Meistaramót Íslands 15-22 ára
Helgina 21-23. júní fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum.
Fjölnir sendi nítján keppendur á mótið, sem fram fór á Selfossi.
Fjölniskeppendur hömpuðu sextán Íslandsmeistratitlum, auk þess að fá sjö silfurverðlaun og níu bronsverðlaun. Þá ber einnig að nefna að um þrjátíu persónuleg met voru sett.
Fjölnir var stigahæsta liðið í flokkum 18-19 ára stúlkna og 20-22 ára stúlkna og í 3ja sæti í heildarstigakeppninni mótsins, sem er frábær árangur!
Íslandsmeistaratitli náðu:
Christina Alba Marcus Hafliðadóttir – langstökk og þrístökk 16-17 ára
Kjartan Óli Bjarnason – 400 m hlaup og 400 m grindahlaup 16-17 ára
Pétur Óli Ágústsson – 200 m hlaup 16-17 ára
Arna Rut Arnarsdóttir – kringlukast og sleggjukast 18-19 ára
Boðhlaupssveit 4x100m hlaup stúlkna 18-19 ára
Grétar Björn Unnsteinsson – stangarstökk 18-19 ára
Guðný Lára Bjarnadóttir – 800 m og 1500 m hlaup 20-22 ára
Katrín Tinna Pétursdóttir – stangarstökk 20-22 ára
Kjartan Óli Ágústsson – 400 m hlaup, 400 m grindahlaup og 800 m hlaup 20-22 ára
Boðhlaupssveit 4x400m blönduð sveit 20-22 ára
Við óskum öllum keppendum Fjölnis innilega til hamingju með árangurinn!
Myndirnar tók Hlín Guðmundsdóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá FRÍ
Vormót Fjölnis í frjálsum 2024
Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið þriðjudaginn 4. júní á frjálsíþróttavellinum í Mjódd.
Frjálsíþróttafólk á aldrinum 11-15 ára lét gula viðvörun ekki hafa áhrif á sig og mættu um 120 keppendur til leiks í 60m/100m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 600m/800m hlaupi.
Aðstæður voru ekki vænlegar til bætinga þetta árið en Fjölnisfólk kom með fern verðlaun heim í Grafarvoginn. Unnur Birna Unnsteinsdóttir (15 ára) náði í gullverðlaun fyrir kúluvarp, silfurverðlaun fyrir 800m hlaup og bronsverðlaun fyrir langstökk. Aron Magnússon (14 ára) nældi sér í bronsverðlaun fyrir langstökk.
Mót sem þetta krefst fjölda sjálfboðaliða til að allt gangi upp og tímasetningar standist. Þar stöndum við Fjölnisfólk einstaklega vel bæði hvað varðar þátttöku iðkenda og foreldra sem iðulega mæta og sinna verkefnum með jákvæðni og gleði að leiðarljósi. Við getum verið stolt af okkar fólki.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af sjálfboðaliðum að sinna hinum ýmsu störfum á vellinum. Áfram Fjölnir!
Fjölnishlaup Olís 2024
Hið árlega Fjölnishlaup Olís var ræst í 36. sinn á Uppstigningardag 9. maí í blíðskaparveðri frá íþróttamiðstöðinni við Dalhús. Fjölnishlaup Olís er partur af mótaröð sem kallast Gatorade Sumarhlaupin, en mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í sextánda sinn sem hún er haldin. Fjölnishlaupið sjálft er þó einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis og í ár var boðið var upp á þrjár vegalengdir; 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Það verður ekki annað sagt en að veðrið hafi leikið við hlaupara og aðra í Grafarvoginum og var stemmingin frábær. Þátttaka í ár var góð en 272 tóku þátt í hlaupinu í þetta sinn og skiptust keppendur niður í 3 greinar. 59 keppendur tóku þátt í 10km hlaupi, 72 keppendur hlupu 5km og alls 141 hlaupari lauk 1,4km skemmtiskokki í ár.
Verðlaunahafar árið 2024:
10km hlaup kvenna
- sæti – Íris Anna Skúladóttir FH á 00:37:10
- sæti – Elín Edda Sigurðardóttir ÍR á 00:38:16
- sæti – Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á 00:39:50
10km hlaup karla:
- sæti – Arnar Pétursson Breiðablik á 00:33:32
- sæti – Hugo Landron FH á 00:34:29
- sæti – Sigurgísli Gíslason FH á 00:34:44
5km hlaup kvenna
- sæti – Dalrós Ingadóttir á 00:21:27
- sæti – Eva Skarpaas á 00:22:22
- sæti – Henný Dröfn Davíðsdóttir á 00:24:06
5km hlaup karla:
- sæti – Sigurður Karlsson ÍR á 00:17:40
- sæti – Vilhjálmur Þór Svansson ÍR á 00:18:14
- sæti – Sigurður Júlíusson á 00:18:13
Auk þessa fengu öll börn sem tóku þátt í skemmtiskokkinu glaðning frá Olís.
Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur öll á næsta ári!
Sumarstörf Fjölnis 2024
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.
Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.
Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u
#FélagiðOkkar
Fjögur aldursflokkamet á Áramóti Fjölnis
Fjögur aldursflokkamet á Áramóti Fjölnis
Frjálsíþróttadeildin hélt sitt árlega Áramót í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 28. desember 2023.
