Aðalfundur Fjölnis
Aðalfundur Fjölnis fer fram mánudaginn 9.mars kl. 18:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Aðalfundir deilda félagsins
Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:
10.02.2020 kl. 18:00 - Listskautadeild (Egilshöll)
10.02.2020 kl. 21:00 - Frjálsíþróttadeild (Egilshöll)
12.02.2020 kl. 20:00 - Íshokkídeild (Egilshöll)
13.02.2020 kl. 19:30 - Tennisdeild (Tennishöllin)
17.02.2020 kl. 18:00 - Knattspyrnudeild (Egilshöll)
18.02.2020 kl. 18:00 - Skákdeild (Egilshöll)
19.02.2020 kl. 18:00 - Fimleikadeild (Egilshöll)
19.02.2020 kl. 20:00 - Karatedeild (Egilshöll)
20.02.2020 kl. 18:00 - Sunddeild (Egilshöll)
20.02.2020 kl. 20:00 - Handknattleiksdeild (Egilshöll)
25.02.2020 kl. 20:00 - Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Vinningaskrá happdrættis
Vinningaskrá happdrættis þorrablóts Grafarvogs 2020 má finna í meðfylgjandi skjali og myndum
Samstarfssamningur Fjölnis og Byko
Fjölnir og BYKO gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna- og unglingastarf körfuknattleiksdeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. BYKO vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna og afreksstarf félagins. Það er Fjölni mikið gleðiefni að hefja samstarf með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.
Á myndinni eru Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri BYKO og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.
#FélagiðOkkar
Örugg og einföld viðskipti í vefsölu Fjölnis
Fjölnir Pei er ný greiðslulausn sem veitir þér 14 daga greiðslufrest og færi á að dreifa greiðslunum í allt að 48 mánuði.
Öruggari leið til að versla á netinu.
Sæktu appið hér og fáðu frekari upplýsingar https://pei.is/#.
Þorrablótið og helstu upplýsingar
Nú styttist heldur betur í þorrablót Grafarvogs sem haldið er í Fjölnishöll laugardaginn 25.janúar.
Við viljum tryggja að allar helstu upplýsingar liggi fyrir með góðum fyrirvara og hvetjum ykkur til að deila þessu með vinum og vandamönnum sem sitja á sama borði og þið.
–> Veislustjóri verður brekkusöngsmeistarinn INGÓ.
kl. 18:30 – Húsið opnar
kl. 19:15 – Margrét Eir mætir á svæðið og spilar létt lög
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti – MÆTA TÍMANLEGA – VINAHÓPARNIR Í MYNDATÖKU FYRIR MAT
kl. 20:01 Intró
kl. 20:05 Þorrablótsnefnd opnar partíið
kl. 20:40 – Borðhald hefst
Kl. 21:30 Keyrum dagskránna í gang
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti, geggjaðir söngvarar og leynigestur trylla mannskapinn með sínum bestu slögurum)
kl. 02:00 – Blóti lýkur
Við minnum á BOND þemað okkar.
Æfingar falla niður í Fjölnishöll
Allar æfingar falla niður í Fjölnishöll vegna þorrablótsins, föstudaginn 24.janúar og laugardaginn 25.janúar.
Æfingar geta hafist að nýju eftir hádegi sunnudaginn 26.janúar
Frábært Skólamót Fjölnis í handbolta
Skólamót Fjölnis í handbolta fór fram í gær og segja má að það hafi slegið í gegn. Tæplega 300 krakkar úr öllum skólum Grafarvogs komu, skemmtu sér og spiluðu í Fjölnishöllinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem Skólamót Fjölnis fer fram í softball-formi þar sem skemmtanagildið er haft í hávegum. Það er klárt mál að um árlegan viðburð verður að ræða héðan af.
Handknattleiksdeild Fjölnis langar að þakka þessum frábæru krökkum sem komu og voru sér og sínum til mikillar sóma. Enn fremur langar Fjölni að þakka þessum drífandi íþróttakennurum í skólunum sem mættu með liðin úr skólunum.
Búningaverðlaun voru afhend í mótslok og voru þau lið leyst út með Huppuís. Sigurvegari Skólamóts Fjölnis 2020 var síðan Vættaskóli.
Öllum krökkum er boðið að prófa handboltann í Fjölni sér að kostnaðarlausu næstu daga og vonum við að sem flestir nýti sér það !
Áfram Fjölnir og áfram handbolti !
Getraunakaffið fer aftur af stað
Nýr hópaleikur í hinu margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 11. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 7. mars á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.
Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.
Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum.
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.
Við ætlum að vera með 9 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589
Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is – einfalt og þægilegt.
Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!
#FélagiðOkkar
Lengri opnunartími
Dagana 6. og 7.janúar mun skrifstofan lengja opnunartímann til kl. 18:00.
Arnór og Fríða munu aðstoða foreldra og forráðamenn við skráningar í félagið.
Við hvetjum einnig þá sem eiga eftir að ná í miða á þorrablótið að klára það á þessum tíma.
#FélagiðOkkar