Til upplýsingar
14. ágúst tók í gildi ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 12. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 27. ágúst kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 (tekið af vef isi.is).
Stærsta breytingin sem snýr að íþróttahreyfingunni er 6. grein auglýsingarinnar sem á við um nálægðartakmarkanir í íþróttum. Sérsambönd ÍSÍ eiga að setja sér reglur í samstarfi við ÍSÍ um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum þannig að snertingar séu heimilar (tekið af vef isi.is).
Almenna reglan er sú að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum hjá iðkendum fædd árið 2004 og fyrr, þann tíma sem auglýsingin gildir, samanber minnisblað sóttvarnalæknis. Á íþróttaviðburðum yngri iðkenda gildir 100 manna fjöldatakmörkun og 2 metra fjarlægð.
Samantekt og áherslupunktar:
- Virðum 2 metra regluna á íþróttasvæðinu okkar, þetta á við um öll rými s.s. búningsklefa, íþróttsali og fundarými.
- Hugum að einstaklingsbundnum sóttvörnum og smitvörnum. Handþvottur og spritt og notkun gríma ef það er ómögulegt að viðhalda 2 metra fjarlægð.
- Forðumst blöndun flokka og hópa.
- Forðumst margmenni að óþörfu og höldum áfram að vera skynsöm.
- Höldum í bjartsýni og jákvæðni, það er gott að brosa.
Reglur KSÍ um sóttvarnir vegna COVID-19
Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar
Minnisblað sóttvarnalæknis til ráðherra, dags. 11. ágúst
Reglur HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19
Reglur annarra sérsambanda sem hafa fengið samþykki ÍSÍ og sóttvarnarlæknis
Upplýsingar til forráðamanna vegna XPS Network / Sideline
Kæru forráðamenn og iðkendur,
Nú erum við að fara í okkar annað tímabil með notkun á XPS Network / Sideline appinu.
Samningur á milli Fjölnis og Sideline Sports gerir öllum þjálfurum Fjölnis kleift að vinna með Sideline í sínu starfi sem mun hjálpa félaginu við að efla umgjörð, skipulag og gæði í kringum íþróttastarf félagsins.
Fyrir forráðamenn og iðkendur þá er um að ræða nýjan samskiptahluta í vörulínu Sideline. Samskiptahlutinn er ekki síst mikilvægur en með honum geta þjálfarar, iðkendur og forráðamenn haft yfirsýn með starfi Fjölnis í gegnum app í snjallsíma eða spjaldtölvu. Með Sideline appinu er með einföldum hætti hægt að hafa yfirsýn yfir æfingar, mætingar og margt fleira. Þjálfari getur með einföldum hætti sent út tilkynningar og haft samskipti við iðkendur eða forráðamenn.
Forráðamenn og iðkendur sem eru 18 ára og eldri eru beðin um að skrá sig út og aftur inn með rafrænum skilríkjum (sjá mynd).
Ef iðkendur fá beiðni um að skrá inn með fjögurra stafa PIN númer þá þurfa forráðamenn að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum HÉR.
Forráðamenn og iðkendur eru beðin um að ná í appið HÉR.
Allar nánari upplýsingar og aðstoð má nálgast HÉR.
Aðeins þeir sem hafa gengið frá skráningu í félagið fá aðgang að appinu og því mikilvægt að ganga frá því á skráningasíðunni okkar https://fjolnir.felog.is/.
Við erum að vinna í uppsetningu á nýrri önn og biðjum ykkur að sýna biðlund og þolinmæði 🙂
Allar nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is
Upplýsingar til félagsmanna
Kæru forráðamenn, iðkendur og þjálfarar,
Í ljósi nýrra takmarkana á samkomum frá og með 31. júlí til og með 13. ágúst er þeim tilmælum beint til eldri flokka (16 ára og eldri, f. 2004 og fyrr):
- Að gert verði hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til og með 13. ágúst næstkomandi eða þar til núgildandi auglýsing um takmarkanir á samkomum fellur úr gildi.
- Að æfingar og keppni í íþróttum án snertingar haldi áfram eftir því sem hægt er, að virtum reglum um fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra.
- Að sameiginlegur búnaður verði sótthreinsaður milli notkunar/notenda.
