Fjölnir semur við Kennedy Clement

Kennedy hefur leikið með Selfossi síðustu tímabil við góðan orðstýr. Kennedy, sem kemur frá Spáni og er fæddur 2002 og er 202 cm á hæð, kemur úr ungmennastarfi Real Betis en þaðan hafa komið margir verulega sterkir atvinnumenn s.s. Kristaps Porzingis hjá Dallas Mavericks og Tomas Satoransky hjá Barcelona verandi tveir þeirra.

Ljóst er að Kennedy er mikill fengur fyrir Grafarvoginn en sjálfur sagðist hann vera tilbúinn að hjálpa liðinu að komast í efstu deild. ,,Ég er mjög spenntur að hafa samið við Fjölni og hlakka til að hefjast handa enda verðugt verkefndi framundan hjá Fjölni. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum,“ sagði Kennedy eftir að hafa skrifað undir á dögunum.

Lewis Diankulu áfram í Grafarvoginum
Lewis mun snúa aftur í Grafarvoginn og leika með liðinu næsta vetur í fyrstu deildinni. Hann var sterkur fengur fyrir félagið á síðasta tímabili og skilaði rúmlega 20 stigum í leik og 10 fráköstum að meðaltali og því hefur verið óskað eftir kröftum hans aftur. Lewis er 28 ára, 201 cm, kanadískur sem leikur sem miðherji/framherji spilaði í sumar sem atvinnumaður fyrir lið í Bretlandi og Indónesíu en áður fyrr var hann fjögur ár, 2015 til 2019, í bandaríska háskólaboltanum.

Lewis sagðist við undirritunina vera ánægður að vera komin „heim“ til síns heima frá Kanada og geta haft vinsamleg og jákvæð áhrif innan sem utan vallar. „Ég hef alla tíð síðan ný stjórn tók við í febrúar fundið fyrir miklum metnaði í uppbyggingu félagins, jafnt hjá yngri og eldri flokkum, og mig langar að vera hluti af þeirrri þróun, og það er ástæðan fyrir því að mig langar að taka slaginn áfram ásamt því að þjálfarinn og ég vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að ná því markmiði.“

Kkd Fjölnis