið frá vegna hnémeiðsla síðustu tvö tímabil en átti frábæra innkomu í lok síðasta keppnistímabils og segir liðið í stakk búið að fara upp í Subway deildina.  ,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir komandi vetri og mér líst vel á hópinn sem samanstendur af ungum og efnilegum strákum undir stjórn virkilega góðs þjálfara.  Við ætlum okkur alla leið og hlakka ég virkilega til að hefjast handa á því verkefni,” sagði Viktor þegar hann skrifaði undir á dögunum.

 

Kkd Fjölnis


Fjáröflunarkvöld körfuknattleiksdeildarinnar 17. maí

Í næstu viku fer fram fjáröflunarkvöld körfuboltadeildar Fjölnis þann 17. maí í hátíðarsal Dalhúsa. Miðakaup fara fram hér: https://xpsclubs.is/fjolnir/registration undir Körfuknattleikur.
Hlökkum til að sjá ykkur!


Leikmenn Fjölnis í U20 kvenna og karla 2023 í körfubolta

Það gleður okkur að tilkynna að Stefanía Tera Hansen hefur verið valin í 17 manna hóp U20 kvenna í körfubolta fyrir sumarið 2023!

Einnig hefur U20 karla í körfubolta (fyrsti æfingahópur) verið boðaður en í þeim hópi eru þeir Ísak Örn Baldursson og Karl Ísak Birgisson.

Við hjá Fjölni erum gífurlega stolt af okkar fólki og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum!


Halldór Karl Þórsson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis

Halldór Karl Þórsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis og hefur þegar hafið störf.

Halldór Karl þarf hvorki að kynna fyrir Fjölnisfólki né íslenska körfuboltaheiminum. Hann hefur síðastliðin ár haslað sér völl sem metnaðarfullur þjálfari bæði hjá yngri- og meistaraflokkum Fjölnis. Hann gerði meðal annars kvennalið Fjölnis að deildarmeisturum í Subway deild kvenna árið 2022.

Halldór Karl kemur til félagsins frá Hamri en félaginu tókst að tryggja sér sæti í Subway deild karla á næsta tímabili og mun Halldór Karl starfa áfram sem þjálfari meistaraflokks karla Hamars. Halldór Karl er einnig aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna og aðalþjálfari undir 20 ára landsliðs kvenna.

Ný stjórn Fjölnis ætlar í uppbyggingu á barna-og unglingastarfi félagsins og er ráðning Halldórs liður í því að styrkja starfið sem framundan er í Grafarvoginum. Með ráðningu yfirþjálfara stefnir Fjölnir á að gera þjálfun körfuboltans markvissari og metnaðarfyllri en áður en Fjölnir stefnir á frekari afreksþjálfun í yngri flokkum sem mun á endanum leiða til sterkari barna-og unglingastarfs hjá félaginu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Halldór Karl ásamt Salvöru Þóru Davíðsdóttu formanni Körfuknattleiksdeildar.

Við hjá Fjölni erum stolt og ánægð að fá Halldór Karl aftur til liðs við félagið og hlökkum til samstarfsins í þeirri uppbyggingu sem framundan er í körfuboltastarfi Grafarvogs.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis


Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.

Skráning fer fram hér

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017

Hér má sjá nánari upplýsingar


Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára

Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.

HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.

ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.

Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!