Fáðu sent heim!
Kæra Fjölnisfólk – sláum tvær flugur í einu höggi og borðum fyrir #FélagiðOkkar!
Matseðilinn hjá Barion má finna hér: https://barion.is.
- ATH – Munið að panta frá Barion í Mosfellsbæ
- Leikmenn knattspyrnudeildar Fjölnis keyra matinn með bros á vör upp að dyrum 🙂
- Fyllstu varúðar í sóttvörnum að sjálfsögðu gætt
- Pantað á netinu – einfalt og þægilegt!
Það er ekki eftir neinu að bíða. Barion sér um kvöldmatinn fyrir þig í kvöld og út alla vikuna!
#FélagiðOkkar

Emil og Andri ætla að lyfta íshokkídeildinni upp á næsta stig
Þeir Emil Alengård og Andri Freyr Magnússon ætla að lyfta íshokkídeild Fjölnis upp á næsta stig.
Emil Alengård, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í íshokkí var ráðinn til starfa í sumar sem nýr yfirþjálfari Fjölnis í íshokkí en hann var áður aðstoðarþjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins AIK. Emil á leiki með A-landsliði og yngri landsliðum Íslands en skautarnir eru farnir upp í hillu. Hann er talinn vera einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins frá upphafi. Emil er 32 ára gamall og á íslenska móður en sænskan föður.
Andri Freyr Magnússon mun sjá um þjálfun yngri flokka og koma að ýmsum verkefnum fyrir íshokkídeildina. Hann hefur einnig umsjón yfir skautaskólanum. Andri hefur áralanga reynslu af þjálfun barna og aðkomu að skipulagi barnastarfs.
Með tilkomu þeirra er framtíðin björt. Ný og fersk sýn í uppbyggingu íshokkídeildar Fjölnis.
Í grein sem birtist á Vísi fara þeir félagar yfir íshokkísamfélagið á Íslandi og þar segir Emil meðal annars: „Íshokkísamfélagið þarf að vera sýnilegra svo fólk þekki íþróttina. Fyrir tíu árum voru um 800 manns að spila íshokkí á Íslandi en nú eru það í kringum 500. Við þurfum að fá fleiri inn í íshokkíið, halda vel utan um leikmenn og byggja upp. Hjá Fjölni leggjum við mikla áherslu á barnastarfið því grunnurinn er mikilvægur.“ (heimild, visir.is).
#FélagiðOkkar

Hlé gert á æfingum og keppni
Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október.
Þau tilmæli sem eiga sérstaklega við um íþróttafélög eru:
- Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
- Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
Æfinga- og félagssvæði Fjölnis er lokað frá og með 8. október og til og með 19. október.
Þetta nær yfir:
- Æfinga- og keppnissvæði í og við Dalhús og Egilshöll
- Æfinga- og keppnissvæði sund-, tennis-, skák- og frjálsíþróttadeildar.
- Skrifstofu
- Fundasvæði
Við beinum því til þjálfara félagsins að hvetja iðkendur til að sinna æfingum heima, halda fjaræfingar og leggja fyrir verkefni til að stytta biðina.
Fréttatilkynning frá almannavarnadeild höfuðborgarsvæðisins.
Allar nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar
Áhrif hertra sóttvarnaraðgerða á starf Fjölnis
Heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem taka gildi frá og með 7. október og til og með 19. október.
Áhrif þeirra á starf Fjölnis:
Íþróttir utandyra
- Íþróttir utandyra þ.m.t. æfingar og keppnir eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu.
- Nánari útlistun fyrir börn fædd 2005 og síðar er neðar í fréttinni.
Íþróttir innandyra
- Íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
- Nánari útlistun fyrir börn fædd 2005 og síðar er neðar í fréttinni.
Börn fædd 2005 og síðar
- Æfingar eru heimilar, utan- og innandyra.
- Keppnisviðburðir eru óheimilir, utan- og innandyra.
- Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldatakmörk ekki við um þennan hóp.
Svæði Fjölnis
- Skrifstofa: hefðbundinn opnunartími en við beinum því til fólks að hafa samband á skrifstofa@fjolnir.is eða á símatíma á þriðjudögum milli kl. 9 og 12.
- Egilshöll: æfingar samkvæmt ofangreindum reglum.
- Dalhús: æfingar samkvæmt ofangreindum reglum.
- Fundabókanir: bóka þarf sérstaklega í gegnum arnor@fjolnir.is.
Við minnum á almennar sóttvarnir. Gerum þetta vel og þá sjáum við vonandi starfið fara aftur á fullt innan skamms.
Nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar
Opnunartími á styrktarsalnum í Dalhúsum
Í ljósi núverandi aðstæðna munu eftirfarandi reglur gilda um opnunartíma á styrktarsalnum í Dalhúsum:
*Þessar reglur gilda frá og með 6. október og þar til frekari upplýsingar berast frá skrifstofu.
- Opnunartími er mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00-22:00 og laugardaga frá kl. 09:00-14:15.
- Aðeins er opnað fyrir bókaða tíma.
- Húsvörður sér um að opna salinn og læsa að æfingu lokinni.
- Arnór tekur við tímabókunum á arnor@fjolnir.is, sjá töflu hér: Æfingatafla – Dalhús.
#FélagiðOkkar
Æfingar samkvæmt töflu í dag
Breyttar reglur um samkomutakmarkanir
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt breyttar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi frá og með 5. október. Samkvæmt reglunum eru keppnisíþróttir með snertingu áfram leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Æfingar: Áhorfendur eru ekki leyfðir á æfingar, þó með þeirri undantekningu að foreldrar leikskólabarna mega fylgja sínu barni en þurfa að notast við andlitsgrímu.
Leikir/Mót: Áhorfendur eru ekki leyfðir innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur að hámarki 100 í hverju rými, sitji þeir í númeruðum sætum skráð á nafn og noti andlitsgrímu.
Við beinum því til foreldra og annarra sem ekki tilheyra æfingahópum að halda sig frá æfingasvæðum félagsins. Stöndum saman og gerum allt sem við getum til að halda starfinu okkar gangandi.
Beðið er frekari fyrirmæla um þau skilyrði sem sett eru fyrir keppnisíþróttir með snertingu.
Frétt um nýjar reglur, sem uppfærð verður, má finna á vef stjórnarráðsins – sjá hér.
#FélagiðOkkar

Breyttur símatími skrifstofu
Þriðjudaginn 7. september fór símatími skrifstofu úr fjórum dögum í einn. Eftir miklar vangaveltur síðustu mánuði var sú ákvörðun tekin að fækka dögum og er það okkar markmið að veita betri þjónustu þann tíma sem síminn er opinn. Við vonum að þessi breyting muni skila sér í betri og hraðari svörun.
Símatími skrifstofu er opinn þriðjudaga milli kl. 09:00 og 12:00.
- Beinn sími skrifstofu er 578 2700 og þegar hringt er inn bjóðum við upp á tvo valmöguleika:
- Velja 1 fyrir almennar fyrirspurnir og skráningar (Nóri og XPS/Sideline) og fá þá samband við Arnór eða Fríðu.
- Velja 2 fyrir fimleikadeild og fá þá samband við Berglindi, Írisi eða Steinunni.
Skrifstofa félagsins er áfram opin mánudaga til fimmtudaga milli kl. 09:00 og 12:00 og kl. 13:000 og 16:00.
Við bendum einnig á póstinn okkar, skrifstofa@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar
Fjölnisjaxlinn 2020

Ert þú það öflugur íþróttamaður/öflug íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ – FJÖLNISJAXLINN 2020
Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við Frjálsíþróttadeild og Sunddeild félagsins ætla að halda „Fjölnisjaxlinn 2020“ og skora á alla íþróttaiðkendur félagsins að skrá sig til leiks!
– Takmarkaður þátttökufjöldi –
Einstaklingsáskorun og Liðaáskorun
(Í liðaáskorun syndir einn, annar hjólar og þriðji hleypur)
Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir unglinga og fullorðna, hentar vel 15 ára og eldri – sund 400 metrar, hjól 10 km, hlaup 3 km.
Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir krakka og fullorðna, hentar vel 14 ára og yngri og sem skemmtun fyrir fullorðna – sund 200 metrar, hjól 3 km, hlaup 1 km.
Laugardaginn 26. september kl. 10:00. Fjölskyldur og iðkendur 14 ára og yngri verða ræst af stað milli kl. 10:00 og 10:30 (einstaklings og liða) og 15 ára og eldri verður ræst milli kl. 11:00-12:00 (einstaklings og liða). Mæting er 15 mínútur áður, en nákvæmur upphafstími verður gefin út þegar nær dregur.
Skráning á heimasíðu Fjölnis eða meðfylgjandi link: https://fjolnir.felog.is/verslun.
Lokafrestur til að skrá sig er til kl. 23:59 sunnudaginn 20. september n.k.
Skráningargjöld: Einstaklingsþátttaka (3.000 kr. fyrir 14 ára og yngri, 4.500 kr. fyrir 15 ára og eldri) Liðaþátttaka einungis fyrir fjölskyldur og krakka/unglinga 7.500 kr. fyrir liðið í heild.
Þátttakendur fá keppnisbol og hressingu að keppni lokinni. Allir sem klára keppni fá þátttöku-medalíu með viðurkenningunni að hafa klárað „Fjölnisjaxlinn 2020“
(Vegna Covid áskilur félagið sér rétt til að halda eftir hluta af skráningargjaldi ef viðburð þarf að fella niður vegna óvæntra breytinga til að koma móts við kostnað sem til fellur við skipulag).

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtuninni!
Smelltu HÉR til að skrá þig í Fjölnisjaxlinn.
#FélagiðOkkar

Til upplýsingar
14. ágúst tók í gildi ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 12. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 27. ágúst kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 (tekið af vef isi.is).
Stærsta breytingin sem snýr að íþróttahreyfingunni er 6. grein auglýsingarinnar sem á við um nálægðartakmarkanir í íþróttum. Sérsambönd ÍSÍ eiga að setja sér reglur í samstarfi við ÍSÍ um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum þannig að snertingar séu heimilar (tekið af vef isi.is).
Almenna reglan er sú að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum hjá iðkendum fædd árið 2004 og fyrr, þann tíma sem auglýsingin gildir, samanber minnisblað sóttvarnalæknis. Á íþróttaviðburðum yngri iðkenda gildir 100 manna fjöldatakmörkun og 2 metra fjarlægð.
Samantekt og áherslupunktar:
- Virðum 2 metra regluna á íþróttasvæðinu okkar, þetta á við um öll rými s.s. búningsklefa, íþróttsali og fundarými.
- Hugum að einstaklingsbundnum sóttvörnum og smitvörnum. Handþvottur og spritt og notkun gríma ef það er ómögulegt að viðhalda 2 metra fjarlægð.
- Forðumst blöndun flokka og hópa.
- Forðumst margmenni að óþörfu og höldum áfram að vera skynsöm.
- Höldum í bjartsýni og jákvæðni, það er gott að brosa.
Reglur KSÍ um sóttvarnir vegna COVID-19
Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar
Minnisblað sóttvarnalæknis til ráðherra, dags. 11. ágúst
Reglur HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19
Reglur annarra sérsambanda sem hafa fengið samþykki ÍSÍ og sóttvarnarlæknis