Adna Mesetovic kölluð í landsliðsverkefni

Adna Mesetovic, leikmaður meistaraflokks kvenna, hefur verið kölluð inn í A-landsliðshóp Bosníu og Hersegóvínu sem nú undirbýr sig fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins nú í haust.

Hún hefur nú þegar haldið utan til æfinga en þar að auki mun landslið Bosníu og Hersegóvínu leika vináttuleik við Búlgaríu.

Adna er framsækin miðjumaður sem uppalin er hjá Fjarðabyggð en gekk til liðs við okkur í Fjölni fyrir þetta tímabil.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum sterka leikmanni á komandi misserum.

 

#FélagiðOkkar


Sara Montoro valin í U19 landslið kvenna

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, hefur valið landsliðshóp sem æfir þessa vikuna á Selfossi.

22 leikmenn eru í hópnum og koma frá 12 félögum, þar á meðal Sara Montoro leikmaður okkar í meistaraflokki Fjölnis.

Þetta val er mikil viðurkenning fyrir Söru sem og kvennaknattspyrnuna í Fjölni, en Sara hefur farið vel af stað í sumar og er komin með 9 mörk í 4 leikjum í Íslandsmótinu.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari frábæru fyrirmynd í sumar og á komandi tímabilum.

Sjá frétt af heimasíðu KSÍ

#FélagiðOkkar


Nýir Fjölnisbúningar í knattspyrnu

Kominn er í sölu nýr knattspyrnubúningur. Búningarnir eru frá Hummel og eru úr 100% polyester. Búningarnir eru til sölu í verslun Sport 24, Miðhrauni 2, Garðabæ. Afgreiðslutími eru nokkrir virkir dagar.

Verðskrá:

Treyja m/merkingu 8.990 kr.

Stuttbuxur m/merkingu 3.990 kr.

Sokkar: 1.990 kr.


Happdrætti Knattspyrnudeildar - útdráttur

Búið er að draga í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis

Vinningskrá má nálgast hér.
Vinninga skal vitja á skrifstofu fyrir 1. júlí.

Takk fyrir stuðninginn! #FélagiðOkkar


Söfnun fyrir tjaldi á Kárapall - Vertu með í happdrættinu!

Sumarið fer vel af stað hjá meistaraflokkunum okkar, þar sem bæði lið eru með fullt hús stiga eftir tvo og þrjá leiki. Þar að auki eru strákarnir komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Frábær byrjun!
Með hækkandi sól og tilslökun á samkomutakmörkunum á næstu dögum mun stuðningsfólk vonandi flykkjast á völlinn til að styðja við #FélagiðOkkar.
Til að bjóða upp á sem besta umgjörð á heimaleikjum, sem oft hitta á matartíma, höfum við í hyggju að festa kaup á tilkomumiklu veislutjaldi þar sem fólk mun gætt sér á veitingum og mælt sér mót.
Tjaldið sem er 6 metra breitt og 9 metra langt, mun vera staðsett við Kárapall og umbreyta veitingaaðstöðunni við völlinn. Þar mun fólk geta tyllt sér fyrir leiki, í hálfleik og jafnvel eftir leik. Um er að ræða fjárfestingu á reisulegu tjaldi sem mun geta staðið af sér veður og vinda.

Til að fjármagna veislutjaldið hefur Knattspyrnudeildin sett sér markmið um að SELJA 500 AUKAHAPPDRÆTTISMIÐA í Happdrætti Knattspyrnudeildar Fjölnis sem nú stendur yfir og lýkur 31. maí.
Af því tilefni leitum til ykkar, kæra Fjölnisfólk, og óskum eftir ykkur aðstoð við að fjármagna tjaldið með kaupum á happdrættismiðum.
Sláum tvær flugur í einu höggi! Með kaupum á happdrættismiða áttu bæði kost á að vinna veglega vinninga og jafnframt styðja deildina við þessi kaup á veislutjaldi.

 

Miðinn kostar 2.000 kr. og verður happdrættisnúmerum dreift rafrænt á netföng fólks.
Greitt inn á eftirfarandi reikning:
👉Rkn: 0114-05-060968
👉Kt: 631288-7589

Þú setur svo skjáskot með greiðslu og netfang, á þennan þráð hér á facebook og færð happdrættisnúmerið sent.

Þú getur einnig sent okkur skilaboð með kvittuninni hérna.

 


Tveir frá Fjölni í U19 hópnum

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari u-19 ára liðs karla hefur valið hóp fyrir æfingaleiki við Færeyja. Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir fara fram í Svangaskarði. Leikirnir verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn Ólafs Inga.
Í hópnum á Fjölnir tvo fulltrúa, þá Hilmi Rafn Mikaelsson (2004) og Lúkas Loga Heimisson (2003).
Hilmir hefur tekið þátt í öllum þremur leikjum meistaraflokks á tímabilinu en hann skoraði annað af mörkum liðsins í 2-0 sigri á Grindavík síðastliðin föstudag.
Lúkas hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum meitaraflokks á tímabilinu, þá er Lúkas með 6 mörk í 4 leikjum með 2. flokki félagsins í sumar.

Fjölnisblaðið er komið út

Fjölnisblaðið 2021 - kynningarrit knattspyrnudeildar er komið út
Rafræna útgáfu þess má nálgast hér:
Blaðið er hið veglegasta og var prentað í 6.500 eintökum og dreift í öll hús í Grafarvogi (þ.m.t. Bryggjuhverfi). En útgáfa þess markar upphaf keppnistímabils knattspyrnudeildarinnar.
Við þökkum kærlega þeim fjölmörgu fyrirtækjum og aðilum sem gerðu þessa útgáfu mögulega. Við hvetjum lesendur jafnframt sérstaklega til þess að virða fyrir sér auglýsingarnar og öll lógó-in inni á milli allra flottu Fjölnismyndanna þegar flett er í gegnum það.
Það er tvennt í prentuðu útgáfu blaðsins sem rétt er að benda á og leiðrétta hér með.
Hið fyrra er að fyrir slysni voru æfingatímar vetrarins birtir í stað sumarsins hjá yngri flokkunum.
Hið síðara er að liðsmynd af 2. flokki karla var ekki inni í blaðinu.
Beðist er velvirðingar á þessu. Bæði hefur verið lagað og uppfært í rafrænu útgáfu blaðsins.
Forsíðumyndina prýða þrír leikmenn meistaraflokks kvenna. Þetta eru þær Hlín Heiðarsdóttir, Sara Montoro og Elvý Rut Búadóttir (frá vinstri til hægri).
Gleðilegt sumar

Knattspyrnudeildin er mætt á Facebook

Knattspyrnudeild Fjölnis er nú loksins mætt á Facebook. Þar munum við sýna frá starfi deildarinnar, allt frá yngstu iðkendunum yfir í meistaraflokka félagsins.

Á síðunni má einnig koma til með að sjá tilkynningar og auglýsingar er varða leiki, viðburði og fleira.

Við hvetjum alla til að setja like á síðuna og fylgjast með Fjölni en það má með sanni segja að það sé spennandi knattspyrnusumar fram undan.

 

Samfélagsmiðlar knattspyrnudeildar

Facebookfacebook.com/fjolnirfc
Instagraminstagram.com/fjolnir_fc
Twittertwitter.com/Fjolnir_FC
Snapchat - umf.fjolnir


Heimaleikjakortin eru komin í sölu

Heimaleikjakortin eru komin í sölu og þau eru öll rafræn. Hægt að ganga frá kaupunum með einföldum hætti í gegnum vefverslunina eða á fjolnir.is/arskort

Í boði eru þrjár tegundir:

  • Ungmennakort
    • Verð: 4.900 kr.
    • Gildir fyrir einn inn á völlinn. Aldur 16-25 ára
  • Árskort
    • Verð: 15.000 kr.
    • Gildir fyrir einn inn á völlinn
  • Gullkort
    • Verð: 25.000 kr.
    • Gildir fyrir einn inn á völlinn
    • Veitir aðgang að veitingum fyrir leik og í hálfleik

Öll heimaleikjakort eru rafræn og afhendast í gegnum appið Stubbur sem er sótt í símann.

Vekjum sérstaka athygli á ungmennakortinu sem er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og er einstaklega góðu verði.
Kortin gilda á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna Fjölnis.

Samstaða er lykilatriði.

Eins og allir vita þá hafa verið uppi sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu um þessar mundir. Íþróttafélög eiga undir mikið högg að sækja og stór skörð eru höggin í tekjustofna þeirra. Fjölnir er þar engin undantekning. Til að mynda þá reiðir knattspyrnudeildin sig nær eingöngu á styrki og velvild fyrirtækja, einstaklinga, tekjur af ársmiðasölu og öðrum viðburðum.

Það er mikilvægt að Fjölnissamfélagið standi saman nú sem aldrei fyrr. Þau ykkar sem hafið tök á biðjum við vinsamlegast um að ganga frá kaupum á heimaleikjakorti við fyrsta tækifæri.

Takk fyrir þinn stuðning – hann skiptir máli!


Tveir leikmenn framlengja við Fjölni

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna það að Guðrún Helga Guðfinnsdóttir og Laila Þóroddsdóttir hafa framlengt samningum sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis.

 

Guðrún Helga Guðfinnsdóttir er 19 ára varnarmaður sem leikið hefur 25 leiki fyrir meistaraflokk kvenna. Guðrún sem gegndi lykilhlutverki á síðasta tímabili, er uppalin hjá okkur í Grafarvoginum og sinnir einnig þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Hér er mikil Fjölniskona á ferðinni sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.

 

Laila Þóroddsdóttir er tvítugur varnarmaður sem leikið hefur 23 leiki í meistaraflokki kvenna, þar af 12 fyrir Fjölni og skorað í þeim eitt mark. Laila er öflug viðbót við hópinn en hún kom til okkar fyrir síðasta tímabil. Áður hafði hún leikið með Álftanesi í meistaraflokki og upp alla yngri flokka hjá Stjörnunni.

 

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fjölni að semja við þessa ungu leikmenn en Knattspyrnudeildin væntir mikils af þeim á komandi tímabilum. #FélagiðOkkar