Frábær árangur hjá frjálsíþróttakrökkunum í Fjölni

Frjálsíþróttastarfið í sumar hefur verið með nokkuð öðru sniði vegna Covid-19. Þó hafa verið haldin ýmis mót og iðkendur frá Fjölni staðið sig mjög vel. Einn Íslandsmeistaratitill er í höfn, en boðhlaupssveit Fjölnis sigraði í 4x400 m boðhlaupi á MÍ á tímanum 3:28,95. Í sveitinni voru Bjarni Anton Theódórsson, Einar Már Óskarsson, Daði Arnarson og Kjartan Óli Ágústsson. Á Íslandsmeistaramótinu unnust einnig 4 silfur og 2 brons.

Á unglingameistaramótinu náðist frábær árangur en þar uppskáru unglingarnir 5 gull, 8 silfur og 7 brons. Þau sem sigruðu sínar greinar voru Daði Arnarson í 800m hlaupi 20-22 ára, Kjartan Óli Ágústsson í 800m hlaupi 18-19 ára, Sara Gunnlaugsdóttir 600m hlaup og 80m grind í flokki 15 ára og Helga Þóra Sigurjónsdóttir í hástökki 20-22 ára.

Íslandsmeistaramót í fjölþrautum var haldið í Kaplakrika í ágúst og þar sigraði Katrín Tinna Pétursdóttir í  sjöþraut stúlkna í 16-17 ára flokki með 2960 stig.

Nú er vetrarstarfið að fara í gang og æfingar í öllum flokkum hefjast 1. september. Æfingatöflur deildarinnar eru á heimasíðu Fjölnis. Vegna mikillar aðsóknar er búið að skipta upp yngsta hópnum þ.a. 1.-2. bekkur æfir saman og 3.-4. bekkur æfir saman. Rétt er að vekja athygli á að einnig býður deildin uppá æfingar fyrir fullorðna þrisvar í viku. Æfingar deildarinnar fara ýmist fram í nýja frjálsíþróttasalnum í Egilshöll eða í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þjálfarar deildarinnar er þaulvant frjálsíþróttafólk og sumir að auki í íþróttafræðinámi. Skráning í flokkana er á heimasíðu Fjölnis. Öllum er velkomið að prófa að mæta á æfingar.

Hlaupahópur deildarinnar hleypur saman 4 sinnum í viku og eru meðlimir á ýmsum getustigum. Í september hefst nýtt byrjendanámskeið hjá hópnum sem stendur yfir í 6 vikur og þátttakendur hlaupa svo með hópnum frítt fram að áramótum. Skráning á námskeiðið og í hlaupahópinn er á heimasíðu Fjölnis.

Æfingatöflur eru eftirfarandi:

6-7 ára (árg. 2013-2014) 1.-2. bekkur
Þriðjudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Fimmtudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Laugardagar í Egilshöll kl 10:00-11:00

Æfingagjöld haust 2020(sept. – des.): 1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr

8-9 ára (árg. 2011-2012) 3.-4. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Miðvikudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Föstudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Æfingagjöld haust 2020 (sept. – des.):1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr

10-14 ára (árg. 2007-2010) 5.-8. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Miðvikudaga í Egilshöll Kl 15:15-16:15
Föstudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-11:30

Æfingagjöld haust (sept.- des.): 1-2 æfingar á viku: 25.000 kr 3-4 æfingar á viku: 39.000 kr

15 ára og eldri (2006 og fyrr)
Mánudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 17:30-10:30
Miðvikudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Föstudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Laugardaga í Laugardalshöll kl 11-13
Æfingastaðsetningar geta verið öðruvísi í september.

Fullorðnir:
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Laugardaga í Laugardalshöll kl 10-12

Hlaupahópurinn hleypur saman 4 sinnum í viku.

Upplýsingar um æfingatíma, æfingagjöld og skráning er á fjolnir.is.

Eitthvað fyrir alla!


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


Myndir frá Fjölnishlaupi Olís

Myndir frá Fjönishlaupi Olís 2020 sem fór fram miðvikudaginn 17. júní í dásamlegu veðri.

