Haukur Óli með U16! 

Haukur Óli með U16! 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer á Gíbraltar dagana 12. - 20. mars næstkomandi.

Haukur Óli markmaður 2. og 3.flokks karla hefur verið valinn í hópinn!

Liðið æfir á Íslandi mánudaginn 11. mars áður en haldið er til Gíbraltar þann 12. mars.

Íslenska liðið mætir Gíbraltar, Færeyjum og Litháen á UEFA mótinu.

 

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Hauki til hamingju með valið og óskar honum góðs gengis á mótinu!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Birgir og Jónatan með U17 í Finnlandi!

Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppti í vikunni tvo æfingaleiki gegn U17 liði Finnlands.

Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-1 en tapaði svo seinni leiknum 4-1 gegn sterku liði Finna. Biggi og Jónatan tóku þátt í báðum leikjum og voru glæsilegir fulltrúar Fjölnis í ferðinni.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með landsleikina og það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum í sumar!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Fjölnir Bikarmeistarar ÍSS 23-24

Fjölnir eru bikarmeistarar ÍSS í listskautum 2023-24! 🏆⛸️

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni á Akureyri 1-3. mars. Mótið var síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts eins og vant er orðið. Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari. Þegar búið var að skoða úrslit mótsins var ljóst að listskautadeild Fjölnis stóð uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar 2024 með 116 stig. Þetta er í annað sinn sem Fjölnir fær bikarinn!

Við óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn!!

#FélagiðOkkar 💛💙


Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Kosningar í stjórnir - Aðalfundir deilda

Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?

Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!

Til að gefa kost á sér þarf að senda tölvupóst á netfangið: gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund. Nákvæmar tímasetningar funda koma inn bráðlega.

Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.

Helstu verkefni stjórna eru:

  • Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
  • Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á
  • Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
  • Uppsetning æfingagjalda
  • Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
  • Sækja um styrki fyrir deildina
  • Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
  • Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
  • Þátttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
  • Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar

FormaðurFormaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.

GjaldkeriGjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.

Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.

MeðstjórnendurMeðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.

Skrifstofa Fjölnis sér um:

  • Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
  • Allar fjárreiður
  • Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í skráningarkerfi félagsins
  • Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
  • Skráningar og aðstoð við skráningar
  • Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
  • Yfirferð og afstemming á bókhaldi
  • Búningasamninga
  • Samskipti í erfiðum málum

Kosið verður um þá aðila sem hljóta sæti í stjórnum á aðalfundum hverrar deildar fyrir sig.


Happdrættisvinningar frá Þorrablóti Grafarvogs 2024

Ungmennafélagið Fjölnir þakkar öllum þorrablótsgestum innilega fyrir meiriháttar kvöld síðastliðinn laugardag!

Nú hefur verið dregið úr happdrættinu. Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll til 26. apríl gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Við hvetjum þó alla til þess að sækja vinningana sem fyrst! Opnunartími skrifstofu er frá 9-12 og 13-16 alla virka daga en oft er einhver við til 17:00.

ATH! Þorrablótsmiðinn er ekki happdrættismiði.

Einnig langar okkur að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem sáu sér fært um að styrkja okkur með frábærum vinningum fyrir happdrættið kærlega fyrir stuðninginn!

Hér fyrir neðan má sjá vinningaskrána.

