Adna framlengir til 2024
Adna Mesetovic leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Adna, sem er fædd árið 1998, gekk til liðs við Fjölni fyrir síðasta tímabil frá Fjarðab/Höttur/Leiknir F. Hún hefur samtals leikið 78 KSÍ leiki og skorað í þeim 15 mörk. Adna er framsækin miðjumaður sem býr yfir flottum hæfileikum. Í sumar var Adna kölluð inn í landsliðsverkefni með A-landsliði Bosníu og Hersegóvínu en þar fékk hún tækifæri til að sýna hæfileika sína í 1-0 sigri í vináttulandsleik við Búlgaríu.
Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan sterka leikmann sem mun halda áfram að gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen
Sara framlengir til 2024
Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Sara, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 60 KSÍ leiki og skorað í þeim 32 mörk. Sara býr yfir miklum hraða og er með mikið markanef. Hún hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu en á dögunum skoraði hún þrennu í sitthvorum æfingaleiknum. Sara hefur leikið 3 landsleiki með U-16 ára landsliði Íslands og skorað í þeim eitt mark. Á árinu var hún tvívegis valin í æfingahóp U-19 ára landsliðsins.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen
Elvý Rut framlengir til 2024
Elvý Rut framlengir til 2024
Elvý Rut Búadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Elvý, sem er fædd árið 1997, mun hefja sitt tíunda tímabil í meistaraflokki á komandi tímabili. Hún hefur samtals leikið 125 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis. Elvý er sterkur varnarmaður sem býr yfir mikilli yfirvegun og getur leyst allar stöður í vörninni. Hún fer vel af stað á undirbúningstímabilinu þar sem hún hefur leikið í hjarta varnarinnar í sigrum á bæði Fram og Gróttu. Árið 2020 var Elvý valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Hlín framlengir til 2024
Hlín Heiðarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hlín, sem er fædd árið 1999, er fyrirliði meistaraflokks kvenna en þrátt fyrir ungan aldur náði hún þeim merka áfanga 3. júlí síðastliðinni að spila sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis. Hún hefur samtals leikið 107 KSÍ leiki og skorað í þeim 20 mörk. Hlín býr yfir miklum hraða og getur leyst margar stöður á vellinum en hún fer vel af stað núna á undirbúningstímabilinu og á dögunum skoraði hún tvö mörk í sitthvorum æfingaleiknum. Hún var valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni árið 2019.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK
Jóhann Árni á reynslu hjá Viborg í Danmörku
Jóhann Árni, sem er fæddur árið 2001, er þessa dagana staddur í Danmörku og mun dvelja þar í viku við æfingar hjá danska efstu deildar liðinu Viborg sem leikur í hinni sterku Superliga.
Jóhann Árni hefur leikið tæplega 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var lykilmaður í liði Fjölnis í sumar og var jafnframt valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar.
Þetta er enn eitt spennandi tækifærið sem býðst erlendis fyrir leikmann félagsins og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis.
#FélagiðOkkar
Helgi Sigurðsson þjálfar 2. flokk karla
Helgi Sig hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu. Félagið lýsir yfir mikilli ánægju með þessari ráðningu og býður hann velkominn til starfa.
Helgi hefur eins og allir þekkja náð góðum árangri bæði sem leikmaður á sínum ferli og sem þjálfari ÍBV og Fylkis. Miklar vonir er um að hans reynsla muni hjálpa leikmönnum okkar að stíga en stærri skref í þróun sinni sem framtíðarleikmenn Fjölnis.
Annar flokkur er fjölmennur flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að fylgjast með þeim leikmönnum næstu árin.
Ásamt Helga í þjálfarateyminu hjá 2. flokki verður Þórir Karlsson sem var í þjálfarateymi 2. flokks í fyrra og hefur þjálfað hér hjá Fjölni undanfarin ár.
Sara Montoro valin í landsliðsúrtakshóp U19
Sara Montoro leikmaður meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu hefur verið valin til að taka þátt í landsliðsúrtaksæfingum U19 kvenna sem koma saman til æfinga 27-29. Nóvember í Skessunni í Hafnarfirði. Í hópnum eru 25 leikmenn. Leikmenn úr þessum æfingahópi verða svo valdir til að taka þátt í tveimur æfingaleikjum gegn Svíþjóð seinna í þessum mánuði. Sara er uppalin Fjölniskona sem hefur spilað 67 KSÍ leiki og skorað 43 mörk. Við óskum henni góðs gengis í komandi verkefni.
ÁFRAM FJÖLNIR!
#FélagiðOkkar
Starfskraftur óskast í knattspyrnudeild
Knattspyrnudeild Fjölnis leitar að kraftmiklum leiðtoga í yfirþjálfarastarf til að bætast í hóp knattspyrnudeildar. Viðkomandi heyrir undir Barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur fólk óháð kyni að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótun og yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
- Yfirumsjón með uppeldisstarfi og afreksþjálfun
- Skipulagning á æfingatöflum í samstarfi við núverandi yfirþjálfara
- Skipulagning og verkaskipting aðstoðarþjálfara
- Þjálfun eins til tveggja flokka samhliða hlutverki yfirþjálfara
- Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi
- Yfirumsjón með knattspyrnu- og tækniskóla félagsins á sumrin
- Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum yngri flokka
- Reglulegir stöðufundir með barna- og unglingaráði
Menntunar- og hæfnikröfur
- UEFA-A þjálfaragráða er skilyrði eða þarf að vera í ferli
- KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráða
- Reynsla af þjálfun nauðsynleg
- Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
- Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
- Brennandi áhugi á knattspyrnu
- Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar veita Sævar Reykjalín, formaður BUR, í síma 858-8173 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is og Arngrímur Jóhann Ingimundarson, yfirþjálfari, í síma 696-3846 eða á netfangið addi@fjolnir.is
Umsóknarfrestur er til og með 31. október. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið fotbolti@fjolnir.is
Gunnar Már lætur af störfum sem yfirþjálfari
Gunnar Már Guðmundsson hefur ákveðið að láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka karla í knattspyrnu frá og með 20. október 2021.
Hann mun þó áfram sinna starfi sínu sem þjálfari 4. flokks karla.
Gunni Már betur þekktur sem „Herra Fjölnir“ hefur verið viðloðinn félagið sem iðkandi eða starfsmaður í tæp 30 ár. Það verður því ónetjanlega mikil eftirsjá af honum. Hann er svo sannarlega Fjölnismaður í húð og hár.
Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf í hlutverki yfirþjálfara og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.
#FélagiðOkkar