Við viljum þakka bakhjörlum hlaupsins fyrir frábært samstarf.

Smellið HÉR til að skoða myndir frá hlaupinu.

Ljósmyndari: Baldvin Berndsen

#FélagiðOkkar


Fjölnishlaup Olís 2020

ATH! Skráningafrestur er til miðnættis þriðjudaginn 16. júní. Þetta á við um allar vegalengdir.

Skráning á netskraning.is.

Viðburður á Facebook


Góður árangur á MÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika helgina 22. – 23. febrúar. Að þessu sinni kepptu 12 iðkendur frá Fjölni á mótinu og stóðu sig mjög vel. Þrír þeirra komust á verðlaunapall.

Kjartan Óli Ágústsson vann silfur í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,76 og einnig vann hann brons í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:23,15.

Bjarni Anton Theódórsson vann silfur í 400 m hlaupi karla á tímanum 50,90 sek.

Birkir Einar Gunnlausson vann silfur í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:12,31.

Öll úrslit mótsins eru hér.


6 gull á MÍ 15-22

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25. og 26. janúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu. Samtals fengu þessi keppendur 6 gull, 3 silfur og 3 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þeir sem komust á verðlaunapall voru:

Bjarni Anton Theódórsson sigraði í 200 m hlaupi 20-22 ára pilta á tímanum 23,13 sek. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi á tímanum 51,03 sek.

Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi 18-19 ára á tímanum 2:06,03. Einnig sigraði hann í 1500 m hlaupi á tímanum 4:36,77.

Sara Gunnlaugsdóttir sigraði í 800 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 2:41,74. Hún fékk svo silfur í 300 m hlaupi á tímanum 44,12 sek. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd. Hún bætti líka sinn persónulega árangur í 60 m hlaupi og kúluvarpi.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki 20-22 ára stúlkna með stökk yfir 1,65 m.

Katrín Tinna Pétursdóttir fékk silfur í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,98 m. Hún fékk brons í hástökki með stökk yfir 1,63 m.

Elísa Sverrisdóttir fékk silfur í 200 m hlaupi 18-19 ára stúlkna á tímanum 26,54 sek. Er það hennar besti árangur í vegalengdinni. Hún keppti einnig í 60 m hlaupi og bætti árangur sinn líka þar.

Guðný Lára Bjarnadóttir fékk brons í 400 m hlaupi 16-17 ára stúlkna á tímanum 64,85 sek. Hún keppti líka í 200 m hlaupi og bætti sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd.

Kolfinna Ósk Haraldsdóttir fékk brons í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,77 m.

 

Öll úrslit mótsins eru hér.


Þrjú ungmenni frá Fjölni í úrvalshóp FRÍ

FRÍ hefur birt nýjan úrvalshóp ungmenna og að þessu sinni eru þrír Fjölnisiðkendur í hópnum. FRÍ skilgreinir ákveðin lágmörk sem þarf að ná til að komast í hópinn. Þau sem eru í hópnum eru:

 

Kjartan Óli Ágústsson 18 ára fyrir góðan árangur í 800 m hlaupi.

Sara Gunnlaugsdóttir 15 ára fyrir góðan árangur í 400 m hlaupi.

Katrín Tinna Pétursdóttir 17 ára fyrir góðan árangur í hástökki og langstökki.

 

Greinilega efnilegt íþróttafólk þarna á ferðinni en fleiri hafa tækifæri fram á vorið til að ná lágmörkunum og komast inn í hópinn.

Listinn í heild sinni er hér.

Lágmörkin má finna hér.


Stórmót ÍR 2020

Stórmót ÍR var haldið helgina 18. til 19. janúar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Að þessu sinni átti Fjölnir 22 keppendur á mótinu á aldrinum 13 til 25 ára. Stóðu þeir sig mjög vel og komu alls 14 medalíur í hús; 5 gull, 4 silfur og 5 brons. Þeir sem komust á verðlaunapall voru:

Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,73 sem er persónuleg bæting hjá honum og einnig sigraði hann í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:19,74.

Katrín Tinna Pétursdóttir vann silfur í hástökki stúlkna 16-17 ára með stökk yfir 1,71 m sem er persónuleg bæting hjá henni og einnig vann hún silfur í langstökki með stökk uppá 5,10 m. Hún vann svo brons í 60 m hlaupi á tímanum 8,47 sek.

Sara Gunnlaugsdóttir sigraði í 400 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 62,89 sek og hún vann brons í 200 m hlaupi á tímanum 28,14 sek.

Guðný Lára Bjarnadóttir vann silfur í 400 m hlaupi stúlkna 16-17 ára á tímanum 64,95 og brons í 200 m hlaupi á tímanum 29,17 sek sem er persónuleg bæting hjá henni.

Bjarni Anton Theódórsson sigraði í 400m hlaupi karla á tímanum 51,51 sek.

Sólon Blumenstein sigraði í 800 m hlaupi 14 ára pilta á tímanum 2:30,47.

Birkir Einar Gunnlaugsson vann silfur í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:21,83.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir vann brons í hástökki kvenna með stökk yfir 1,56 m.

Pétur Óli Ágústson vann brons í 60 m hlaupi 13 ára pilta á tímanum 8,76 sek.

Þetta er mjög góður árangur og þess má geta að aðrir keppendur voru margir að bæta sinn persónulega árangur.

 

Öll úrslit mótsins eru hér.

Vídeó o.fl. frá mótinu eru á facebook síðu frjálsíþróttadeildar ÍR.


Æfingar fyrir alla í frjálsum

Æfingar á vorönn í frjálsum íþróttum eru byrjaðar. Gaman er að segja frá því að flott, ný aðstaða hefur verið tekin í notkun í Egilshöll þar sem frjálsar íþróttir eru í forgangi. Frjálsíþróttadeildin er með æfingar fyrir allan aldur. Æfingatímar á vorönn eru þessir:

6-10 ára – 1.-4. bekkur:

Þriðjudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15

Fimmtudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11

11-14 ára – 5.-8. bekkur:

Mánudagar í Egilshöll kl 15:30-16:30

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30

Föstudagar í Egilshöll kl 15:30-16:30

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-11:30

15 ára og eldri:

Mánudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Föstudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00

Laugardagar í Laugardalshöll kl 11:00-13:00

Fullorðnir:

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20:00

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20:00

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-12:00

Hlaupahópur:

Mánudagar við Foldaskóla kl 17:30-19:00

Miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19:00

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:15-19:00

Laugardagar – breytilegur tími og staðsetning

 

Allar upplýsingar um æfingatíma er að finna hér.

Allar upplýsingar um þjálfara er að finna hér.

Allar upplýsingar um æfingagjöld er að finna hér.


Góður árangur Fjölnisfólks í Gamlárshlaupinu

Hið árlega Gamlárshlaup ÍR fór fram á gamlársdag kl 12. Hlaupið var ræst við Hörpuna í frekar blautu veðri. Fjölnisfólk fjölmennti í hlaupið og stóð sig frábærlega.

Ingvar Hjartarson varð í öðru sæti í karlaflokki á tímanum 34:45.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð í þriðja sæti í kvennaflokki á tímanum 37:55.

Helga Guðný Elíasdóttir varð í fjórða sæti í kvennaflokki á tímanum 39:26.

Guðrún Axelsdóttir varð í öðru sæti í aldursflokknum 55-59 ára á tímanum 52:16.

Rósa Friðriksdóttir sigraði aldursflokkinn 60-64 ára á tímanum 52:19.

Signý Einarsdóttir sigraði aldursflokkinn 65-69 ára á tímanum 54:34.

Lilja Björk Ólafsdóttir varð í öðru sæti í aldursflokknum 65-69 ára á tímanum 01:01:06.

Öll úrslit hlaupsins eru hér.

Myndirnar eru fengnar af facebooksíðu Gamlárshlaups ÍR.