VinningurNúmer miða
Iceland Air - 25.000 kr. gjafabréf1759
Iceland Air - 25.000 kr. gjafabréf0353
Ísbúð Huppu - 2.500 kr. gjafabréf0312
Minigarðurinn - 9 holu hringur á minigolfvelli Minigarðsins fyrir allt að 4 manns2601
Arena Gaming - 10.000 kr. gjafabréf0650
Arena Gaming - 10.000 kr. gjafabréf0691
Hlöllabátar - 2x bátur og gos0696
Fætur toga - Göngugreining fyrir einn og feetunes sokkapar0666
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður1771
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður0289
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður2415
Hreyfing - Hreyfing Spa og Lúxusmánuður0372
Ísorka - 50.000 kr. gjafabréf2529
Perlan - Miðar fyrir 2 fullorðna og 2 börn á sýningu Perlunnar1057
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf0703
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf0770
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf2001
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf0754
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf1878
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf0409
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf0467
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf0731
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf0491
Þjóðleikhúsið - 14.500 kr. gjafabréf2316
Emmessís - Gjafabréf fyrir ísveislu2322
Hafið fiskverslun0346
Hafið fiskverslun0569
Hafið fiskverslun1209
MS - Kassi af hleðslu1167
MS - Kassi af hleðslu1182
Himbrimi gin - 500 ml0796
Himbrimi Old Tom gin - 700 ml2420
Og natura - Wild Icelandic Dry Gin - 700 ml0599
Og natura - Wild Icelandic Pink Gin - 700 ml0984
Og natura - Wild Gin Oak aged Old Town - 700 ml1194
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli0921
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli0638
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli2165
Shake and Pizza - Frí pizza af matseðli0112
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns1803
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns1786
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns1117
Keiluhöllin - 50 mín keila fyrir allt að 6 manns0046
Prikið - 7.500 kr. gjafabréf2011
Klifurhúsið - Gjafamiði í klifur fyrir tvo ásamt skóm0352
Klifurhúsið - Gjafamiði í klifur fyrir tvo ásamt skóm0118
Skreið - 5.000 kr. gjafabréf1123
Serrano - 2x burrito eða quesadilla0399
Serrano - 2x burrito eða quesadilla2219
Giljaböðin á Húsafelli - Töfrandi ferð fyrir tvo með leiðsögn í íslenskri náttúru sem endar í náttúruböðum2276
Metta Sport - 10.000 kr. gjafabréf 0776
Lín Design - 10.000 kr. gjafabréf2156
Topphár - Gjafaaskja frá Milkshake að andvirði 7.500 kr.2475
Margt Smátt / Teamsport - 20.000 kr. gjafabréf0690
Subway - 2x frímiði fyrir 6 tommu bát, vefju eða salat og gos0324
Subway - 2x frímiði fyrir 6 tommu bát, vefju eða salat og gos0449
Subway - 2x frímiði fyrir 6 tommu bát, vefju eða salat og gos0060
Tennishöllin - Gjafabréf fyrir tennis eða padel1189
Tennishöllin - Gjafabréf fyrir tennis eða padel2281
Nonnabiti - Hamborgaramáltíð0017
Nonnabiti - Ostborgaramáltíð0891
Nonnabiti - Bátur og gos2440
Elding - Gjafabréf í hvalaskoðun0708
Borgarleikhúsið - 22.000 kr. gjafabréf0070
Borgarleikhúsið - 22.000 kr. gjafabréf1821
Borgarleikhúsið - 16.000 kr. gjafabréf0374
Domino's Pizza - 7.500 kr. gjafabréf0798
Domino's Pizza - 7.500 kr. gjafabréf0412
New Wave Iceland - HOLD blómavasi að andvirði 11.900 kr. 0360
New Wave Iceland - Picnic glös að andvirði 4.500 kr.2369
New Wave Iceland - Picnic glös að andvirði 4.500 kr.0828
New Wave Iceland - Há picnic glös að andvirði 4.500 kr.2003
New Wave Iceland - Há picnic glös að andvirði 4.500 kr.2329
Noztra - 10.000 kr. gjafabréf0459
ÓJK-ÍSAM - Gjafapoki0390
ÓJK-ÍSAM - Gjafapoki1162
Borðspil: Sjónarspil með 18+ viðbótarpakka0337
Borðspil: Sjónarspil1522
Borðspil: Sjónarspil0642
Borðspil: Sjónarspil0570
Handknattleiksbókin - Saga handknattleiksins á Íslandi - Bindi I og II0567
Safntreyja frá 30 ára afmæli Fjölnis2021
Nói Siríus - Gjafapoki0436
Nói Siríus - Gjafapoki1054
Nói Siríus - Gjafakarfa1863
Nói Siríus - Gjafakarfa0381
Gastro Truck - 2x máltíðir0460
Hoppland - 2x Gjafabréf fyrir aðgangi og leigu á blautbúningi0048
Hoppland - 2x Gjafabréf fyrir aðgangi og leigu á blautbúningi0099
Innnes - Gjafapoki0451
Innnes - Gjafapoki0999
Innnes - Gjafapoki1893
Bæjarins beztu - Hettupeysa og 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi2306
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi1192
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi0341
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi0861
Bæjarins beztu - 2x gjafabréf fyrir pylsu og gosi0851
Danól - Gjafapoki með vörum úr vöruúrvali Danól2399
Danól - L'Oréal gjafapoki fyrir dömur1857
Danól - L'Oréal gjafapoki fyrir herra2202

Brjálað stuð á Þorrablóti Grafarvogs 2024

Þorrablót Grafarvogs var haldið hátíðlegt á laugardagskvöldið en í ár var þemað 80‘s. Það var algjörlega valfrjálst að klæða sig eftir þemanu en það voru þónokkrir sem fóru „all-in“ og mættu eins og þau hafi komið með tímavél frá 9. áratug síðustu aldar! 

Múlakaffi sá um matinn og bauð upp á alvöru þorramat, hákarl, brennivín og með því en það var líka annað í boði fyrir þá sem vildu ekki fara í þorramatinn. Frábær vegan réttur og dýrindis lambalæri voru einnig á boðstólnum.

Dagskrá kvöldsins var alls ekki af verri endanum en einvala lið frábærra listamanna steig á svið og sá um að gestir skemmtu sér vel! Regína Ósk stýrði kvöldinu og hljómsveit kvöldsins var Nýju fötin keisarans. Margrét Eir steig fyrst á svið og tók á móti gestum þegar þeir mættu. 80‘s kóngurinn sjálfur, Eyfi, sá um brekkusöng kvöldsins. Grafarvogsprinsinn Kristmundur Axel steig næstur á svið og á eftir honum var það leynigestur kvöldsins sem var enginn annar en Herbert Guðmundsson, varla hægt að halda 80‘s Þorrablót án þess að hann mæti á svæðið. Þau Friðrik Dór, Sigga Beinteins og Daníel Ágúst stigu síðan á svið á eftir þeim og gjörsamlega trylltu lýðinn!

Við viljum þakka öllum sem komu á blótið fyrir frábært kvöld og við hlökkum mikið til næsta árs!

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir frá kvöldinu


NÝR HÓPLEIKUR OG GETRAUNAKAFFI FJÖLNIS

Nýr 10 vikna hópleikur hefst núna á laugardaginn, 13. janúar og endar 16. mars.
Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning Fjölnis: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).

Skráning fer fram í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is þar sem koma þurfa fram nöfn beggja liðsmanna, kennitölur, sími, netfang og nafn á liðinu.

ATH – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog

Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10:00-11:30 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.

Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2×832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar um leikinn: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/

Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin! #FélagiðOkkar


Þorrablót 2024 - Staða borða

RISA ÞORRABLÓT GRAFARVOGS
Fjölnishöllin í Egilshöll 20. janúar 2024
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn eru borð laus. Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis. Hér til hliðar má sjá stöðu lausra borða.

12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball. Einnig eru nokkur laus pláss á safnborðum ef þið náið ekki að fylla heilt borð!

Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!

Uppfært 18. janúar


Flugeldasala Fjölnis

Nú getur þú verslað flugelda og styrkt félagið þitt í leiðinni 🤩🥳🎆
https://fjolnir.gullborg-flugeldar.com/