Hrafnhildur framlengir til 2024

Hrafnhildur leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hrafnhildur, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 50 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark en þetta eina mark verður að teljast ansi mikilvægt. Markið mikilvæga var útivallarmark sem kom gegn Völsungi í úrslitakeppni 2. deildar í sumar og var eitt tveggja marka í síðari leik liðanna sem tryggði okkur sæti í 1. deild á komandi tímabili. Hrafnhildur er öflugur varnarmaður sem getur líka leyst stöðu miðjumanns á vellinum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka og uppaldna leikmanns sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Jóladagatal knattspyrnudeildar

Jóladagatal KND Fjölnis 2021

Knattspyrnudeild Fjölnis er komin í jólaskap og hefur sölu á „rafrænum“ jóladagatölum í dag til að telja saman niður í jólin!

Jóladagatalið virkar einfaldlega eins og happdrætti en fólk fær úthlutað númeri fyrir 3. desember í tölvupósti við kaup. Það eru 24 flottir vinningar í boði að heildarverðmæti 303.730 kr. Vinningar eru dregnir út sunnudagana 5., 12. og 19. desember og hægt að nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

Hægt er að styrkja deildina með kaupum á rafrænu jóladagatali með því að smella hér 

Greiðsluupplýsingar eru eftirfarandi: (Þessar upplýsingar koma einnig fram í sölulinknum)

Rkn: 0114-05-060968Kt: 631288-7589Senda kvittun á 1×2@fjolnir.is 

Við hvetjum alla til að styðja við öflugt starf deildarinnar með kaupum á rafrænu og umhverfisvænu jóladagatali. Þinn stuðningur skiptir máli.

Áfram Fjölnir!  #FélagiðOkkar

Dregið var fyrir 1.-5. desember í Jóladagatali KND Fjölnis 2021. Eftirfarandi númer voru dregin út:

Vinningsnúmer Desember Vinningur Verðmæti
146 1.des Nings gjafabréf 10,500
228 2.des Fyririsland.is gjafabréf 5,000
137 3.des Plan B Burger – 2 x Fjölskyldutilboð fyrir 4 8,900
126 4.des Barbarinn klipping 5,950
50 5.des Horfnar eftir Stefán Mána og 11.000 volt, þroskasaga Guðmundar Felix Grétarssonar eftir Erlu Hlynsdóttur – Sögur útgáfa 14,480

Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.Næsti dráttur er 12. desember. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!

Jólakveðjur-Knattspyrnudeild Fjölnis


Adna framlengir til 2024

Adna Mesetovic leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Adna, sem er fædd árið 1998, gekk til liðs við Fjölni fyrir síðasta tímabil frá Fjarðab/Höttur/Leiknir F. Hún hefur samtals leikið 78 KSÍ leiki og skorað í þeim 15 mörk. Adna er framsækin miðjumaður sem býr yfir flottum hæfileikum. Í sumar var Adna kölluð inn í landsliðsverkefni með A-landsliði Bosníu og Hersegóvínu en þar fékk hún tækifæri til að sýna hæfileika sína í 1-0 sigri í vináttulandsleik við Búlgaríu.

Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan sterka leikmann sem mun halda áfram að gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Sara framlengir til 2024

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Sara, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 60 KSÍ leiki og skorað í þeim 32 mörk. Sara býr yfir miklum hraða og er með mikið markanef. Hún hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu en á dögunum skoraði hún þrennu í sitthvorum æfingaleiknum. Sara hefur leikið 3 landsleiki með U-16 ára landsliði Íslands og skorað í þeim eitt mark. Á árinu var hún tvívegis valin í æfingahóp U-19 ára landsliðsins.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Elvý Rut framlengir til 2024

Elvý Rut framlengir til 2024

Elvý Rut Búadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Elvý, sem er fædd árið 1997, mun hefja sitt tíunda tímabil í meistaraflokki á komandi tímabili. Hún hefur samtals leikið 125 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis. Elvý er sterkur varnarmaður sem býr yfir mikilli yfirvegun og getur leyst allar stöður í vörninni. Hún fer vel af stað á undirbúningstímabilinu þar sem hún hefur leikið í hjarta varnarinnar í sigrum á bæði Fram og Gróttu. Árið 2020 var Elvý valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar


