Fjölnir stofnar þríþrautarhóp

Hjólreiðafélag Reykjavíkur, sunddeild Fjölnis og frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa tekið höndum saman og sett upp æfingaplan fyrir þá sem hafa áhuga á því að stunda þessar þrjár íþróttir samhliða.

Hvort heldur sem þig langar að koma þér í gott form, vera hluti af skemmtilegum æfingahópi, taka þátt í Landvættum eða einhvers konar þríþraut þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Þaulreyndir þjálfarar taka á móti þér í hverri grein fyrir sig og við setjum okkur markmið saman. Skref fyrir skref náum við svo markmiðunum. Sendu okkur línu á trihfrogfjolnis@gmail.com eða skráðu þig bara og mættu!

Við byrjum á 4 vikna sundnámskeiði mánudaginn 6.janúar 2020. Námskeiðið kostar 15.000 kr, en ef þú heldur áfram í þríþrautarhópnum, þá ganga 10.000 kr upp í félagsgjaldið. Námskeiðið fer fram á ensku.
Athugið að sundnámskeiðið er kennt á mánudögum og föstudögum kl. 19-20 í Grafarvogslaug.

Verð fyrir janúar til júní 2020 er 30.000 kr. Skráningar opna 1.janúar á https://fjolnir.felog.is/ og mættu í fyrsta tímann mánudaginn 6.janúar.

Hlökkum til að sjá þig!


Jólaball Fjölnis

Jólaball Fjölnis verður haldið föstudaginn 27.desember frá kl. 16:00-17:00 í Íssalnum í Egilshöll (3.hæð).

Jólasveinar kíkja í heimsókn og gefa öllum börnum glaðning.

Jólaband Fjölnis spilar falleg lög í tilefni jólanna.

Aðgangseyrir kr. 500 fyrir börn, frítt fyrir fullorðna.

Miðasala HÉR.

#FélagiðOkkar

Kíktu á viðburðinn okkar á Facebook


Opnunartími Fjölnis í kringum jól og áramót

Dalhús
Dalhús verða lokuð frá og með lau 21.des til og með mán 1.jan.

Egilshöll
Fjölnishöll, fimleikasalur, knatthöll og karatesalur verða lokuð dagana 24, 25, 26 og 31.des ásamt 1.jan.

Kær kveðja,

Starfsfólk Fjölnis


Allar æfingar fara fram í dag

Fréttin var uppfærð kl. 11:30 þann 11.desember

ALLAR æfingar fara fram í dag, miðvikudag.

Kær kveðja,

Skrifstofa Fjölnis


Risa ball í Grafarvogi

Við bjóðum þorrann velkomin með RISA BALLI!

Ingó – Ragga Gísla – Sigga Beinteins og Regína Ósk.

Húsið opnar kl. 23:00, beint á eftir borðhaldi á Þorrablót Grafarvogs 2020.

Verð í forsölu: 3.900 kr.

Miðasala fer fram á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

Allar nánari upplýsingar á thorrablot@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Fundabókanir á einum stað

Við höfum ákveðið að velja Teamup fyrir fundabókanir. Breytingin tekur gildi strax. Þeir fundir sem voru bókaðir í gegnum arnor@fjolnir.is eru komnir í dagatalið.

Undir „fundabókanir“ á heimasíðunni er nú auðvelt að bóka fundi í Egilshöll.

  1. Smella á dagatalið
  2. Skrifa í titil t.d. „fundur“, „stjórnarfundur“, „videofundur“ etc.
  3. Velja dagsetningu og tíma
  4. Velja fundarherbergi, „Vogurinn“ eða „Miðjan“
  5. Skrifa hver pantar „nafn deildar – ábyrgðaraðili“
  6. Smella á save

Einnig er hægt að deila fundarboðinu í gegnum ýmsa miðla.

Allar frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.


Fjölnismessa næstkomandi sunnudag

Fjölnismessa í Grafarvogskirkju!

Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogskirkja bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu á sunnudaginn kl. 11.00.

Þessar tvær mannræktarstofnanir í Grafarvogi koma saman og lyfta að ljósi mikilvægi þess að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.

Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins.

Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, segir frá Fjölni og svarar spurningum um starfið. Ungir iðkendur úr starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista.  Fjölnismennirnir Jón Karl og Ragnar Torfason leika á hljómborð og gítar. Halldóra Ósk Helgadóttir syngur einsöng.

 

Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum.

Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja messukaffi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni á sunnudaginn.


Þorrablót Grafavogs

Tryggðu þér miða strax í dag áður en það verður uppselt.

Borðapantanir á thorrablot@fjolnir.is.

Þú mátt melda þig og deila viðburðinum okkar „Þorrablót Grafarvogs“

#FélagiðOkkar

*Borðaskipan síðast uppfærð kl. 19:30 þann 11.október


Starfskraftur óskast í fimleikadeild

Fimleikadeild Fjölnis í Egilshöll í Grafarvogi óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fyrir deildina. Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við skemmtileg en krefjandi verkefni fimleikadeildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur deildarinnar
• Starfsmannahald
• Umsjón með fjármálum deildarinnar
• Áætlanagerð
• Stefnumótun og uppbygging deildarinnar
• Skipulagning viðburða á vegum deildarinnar

Hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Reynsla af starfsmannahaldi
• Frumkvæði, skipulag og metnaður í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hreint sakavottorð
• Þekking á íþróttastarfi

Frekari upplýsingar um starfið:
• Starfshlutfall 70% með endurskoðun eftir 3 mánuði
• Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
• Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
• Í fimleikadeildinni eru um 750 iðkendur og 45 þjálfarar
• Yfirmaður er framkvæmdastjóri Fjölnis

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið: stjorn.fimleikar.fjolnir@gmail.com
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2019.

#FélagiðOkkar


UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »