Sumarlestrarátak Fjölnis
Í dag hófst formlega sumarlestrarátak Fjölnis, Áfram lestur!, og varð Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fyrst til að þiggja Fjölnis bókamerkið.
Bókamerkinu verður á næstu dögum og viku dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnis bókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í Fjölnis bókamerkið.
Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.
#FélagiðOkkar
Á myndinni eru þau Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Sævar Reykjalín forsvarsmaður átaksins
Bókamerkið með mynd af Degi Ragnarssyni úr skákdeild Fjölnis.
Bókamerkið með mynd af Herdísi Birnu Hjaltalín úr listskautadeild Fjölnis.
Æfingar eldri flokka hefjast að nýju
Æfingar eldri flokka hefjast að nýju með hefðbundnum hætti frá og með mánudeginum 25. maí.
- Búið er að opna fyrir notkun á klefum.
- Styrktarsalurinn í Dalhúsum fer í notkun um leið og tímatafla verður staðfest.
Laus sumarstörf í Dalhúsum
UPPFÆRT!
Búið er að ráða í allar stöður. Við þökkum umsækjendum kærlega fyrir.
#FélagiðOkkar
Æfingar falla niður á fimmtudaginn
Allar æfingar falla niður í Egilshöll á uppstigningardegi næstkomandi fimmtudag.
#FélagiðOkkar
Vorhreingerning í Dalhúsum
Kæra Fjölnisfólk,
Núna á laugardaginn ætlum við að láta hendur standa frammúr ermum og gera svæðið okkar í Dalhúsum fínt og klárt fyrir sumarið – við byrjum kl. 10.
1) Gott er að taka með sér þessi helstu verkfæri t.d. skóflur, tuskur, strákústa, arfasköfu og plokkara. Það verða svartir ruslapokar á staðnum.
2) FJÖLNISFLÖSKUR – til að slá tvær flugur í einu höggi þá býðst félagið til að taka við flöskum og dósum frá Grafarvogsbúum og fara með í endurvinnsluna. Við hvetjum fólk til að tæma bílskúrinn og geymsluna hjá sér og koma með flöskurnar í Dalhús á laugardaginn og styrkja þannig félagið.
Fyrir harðduglega sjálfboðaliða verður svo boðið upp á grillaðar pulsur og gos upp úr kl. 12:30 🌭🥤
Munum einnig vitanlega virða 2 metra regluna eins og kostur er.
Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn svo hægt sé að áætla fjölda:
Hlökkum til að sjá ykkur! 😊
#FélagiðOkkar
Upplýsingar til forráðamanna og iðkenda
Kæru forráðamenn og iðkendur,
Við gleðjumst yfir því að á morgun geta börnin okkar hafið hefðbundið íþróttastarf. Seinustu daga hafa stjórnendur félagsins í samvinnu við fulltrúa allra deilda unnið hörðum höndum að góðu skipulagi fyrir forráðamenn, iðkendur og þjálfara félagsins. Egilshöllin er sem fyrr hjarta Fjölnis og þar er langstærsti hluti starfsemi okkar. Við bendum á að íþróttasalurinn í Dalhúsum er lokaður vegna viðgerða á gólfi, þá er styrktarsalurinn einnig lokaður. Fundabókanir fara fram á vefnum okkar https://fjolnir.is/felagid-okkar/fundabokanir/.
Hér eru nokkrir mikilvægir punktar:
- Vegna tilslakana á samkomubanni má barnastarf íþróttafélaga hefjast aftur með hefðbundnum hætti mánudaginn 4.maí.
- Vegna fjöldatakmarkana hjá fullorðnum er mikilvægt að ef það þarf að fylgja barni á æfingar að aðeins eitt foreldri mæti með barnið á æfingasvæðið. Óheimilt er að vera inn á æfingasvæði meðan á æfingu stendur. Athugið að foreldrum iðkenda sunddeildar er óheimilt að fylgja börnunum í klefana og ofan í laugina. Sundsambandið er í viðræðum við Reykjavíkurborg um þetta mál.
- Það er mikilvægt að huga að almennu hreinlæti, iðkendur skulu þvo hendur með sápu og spritta áður en æfing hefst.
- Við sem erum 16 ára og eldri þurfum ennþá að halda tveggja metra fjarlægð og huga að almennu hreinlæti.
- Við reynum að koma sem minnst við öll áhöld (bæði þjálfarar og foreldrar).
- Klefar eru lokaðir fyrst um sinn. Við brýnum fyrir iðkendum að vera klædd í æfingafatnað undir öðrum fatnað. Við brýnum fyrir þjálfurum að skipuleggja svæði á æfingasvæði fyrir útifatnað og skó.
- Frístundafylgdin fer ekki af stað. Við bíðum eftir frekari upplýsingum frá Strætó. Við vonumst eftir því að geta hafið fylgdina á ný sem allra fyrst.
- Upplýsingar um inn- og útgang í Egilshöll er að finna á meðfylgjandi skýringarmynd.
- Við bendum forráðamönnum og iðkendum á að hafa samband við þjálfara og yfirþjálfara fyrir nánari upplýsingar varðandi æfingar og keppni.
Ef það eru einhverjar spurningar þá hikið þið ekki við að hafa samband við okkur. Þetta er allt mjög nýtt fyrir okkur öllum. Við erum #FélagiðOkkar! Stöndum þétt saman.
Tilkynning frá skrifstofu
Kæru forráðamenn og iðkendur Fjölnis,
Tekin hefur verið ákvörðun af stjórnendum félagsins á þessum fordæmalausu tímum að lengja æfingatímabil félagsins í barna- og unglingastarfi til að mæta þeim æfingum sem fallið hafa niður til viðbótar þeirri fjarþjálfun sem farið hefur fram. Unnið verður með hverri deild að útfærslu á viðbótarvikum. Komið verður til móts við iðkendur í júní eða júlí.
Stjórnendur félagsins vilja koma á framfæri miklu þakklæti til þjálfara og stjórnarfólks í félaginu á þessum fordæmalausu tímum.
#FélagiðOkkar
Páskaopnun
Opnunartími skrifstofu:
*LOKAÐ frá og með mánudeginum 6.apríl til og með mánudagsins 13.apríl sem og á sumardaginn fyrsta
*Hægt að senda fyrirspurn á netfangið skrifstofa@fjolnir.is
Kær kveðja,
Starfsfólk skrifstofu
Tilkynning frá skrifstofu
Skrifstofa Fjölnis vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri til allra félagsmanna:
- Allar hugsanlegar útfærslur í tengslum við æfingagjöld verða teknar þegar að skýrari mynd kemur á hvernig staðan verður ásamt mögulegri aðstoð frá hinu opinbera. Við kappkostum að halda æfingum og þjónustu gangandi í gegnum fjarþjálfun og okkur sýnist það hafa gengið vel.
- Við hvetjum iðkendur til að viðhalda hreyfingu og æfingum eins vel og hægt er, með fjarþjálfun frá þjálfara eða annars konar hreyfingu með fjölskyldunni. Ef einhver telur sig ekki hafa fengið leiðbeiningar eða æfingar til að gera heima þá er honum velkomið að hafa samband við Arnór markaðsfulltrúa á netfangið arnor@fjolnir.is. Við bendum til dæmis á hreyfibingó Fjölnis.
- Við viljum koma á framfæri þakklæti til þjálfara, stjórnarmanna og annarra sem tengjast félaginu fyrir góð viðbrögð og hjálpsemi á erfiðum tímum. Við stöndum saman, öll sem eitt, fyrir #FélagiðOkkar.