Hlín framlengir til 2024

Hlín Heiðarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hlín, sem er fædd árið 1999, er fyrirliði meistaraflokks kvenna en þrátt fyrir ungan aldur náði hún þeim merka áfanga 3. júlí síðastliðinni að spila sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis. Hún hefur samtals leikið 107 KSÍ leiki og skorað í þeim 20 mörk. Hlín býr yfir miklum hraða og getur leyst margar stöður á vellinum en hún fer vel af stað núna á undirbúningstímabilinu og á dögunum skoraði hún tvö mörk í sitthvorum æfingaleiknum. Hún var valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni árið 2019.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK ⚽
 
Fjórar ungar stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í gær þegar Fjölnir mætti Fram í æfingarleik sem endaði í 5 – 3 sigri Fjölnis.
 
Stúlkurnar Aldís Tinna Traustadóttir og Freyja Dís Hreinsdóttir báðar 14 ára og Íris Brynja Sigurdórsdóttir og Vala Guðmundsdóttir báðar 15 ára hafa allar æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins. Fjölnisstúlkurnar ungu komu allar inn á stuttu eftir hálfleik, áttu fínustu tilþrif og settu sitt mark á leikinn.
 
Leikurinn var fyrsti æfingarleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna. Sara Montoro var með markaþrennu í leiknum, þar af eitt eftir stoðsendingu frá einni þeirra ungu, Aldísar Tinnu. Fyrirliðinn Hlín Heiðarsdóttir skoraði eitt glæsilegt mark og Aníta Björg Sölvadóttir var með eitt frábært mark. Lið Fjölnis spilaði vel og leikurinn var átaks leikur og ekkert gefið eftir frá upphafi til enda.
 
Auk þeirra sem hér hafa verið upptaldar, spiluðu með og áttu frábæran leik þær: Margrét Ingþórsdóttir markmaður, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Laila Þóroddsdóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Marta Björgvinsdóttir, Silja Fanney Angantýsdóttir, Adna Mesetovic, Minela Crnac og Anna María Bergþórsdóttir.
 
Framtíðin er björt, áfram Fjölnir
 
#FélagiðOkkar


Jóhann Árni á reynslu hjá Viborg í Danmörku

Jóhann Árni, sem er fæddur árið 2001, er þessa dagana staddur í Danmörku og mun dvelja þar í viku við æfingar hjá danska efstu deildar liðinu Viborg sem leikur í hinni sterku Superliga.

Jóhann Árni hefur leikið tæplega 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var lykilmaður í liði Fjölnis í sumar og var jafnframt valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar.

Þetta er enn eitt spennandi tækifærið sem býðst erlendis fyrir leikmann félagsins og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis.

 

#FélagiðOkkar


Helgi Sigurðsson þjálfar 2. flokk karla

Helgi Sig hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu. Félagið lýsir yfir mikilli ánægju með þessari ráðningu og býður hann velkominn til starfa.

Helgi hefur eins og allir þekkja náð góðum árangri bæði sem leikmaður á sínum ferli og sem þjálfari ÍBV og Fylkis. Miklar vonir er um að hans reynsla muni hjálpa leikmönnum okkar að stíga en stærri skref í þróun sinni sem framtíðarleikmenn Fjölnis.

Annar flokkur er fjölmennur flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að fylgjast með þeim leikmönnum næstu árin.

Ásamt Helga í þjálfarateyminu hjá 2. flokki verður Þórir Karlsson sem var í þjálfarateymi 2. flokks í fyrra og hefur þjálfað hér hjá Fjölni undanfarin ár.


Sara Montoro valin í landsliðsúrtakshóp U19

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu hefur verið valin til að taka þátt í landsliðsúrtaksæfingum U19 kvenna sem koma saman til æfinga 27-29. Nóvember í Skessunni í Hafnarfirði. Í hópnum eru 25 leikmenn. Leikmenn úr þessum æfingahópi verða svo valdir til að taka þátt í tveimur æfingaleikjum gegn Svíþjóð seinna í þessum mánuði. Sara er uppalin Fjölniskona sem hefur spilað 67 KSÍ leiki og skorað 43 mörk. Við óskum henni góðs gengis í komandi verkefni.

 

ÁFRAM FJÖLNIR!

 

#FélagiðOkkar


UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »