Fjölnir Open 2021
Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 21. ágúst n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn fjórða árið í röð.
Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.
Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:
Texas scramble - verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Teiggjöf - fyrir alla.
Dregið úr skorkortum.
Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf.
Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Dæmi: Ef aðili er ekki með forgjöf þá er skráð 24 í karlaflokki en 28 í kvennaflokki.
Verðlaunaafhending fer fram að móti loknu í golfskálanum.
Þátttökugjald:
6.990.- með grilluðum hamborgara og drykk.
Venjan er að skrá heillt holl í einu en einnig er í boði að skrá stök sæti og þá er viðkomandi paraður með öðrum spilara.
Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið leifur33@gmail.com
Rita skal ,,Fjölnir Open 2021” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt símanúmeri og netfangi. Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl.
Sjá hér Facebook event: https://www.facebook.com/events/229548645653394
Mótið er öllum opið og við lofum góðri skemmtun og blíðskaparveðri.
Takið daginn frá!
Knattspyrnudeildin semur við efnilega leikmenn
Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.
Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3. flokks, margar þegar byrjaðar að spila fyrir 2. flokk félagsins og stutt í framhaldið að þær verði hluti af meistaraflokki Fjölnis.
Það voru þeir Arngrímur Jóhann Ingimundarson yfirþjálfari yngri flokka kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Marinó Þór Jakobsson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.
Leikmenn sem samið var við eru: Rósa Lind Víkingsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Sigrún Heba Mánadóttir, Embla María Möller, Inga Júlíana Jónsdóttir, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og Arna Steina Eiríksdóttir.
#FélagiðOkkar
Adna Mesetovic kölluð í landsliðsverkefni
Adna Mesetovic, leikmaður meistaraflokks kvenna, hefur verið kölluð inn í A-landsliðshóp Bosníu og Hersegóvínu sem nú undirbýr sig fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins nú í haust.
Hún hefur nú þegar haldið utan til æfinga en þar að auki mun landslið Bosníu og Hersegóvínu leika vináttuleik við Búlgaríu.
Adna er framsækin miðjumaður sem uppalin er hjá Fjarðabyggð en gekk til liðs við okkur í Fjölni fyrir þetta tímabil.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum sterka leikmanni á komandi misserum.
#FélagiðOkkar
Sara Montoro valin í U19 landslið kvenna
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, hefur valið landsliðshóp sem æfir þessa vikuna á Selfossi.
22 leikmenn eru í hópnum og koma frá 12 félögum, þar á meðal Sara Montoro leikmaður okkar í meistaraflokki Fjölnis.
Þetta val er mikil viðurkenning fyrir Söru sem og kvennaknattspyrnuna í Fjölni, en Sara hefur farið vel af stað í sumar og er komin með 9 mörk í 4 leikjum í Íslandsmótinu.
Það verður spennandi að fylgjast með þessari frábæru fyrirmynd í sumar og á komandi tímabilum.
Sjá frétt af heimasíðu KSÍ
#FélagiðOkkar
Nýir Fjölnisbúningar í knattspyrnu
Kominn er í sölu nýr knattspyrnubúningur. Búningarnir eru frá Hummel og eru úr 100% polyester. Búningarnir eru til sölu í verslun Sport 24, Miðhrauni 2, Garðabæ. Afgreiðslutími eru nokkrir virkir dagar.
Verðskrá:
Treyja m/merkingu 8.990 kr.
Stuttbuxur m/merkingu 3.990 kr.
Sokkar: 1.990 kr.


Happdrætti Knattspyrnudeildar - útdráttur
Búið er að draga í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis
Vinningskrá má nálgast hér.
Vinninga skal vitja á skrifstofu fyrir 1. júlí.
Takk fyrir stuðninginn! #FélagiðOkkar
Söfnun fyrir tjaldi á Kárapall - Vertu með í happdrættinu!
Sumarið fer vel af stað hjá meistaraflokkunum okkar, þar sem bæði lið eru með fullt hús stiga eftir tvo og þrjá leiki. Þar að auki eru strákarnir komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Frábær byrjun!
Með hækkandi sól og tilslökun á samkomutakmörkunum á næstu dögum mun stuðningsfólk vonandi flykkjast á völlinn til að styðja við #FélagiðOkkar.
Til að bjóða upp á sem besta umgjörð á heimaleikjum, sem oft hitta á matartíma, höfum við í hyggju að festa kaup á tilkomumiklu veislutjaldi þar sem fólk mun gætt sér á veitingum og mælt sér mót.
Tjaldið sem er 6 metra breitt og 9 metra langt, mun vera staðsett við Kárapall og umbreyta veitingaaðstöðunni við völlinn. Þar mun fólk geta tyllt sér fyrir leiki, í hálfleik og jafnvel eftir leik. Um er að ræða fjárfestingu á reisulegu tjaldi sem mun geta staðið af sér veður og vinda.
Til að fjármagna veislutjaldið hefur Knattspyrnudeildin sett sér markmið um að SELJA 500 AUKAHAPPDRÆTTISMIÐA í Happdrætti Knattspyrnudeildar Fjölnis sem nú stendur yfir og lýkur 31. maí.
Af því tilefni leitum til ykkar, kæra Fjölnisfólk, og óskum eftir ykkur aðstoð við að fjármagna tjaldið með kaupum á happdrættismiðum.
Sláum tvær flugur í einu höggi! Með kaupum á happdrættismiða áttu bæði kost á að vinna veglega vinninga og jafnframt styðja deildina við þessi kaup á veislutjaldi.
Miðinn kostar 2.000 kr. og verður happdrættisnúmerum dreift rafrænt á netföng fólks.
Greitt inn á eftirfarandi reikning:
👉Rkn: 0114-05-060968
👉Kt: 631288-7589
Þú setur svo skjáskot með greiðslu og netfang, á þennan þráð hér á facebook og færð happdrættisnúmerið sent.
Þú getur einnig sent okkur skilaboð með kvittuninni hérna.
Tveir frá Fjölni í U19 hópnum
Fjölnisblaðið er komið út
Knattspyrnudeildin er mætt á Facebook
Knattspyrnudeild Fjölnis er nú loksins mætt á Facebook. Þar munum við sýna frá starfi deildarinnar, allt frá yngstu iðkendunum yfir í meistaraflokka félagsins.
Á síðunni má einnig koma til með að sjá tilkynningar og auglýsingar er varða leiki, viðburði og fleira.
Við hvetjum alla til að setja like á síðuna og fylgjast með Fjölni en það má með sanni segja að það sé spennandi knattspyrnusumar fram undan.
Samfélagsmiðlar knattspyrnudeildar
Facebook - facebook.com/fjolnirfc
Instagram - instagram.com/fjolnir_fc
Twitter - twitter.com/Fjolnir_FC
Snapchat - umf.fjolnir