Frábær árangur náðist á mótinu en á því féllu fjögur aldursflokkamet. Hæst ber að nefna að Fjölnismaðurinn Grétar Björn Unnsteinsson bætti 11 ára gamalt aldursflokkamet í stangarstökki 16-17 ára pilta með stökki upp á 4,32 metra. Einnig féll 16 ára gamalt met í 3000 m hlaupi 15 ára pilta, 9 ára gamalt met í 200 metra hlaupi 13 ára stúlkna auk þess sem tvöfalt met var sett í 60 m grindahlaupi, bæði í flokki 18-19 ára stúlkna og 20-22 ára flokki, en eldra metið var 16 ára gamalt.
Fjönisfólk stóð sig vel á mótinu og fór heim með 3 gullverðlaun auk þess sem 7 persónuleg met voru sett.
Veittur er farandbikar fyrir besta árangur mótsins og í ár var það FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sem tók bikarinn heim. Hún stökk 6,11 m í langstökki kvenna og fékk fyrir það 1023 WA stig.
Íþróttakona Fjölnis 2023 - Helga Þóra Sigurjónsdóttir
Uppskeruhátið Fjölnis fór fram í kvöld, þann 13. desember. Hún Helga Þóra Sigurjónsdóttir hlaut titilinn Íþróttakona ársins 2023. Helga er með bestu hástökkvurum á landinu í kvennaflokki. Hennar besta afrek árið 2023 er stökk upp 1,77 m á Stökkmóti FH og Meistaramóti Íslands utanhúss, en sá árangur skilaði henni Íslandsmeistaratitli og er annar besti árangur konu utanhúss á árinu og jöfnun á besta árangri innanhúss. Jafnframt er þetta 8. besti árangur sem íslensk kona hefur stokkið. Sá árangur gefur 994 WA stig sem er frábær árangur.
Við óskum Helgu Þóru innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Mynd: Baldvin Berndsen
Framtíðar frjálsíþróttastjörnur á Jólamóti Fjölnis
Jólamót frjálsíþróttadeildar Fjölnis var haldið á dögunum í Laugardalshöll. Mótið er haldið á ári hverju í desember fyrir yngstu iðkendur í frjálsum. Krakkarnir léku á als oddi og spreyttu sig í 60m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti, grindaboðhlaupi, þrístökki og 200m hlaupi. Árangurinn lét ekki á sér standa og ljóst er að Fjölnir á stóran hóp af efnilegum frjálsíþróttakrökkum.
Þjálfarar hópsins hafa lagt áherslu á að byggja upp alhliða íþróttakrakka sem njóta þess að hreyfa sig og mæta á æfingar og hefur tekist vel til. Að mótinu loknu fengu allir keppendur verðlaunapening og viðurkenningarskjal fyrir frábæran árangur.
Fjölnisungmenni í Úrvalshóp Frjálsíþróttasambandsins
Þrjú ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa verið valin í Úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands 15-19 ára. Þangað eru valin þau ungmenni sem hafa náð tilskyldum lágmörkum en að þessu sinni voru valin 44 ungmenni af öllu landinu.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu ungmennum og félögum þeirra í framhaldinu.
Fjölnir óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um liðna helgi
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í Reykjavík um liðna helgi. Þar mætti Fjölnisfólk með 13 galvaska keppendur. Keppni stóð yfir í þrjá daga og stóð Fjölnisfólkið sig mjög vel. Uppskeran af medalíum varð 1 gull 🥇, 3 silfur🥈 og 6 brons 🥉. Verðlaunahafar Fjölnis á mótinu voru eftirtaldir:
Hæst ber að nefna hástökk kvenna en þar varð Helga Þóra Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari með persónulegt met, stökk upp á 1.77m 🥇. Helga Þóra er með 8. besta árangurinn í kvennaflokki frá upphafi og einnig 11 cm frá Íslandsmeti í hástökki.
Guðný Lára Bjarnadóttir stórbætti sinn besta árangur í 800 m og hljóp á 2:18,89 og landaði bronsinu 🥉.
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir hljóp 400 m á hraðasta tíma sínum á árinu, 59,02 sek og varð í þriðja sæti 🥉 eftir harða keppni um annað sætið.
Katrín Tinna Pétursdóttur hreppti þriðja sætið í stangarstökki með árangurinn 2.82m.
Daði Arnarsson náði sér í tvö silfur á mótinu, í 800 m á tímanum 1:58,54 🥈og 400 m grindahlaupi á tímanum 57,09 sek 🥈sem er einungis 11 hundraðshlutum frá hans besta.
Kjartan Óli Ágústsson varð þriðji í 800 m á tímanum 1:59,56🥉.
Bjarni Anton Theódórsson hljóp 400m á 51,30 sek og varð í þriðja sæti 🥉.
Grétar Björn Unnsteinsson varð þriðji í stangastökki með persónulegt met 4.12m 🥉. Til gamans má geta að Grétar Björn er með 3. besta árangur í sínum aldursflokki (16-17 ára) frá upphafi og einungis 11 cm frá aldursflokkameti í stangarstökki.
Síðast en ekki síst tók karlasveit Fjölnis í 4×400 m silfurverðlaun þegar hún hljóp á 3:24,69 min, sveitina skipuðu Pétur Óli Ágústsson, Kjartan Óli Ágútsson, Daði Arnarsson og Bjarni Anton Thoódórsson 🥈.
Önnur úrslit má finna hér: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=MI2023UTI&fbclid=IwAR2ijd3sDggnAia3_MBnLCEya_9tXxtsmN01PKUrZBgu_cHcJ60eLr_-T-M
Myndirnar hér að neðan voru fengnar frá FRÍ og fleiri myndir af mótinu má finna hér: