Gunnar Már Guðmundsson nýr þjálfari meistaraflokks í fótbolta
Fjölnir 37 ára






Tilkynning frá Knattspyrnudeild Fjölnis
Tilkynning frá knattspyrnudeild
Fjölnir hefur rift ráðningarsamningi Úlfs Arnars Jökulssonar, þjálfara Lengjudeildarliðs félagsins. Úlfur hefur þjálfað liðið frá hausti 2021. Á þeim tíma hefur liðið í tvígang komist í umspil um sæti í Bestu deild.
Björgvin Jón Bjarnason, Formaður knattspyrnudeildar Fjölnis: “Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur félagsins liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”
Úlfur Arnar Jökulsson “Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins.
Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.”
🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 5. FEBRÚAR🔶
🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 🔶
Allar æfingar hjá barna- og unglingaflokkum falla niður í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna appelsínugulrar viðvörunar.
Farið varlega 🧡
Fjölnisfólk sigursælt á Jóla-Bikarmóti TSÍ
Jóla – Bikarmót TSÍ 2024 fór fram í lok desember. Tennisdeild Fjölnis mætti að sjálfsögðu til leiks og stóð sig með mestu prýði eins og vanalega.
Daniel Pozo lenti í þriðja sæti í meistaraflokki karla. Daníel spilar ennþá í U16 og er þetta því mjög góður árangur hjá honum. Daniel sigraði síðan í meistaraflokki í tvíliðaleik ásamt Sindra Snæ Svanbergssyni.
Í meistaraflokki kvenna komst Eygló Dís Ármannsdóttir í undanúrslit og endaði í fjórða sæti. Úrslit U18 kvenna í einliðaleik voru lituð gul en þrjú efstu sætin voru skipuð Fjölnisstúlkum. Eygló Dís Ármannsdóttir lenti í fyrsta sæti, Saulé Zukauskaite lenti í öðru sæti og Íva Jovisic skipaði síðan þriðja sætið.
Íva og Saule spiluðu síðan saman og sigruðu U18 barna í tvíliðaleik.
Ólafur Helgi Jónsson lenti í öðru sæti í 30+ karla og í fyrsta sæti í 50+ karla í einliðaleik.
Ásta Rósa Magnúsdóttir sigraði í 50+ kvenna í tvíliðaleik ásamt Kristínu Gunnarsdóttur.
Við erum ótrúlega stolt af öllu fólkinu okkar og óskum ykkur öllum innilega til hamingju með árangurinn <3
#FélagiðOkkar
Fulltrúar Fjölnis í yngri landsliðum í körfubolta
Fimm yngri landslið í körfubolta munu koma til æfinga í febrúar. Eru það U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja. Fjölnir á sex fulltrúa í þeim hópi og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!
U16 stúlkna
Arna Rún Eyþórsdóttir
Elín Heiða Hermannsdóttir
Helga Björk Davíðsdóttir
Karla Lind Guðjónsdóttir
U16 drengja
Benóný Gunnar Óskarsson
Ísarr Logi Arnarsson
Vinningar úr happdrætti Þorrablóts 2025



Skautahlaup og Samhæfður skautadans - námskeið
Samhæfður skautadans
Þá er loksins komið að því!! Kynning á samhæfðum skautadansi miðvikudaginn 29.janúar kl.19:15-19:45 og svo prufutími eftir kynninguna. Planið er svo að hefja 8 vikna námskeið þar sem æft er á miðvikudögum (afís 19:15 og svo ís 20:05) og laugardögum (ísæfing kl.9:40-10:30). Námskeiðið hefst 5.febrúar og er fyrir 13 – 25 ára en endilega mæta á kynninguna og kynnið ykkur þessa skemmtilegu íþrótt!
Skautahlaup
Það er komið að því – Skautahlaupsæfingar hefjast hjá okkur í Fjölni!
Æfingar fara fram á miðvikudagskvöldum frá 21:00 – 21:40 á skautasvellinu í Egilshöll og er hægt að skrá sig hér.
Þjálfari á æfingunum á miðvikudögum verður Andri Freyr Magnússon. Miðvikudaginn 12. febrúar mun gestaþjálfari koma í heimsókn og vera iðkendum innan handar og miðla þekkingu sinni. Hann heitir Erwin van der Werve og þjálfar skautahlaup á Akureyri. Erwin hefur ferðast til Finnlands og Hollands að ná sér í þekkingu og sambönd við félög í skautahlaupi. Þekking hans er ómetanlegur auður uppbyggingu skautahlaups á Íslandi.
Öryggisbúnaður og klæðnaður. Hver og einn er ábyrgur fyrir öryggi sínu og að hafa réttan útbúnað á æfingum. HJÁLMUR ER SKYLDA. Þið getið komið með ykkar eigin hjálm eða fengið lánað í höllinni (reiðhjólahjálmar duga vel). Þið þurfið einnig að koma með ykkar eigin skauta. Þeir sem eiga ekki hraðaskauta geta mætt á list- eða hokkískautum. Við mælum með léttum klæðnaði og þeir sem vilja nota olnboga- og/eða handahlífar er það frjálst.
Hér má finna keppnisreglur fyrir skautahlaup.
Stefnt er að vikulegum æfingum fram að Vormóti ÍSS sem verður á Akureyri 28. febrúar til 2. mars þar sem keppt verður til Íslandsmeistara í skautahlaupi í fyrsta sinn síðan 1961.
Keppt verður laugardag og sunnudag og Íslandsmeistari krýndur á sunnudeginum. Mótið er afmælishátíð Skautasambands Íslands en við verðum 30 ára þann 28. febrúar. Mótið er afmælishátíð Skautasambands Íslands en við verðum 30 ára þann 28. febrúar.
Endilega fylgið Facebook síðu Skautasambandsins um skautahlaup hér.

Þorrablót Grafarvogs - örfá laus sæti!!

Jólatrjáasöfnun meistaraflokka handknattleiksdeildar
Eins og undanfarin ár ætla meistaraflokkar handknattleiksdeildar að safna jólatrjám í hverfi 112 og koma þeim í förgun.
Söfnunin fer af stað mánudaginn 6. janúar og geta áhugasamir skráð sig hér fyrir neðan:
https://forms.gle/83TRQbe6YW5RigsSA