Velkominn heim Bjarni!

Það er Knattspyrnudeild Fjölnis sönn ánægja að tilkynna að Bjarni Gunnarsson er kominn aftur heim í Fjölni.
Bjarni sem er uppalinn Fjölnismaður snýr aftur í Grafarvoginn eftir tíu ára fjarveru. Hann hefur á sínum ferli spilað 202 leiki og skorað í þeim 39 mörk.
Við bjóðum Bjarna hjartanlega velkominn heim í Voginn!


TVÆR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag þegar Fjölnir mætti FH í æfingaleik félaganna sem endaði með sigri mótherjanna.

Stúlkurnar Bríet Rut Þórðardóttir og Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir komu báðar inn á í seinni hálfleik og áttu fínustu tilþrif og stóðu sína vakt vel í leiknum. Bríet er að byrja sitt annað ár með Fjölni en Ólöf hefur æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins.

Leikurinn var fyrsti æfingaleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna og var á brattann að sækja á móti nýliðum Bestu deildarinnar þeim FH stúlkum. Fjölnir mun spila í 2. deild í sumar og er stefnan að sjálfsögðu tekin að komast upp í Lengjudeildina.

Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, Adna Mestovic, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Petra Hjartardóttir, Eva María Smáradóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir og Þórunn Eva Ármann.

ÁFRAM FJÖLNIR


Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!

Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða úrvalið af fatnaði inni á https://teamsport.is/pages/fjolnir eða kíkja í heimsókn í Margt smátt á Guðríðarstíg 6-8 ☃️

Jólakúlan fæst á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll ⭐️

Gleðileg Fjölnisjól!


Fyrirliðinn framlengir!

Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði meistaraflokks karla hefur framlengt samningi sínum til ársins 2024. Hans er uppalinn Fjölnismaður sem hefur allan sinn feril spilað með Fjölni. Á sínum ferli hefur hann spilað 143 leiki og skorað 18 mörk fyrir meistaraflokk félagsins.

Þetta eru frábærar fréttir enda er Hans fyrirliði liðsins og lykilleikmaður.

#FélagiðOkkar


Málstofa HKK um stöðu kvenna í stjórnum knattspyrnudeilda

Ungmennafélagið Fjölnir vekur athygli á málstofu sem Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir um framtíð knattspyrnu kvenna á Íslandi. Málstofan verðu haldin fimmtudaginn 27. október, þar sem staða kvenna knattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi.

Yfirskrift málstofunnar er „Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!“ Knattspyrna kvenna er sú hlið íþróttarinnar sem vex hvað hraðast í heiminum og bæði UEFA og FIFA hafa skilgreint sem framtíð knattspyrnunnar. Það má líkja stöðu stjórna íþróttafélaga í dag við stöðu stjórna fyrirtækja áður en sérstök lög voru sett um hlutfall kvenna í þeim. Á málþinginu verður rætt hvort gera þurfi það sama fyrir íþróttafélög – og þá sérstaklega fyrir knattspyrnudeildir – ef mark er á takandi á fréttum undanfarnar vikur um stöðu knattspyrnu kvenna hjá nokkrum
félögum á landinu.

Önnur mál sem verða til umræðu á málstofunni:

  • Afhverju eru konur í miklum minnihluta stjórna í knattspyrnudeildum á Íslandi?
  • Hvernig er hægt að breyta því?
  • Hvað þurfa margar konur að vera í stjórn til að hafa áhrif?

Þátttakendur í málstofunni verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og alþingismaður, Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Artic Adventures, og Helena Jónsdóttir sem hefur skrifað mastersverkefni um þetta málefni og mun fara yfir niðurstöður þess sem varpa nýju ljósi á þessa umræðu. Stjórnandi málstofunnar verður Bogi Ágússton fréttamaður.

Málstofan verður haldin fimmtudaginn 27. október kl. 17.30-19.30 í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Hún er öllum opin og verður einnig í beinu streymi í gegnum heimasíðu HKK (knattspyrnukonur.is) og á Facebook síðu samtakanna.

 

Hér má finna link á streymið

Hér er einnig linkur á Facebook viðburðinn


Baldvin Þór Berndsen framlengir til 2025!

Varnarmaðurinn ungi, Baldvin Þór Berndsen, hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2025. Baldvin sem fæddur er 2004 var máttarstólpi í Íslandsmeistaraliði 2. flokks auk þess sem hann spilaði 10 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í sumar.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Baldvini til hamingju með nýjan samning og hlakkar til að fylgjast með honum næstu árin.
#FélagiðOkkar 💛💙


Daníel, Arnar og Sölvi skrifa undir!

Knattspyrnudeild Fjölnis samdi í vikunni við þrjá unga og efnilega Fjölnismenn sem eru að ganga upp úr 2. flokki félagsins.

Daníel Smári Sigurðsson (2003) er kröftugur hafsent sem síðastliðin tvö tímabil hefur verið á láni hjá Vængjum Júpíters og fengið dýrmæta reynslu í meistaraflokki þar sem hann meðal annars fór upp úr 4. deild með Vængina sumarið 2021. Ásamt því að spila með Vængjunum hefur Daníel verið lykilmaður í sterku 2. flokks liði Fjölnis sem vann Íslandsmeistaratitillinn á þessu sumri. Á lokahófi Vængja og 2. flokks var Daníel valinn Besti Leikmaðurinn í bæði Vængjum og 2. flokki.

Arnar Ragnar Guðjohnsen (2003) er vinstri bakvörður sem kom til baka í ár eftir erfið hnémeiðsli árið 2021. Arnar stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn sem lykilleikmaður í liðinu sem landaði Íslandsmeistaratitlinum ásamt því að vera á láni hjá Vængjum Júpíters þar sem hann spilaði 8 leiki og skoraði 4 mörk!

Sölvi Sigmarsson (2003) er leikinn miðjumaður sem lenti í slæmum meiðslum í sumar en fram að því var hann lykilmaður í 2. flokks liði Fjölnis ásamt því að vera á láni hjá Vængjum Júpíters í 3. deildinni þar sem Sölvi spilaði stórt hlutverk með þeim. Sölvi er búinn að sinna endurhæfingunni vel og fagnar knattspyrnudeildin því að hann er kominn aftur á ról og byrjaður að æfa á fullu eftir meiðslin.

Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við að þessir leikmenn taki skrefið upp í meistaraflokk félagsins á komandi árum og eigi bjarta framtíð hjá félaginu.

#FélagiðOkkar


Freyja Dís valin í æfingahóp U16!

Freyja Dís Hreinsdóttir valin í æfingahóp U16!

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið æfingahóp til að taka þátt í úrtaksæfingum dagana 24. – 26. október næstkomandi. Æft verður í Miðgarði, Garðabæ. Til æfinga að þessu sinni eru valdir 32 leikmenn frá 16 félögum

Til hamingju með þetta Freyja Dís

#FélagiðOkkar!


Óliver og Sigurvin til Fjölnis

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur gengið frá samningum við þá Óliver Dag Thorlacius og Sigurvin Reynisson til tveggja ára, út tímabilið 2024. Báðir koma þeir til félagsins frá Gróttu.

Óliver er 23 ára miðjumaður sem spilað hefur með Gróttu frá tímabilinu 2018 en þar áður var hann á mála hjá KR þar sem hann er uppalinn. Óliver á að baki 136 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 27 mörk. Auk þess á hann átta leiki með yngri landsliðum Íslands.

Sigurvin sem er 27 ára varnarsinnaður miðjumaður er uppalinn hjá Fylki en hefur leikið með Gróttu síðan 2016. Á síðasta tímabili var Sigurvin frá vegna anna en mun snúa aftur á völlinn með Fjölni á komandi tímabili. Hann á að baki 177 leiki í meistaraflokki, þar af 16 í efstu deild.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir félagið að semja við þessa öflugu leikmenn sem eru frábær viðbót við hópinn. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar býður þá hjartanlega velkomna í Voginn.


Icepharma veitir BUR styrk í minningu Hálfdánar Daðasonar

Í síðustu viku veitti Icepharma Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis veglegan styrk í minningu Hálfdánar Daðasonar sem starfað hafði á heilsu- og íþróttasviði fyrirtækisins.

Styrkurinn er veittur til að heiðra minningu Hálfdánar sem var sannur Fjölnismaður og virkur í foreldrafélögum knattspyrnudeildarinnar.

BUR hefur stofnað styrktarsjóð sem ætlað er að stuðla að fræðslu um geðheilbrigði og efla forvarnarstarf hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar félagsins.

Við sendum kærar þakkir til Icepharma

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis