Vinningaskrá happdrættis

Búið er að draga í happdrætti Októberfest Fjölnis.

Vinningaskrá má nálgast HÉR og einnig með því að smella á myndirnar.

Vinninga skal vitja í síðasta lagi 31.október 2019.

#FélagiðOkkar


Happdrætti á Októberfest

Happdrættimiðar verða til sölu í matnum á Októberfest. Einnig gefst fólki tækifæri á að kaupa happdrættismiða í gegnum netfangið arnor@fjolnir.is.

Við drögum út mánudaginn 30.september.

  • Aðeins dregið úr seldum miðum
  • 1.500 miðar í boði

1 miði = 1.000 kr

5 miðar = 5.000 kr

10 miðar = 8.000 kr

Vinningaskrá má nálgast HÉR


Fjölnisjaxlinn 2019

Það var mögnuð stemning um helgina þegar fyrsti „FJÖLNISJAXLINN“ fór fram. Um hundrað íþróttaiðkendur, foreldrar, þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugasamir tóku þátt í að gera þessa íþróttaþrekraun að veruleika. Boðið var upp á tvær útfærslur fyrir íþróttaiðkendur krakka og foreldra þ.e. synt 200 metra, hjólað 3km og hlaupið 1km. Fyrir íþróttaiðkendur unglinga, foreldra, þjálfara, leikmenn og þá sem æfa þríþraut var synt 400 metra, hjólað 10km og hlaupið 3km. Það var tvöfalt meiri þátttaka en gert hafði verið ráð fyrir, mögnuð stemning allan tímann og gríðarlega mikil ánæga með fyrsta jaxlinn. Áfram Fjölnir og áfram Fjölnisjaxlinn - Allir með á næsta ári!!!

Aðalstyrktaraðili Fjölnisjaxlins er eitt nýjasta og besta fyrirtækið í hverfinu Fanntófell og myndir er hægt að skoða hjá besta hverfisfjölmiðlinum okkar “Grafarvogsbúar”

https://www.facebook.com/Grafarvogsb%C3%BAar-111119802396520/

Knattspyrnudeild, Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Fjölnis vilja sérstaklega þakka öllum fyrir sitt framtak til að gera Fjölnisjaxlinn að veruleika þ.e. þátttakendum/keppendum, starfsmönnum/sjálfboðaliðum, ÍTR og Grafarvogssundlaug, starfsmönnum Grafarvogslaugar, áhorfendum, öllum styrktaraðilum og hverfisfjölmiðlinum Grafarvogsbúar fyrir ljósmyndatöku.

Myndir frá jaxlinum má sjá hér.


Frábærum sumarlestri lokið

Sumarlestrarátak Fjölnis vakti mikla lukku meðal gesta Borgarbókasafnsins í Spöng í sumar, en þetta er annað árið sem Fjölnir stendur fyrir þessu átakinu. Átakið gengur út á að minna börn og fullorðna um mikilvægi lesturs og að gleyma ekki að viðhalda lestrarfærni yfir sumartímann.

„Ég hef setið ófáa fundi sem formaður Foreldrafélags Kelduskóla með skólastjórum og kennurum þar sem fjallað hefur verið um hve mikið lestrar færnidettur niður á sumrin. Mér fannst því tilvalið að nýta starf mitt í þágu barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis til að minna á mikilvægi lesturs á sumrin“ segir Sævar Reykjalín í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis.

Fjölnisfólk úr ýmsu greinum valdi sínar uppáhaldsbækur og var þeim í framhaldi stillt upp í sérstökum standi í Borgarbókasafninu í Spöng.

„Við urðum greinilega vör við áhuga og að gestir skoðuðu útstillinguna á bókunum og það sem sagt var um Fjölnisfólkið. Sérstaklega vakti þetta athygli hjá börnum og gaman hvað þau voru ánægð að sjá þjálfarann sinn eða leikmann sem þau voru hrifin af og varð það oft tilefni til smá spjalls þeirra á milli um bækurnar, íþróttirnar, Fjölni og fleira“ segir Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Spöng og Árbæ.

„Okkur starfsfólkinu þykir mjög gaman að geta tekið þátt í þessu og láta safnið þannig tengjast betur hverfinu og íbúum þess“

Fjölnir vill þakka öllum þeim sem komu að og tóku þátt í þessu átaki kærlega fyrir og það er alveg öruggt að þetta verður endurtekið á næsta ári.

#FélagiðOkkar


Fjölnisjaxlinn 2019

Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.

Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link

Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link

#FélagiðOkkar


Fjölnir í Craft

Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.

Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.

Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.

Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.

Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.

Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.

Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Mynd: Þorgils G

Þríþraut hjá Fjölni

Þríþraut; hlaup, sund og hjól.

Kynningarfundur fimmtudaginn 29.ágúst kl. 18:00 í Egilshöll.

Hjólafólk, hlauparar og sundmenn, komið í nýjan hóp hjá Fjölni og æfið undir leiðsögn þjálfara.


Októberfest í Grafarvogi

Haustfagnaður Grafarvogs verður með Októberfest þema í ár!

Viðburðurinn verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 28.september. Við ætlum að skemmta okkur saman. Vertu með okkur á Októberfest í Grafarvogi 💛

Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Magni úr Á móti sól og Matti Matt úr Pöpunum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Múlakaffi mun sjá um alvöru Októberfest kræsingarnar 😋🍽

-Húsið opnar kl. 19:00 og lokar kl. 20:00.
-Stórglæsilegt happdrætti verður á staðnum.
-Veislustjóri er hinn eini sanni Maggi Hödd.
-Stefán Pálsson sagnfræðingur mun fræða viðstadda um íþróttir og bjór.
-Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur uppi alvöru stemningu.
-Magni og Matti Matt halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Miðaverð matur + ball er einungis kr. 7.900.-
Miðaverð á ball er kr. 3.500.-

kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
kl. 02:00 – Ballinu lýkur

Það eru 10 sæti á borði. Borðapantanir sendast á arnor@fjolnir.is Fyrstur kemur fyrstur fær!

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvsogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

#FélagiðOkkar


Íþróttaskóli Fjölnis

Þá höfum við stofnað námskeið fyrir haustönn.
 
„Íþróttaskóli Fjölnis > bæði kyn > 3 – 5“ og ber heitið „Haust“.
 
Tímabil: 7.september til 21.desember.
 
Verð: 16.900 kr.
 
Æfingar fara fram í Fjölnishöll alla laugardaga frá kl. 11:00-11:50.
 
Skráning fer fram í gegnum Nóra á https://fjolnir.felog.is/.
 
Allar nánari upplýsingar varðandi skráningu veitir skrifstofa Fjölnis.
 
#FélagiðOkkar

Íþróttaskóli Fjölnis


Skráning er hafin

Haustönn deildanna hefst í næstu viku. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn eða á https://fjolnir.felog.is/.

Boðið verður upp á fjölbreytt starf í 11 deildum þar sem iðkendur geta valið það sem hentar þeirra áhugasviði.

Allar nánar upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni eða á skrifstofa@fjolnir.is

Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

#FélagiðOkkar