Þetta þýðir að ef hægt er að æfa með því að fylgja ítrustu takmörkunum er það heimilt. Við ítrekum að nauðsynlegt er að gæta fyllstu varúðar og fara í einu og öllu að tilmælum heilbrigðisyfirvalda s.s. að virða fjarlægðarmörk og huga að handþvotti og sóttvörnum. Við höfum ákveðið að loka styrktarsalnum í Dalhúsum og búningsklefum í Egilshöll og Dalhúsum til og með 13. ágúst.
Æfingar yngri iðkenda, þeirra sem eru 15 ára og yngri (f. 2005 eða síðar) fara fram með óbreyttu sniði. Við beinum því til forráðamanna að ef það þarf að fylgja barni á æfingar að aðeins einn forráðamaður mæti með barnið. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá höfum við skilgreint inn- og útganga við Egilshöll. Vinsamlegast kynnið ykkur myndina vel.
Stjórnendur félagsins vinna náið með yfirþjálfurum og öðrum starfsmönnum félagsins í úrlausnum á æfingum fyrir þann hóp sem takmarkanirnar hafa mest áhrif á. Staðan er endurmetin eftir þörfum, í takt við uppfærð tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Allar uppfærslur má finna á Facebook Fjölnis og heimasíðu okkar www.fjolnir.is.
Við óskum eftir því að allir félagsmenn okkar sýni gott fordæmi og hjálpi okkur að fylgja þessum tilmælum, með lausnarmiðuðum hugsunarhætti og jákvæðni.
Með Fjölniskveðju,
Forsvarsmenn Fjölnis
Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.
Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!
Októberfest Grafarvogs
Við bjóðum haustið velkomið á Októberfest Grafarvogs laugardaginn 26. september.
Borðapantanir á vidburdir@fjolnir.is.
Glæsileg dagskrá, frábær matur frá Múlakaffi og tryllt ball með Magna í Á móti sól, Jónsa Í svörtum fötum og Sölku Sól. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!
Matur + ball: kr. 8.900.-
Ball: kr. 3.900.- í forsölu.
kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
Það eru 12 sæti á borði.
Reynslan sýnir að þar sem Grafarvogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!
Rafíþróttahópur Fjölnis keppti í Rocket League
Fjölnir átt eitt lið á 3v3 móti í Rocket League hjá Rocket League Ísland (RLÍS) sem fór fram sunnudaginn 31. maí síðastliðinn. Mótið er hluti af sumarmótaröð RLÍS.
Þetta höfðu okkar menn að segja eftir mótið:
„Við kláruðum riðilinn okkar í öðru sæti með fjóra sigra og eitt tap, og vorum svo naumlega slegnir út í fyrsta leik útsláttarkeppninnar. Sú leikjasería var sýnd í beinni með lýsendum. Að ná í útsláttarkeppnina var lágmark sem við vildum fyrir mót, þó við virkilega vildum ná í undanúrslit“.
Hér má sjá Facebook síðu Rocket League Ísland: https://www.facebook.com/RocketLeagueIceland
Hér má sjá stöðuna eftir riðlakeppnina.
Liðið skipuðu þeir Smívar, Scooby og HemmiGumm.
#FélagiðOkkar
Mynd fengin frá Facebook síðu Rocket League Ísland.
Áminning á tímum Covid-19
Uppfært 29.06.20 kl. 10:00:
Við viljum minna þá á sem sækja svæði Fjölnis að virða tilmæli Almannavarna, huga að handþvotti og almennu hreinlæti ásamt því virða 2 metra regluna fyrir þá sem þess óska. Þeir sem finna fyrir einkennum eða eru slappir eru hvattir til að vera heima og gera ráðstafanir s.s. að fara í skimun.
Höldum FÓKUS og stöndum saman!
Domino's styður Fjölni
,,Domino’s styður við Fjölni!
Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn Fjölnis 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann FJOLNIR þegar pantað er á vef/appi 🍕
Þar að auki mun 👉 Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til Fjölnis 👈 svo við hvetjum okkar fólk til að panta! Margt smátt gerir eitt stórt! 😊“
#FélagiðOkkar
Æfingar falla niður sunnudag og mánudag
Æfingasvæði Fjölnis eru lokuð næstkomandi sunnudag (hvítasunnudagur) og mánudag (annar í hvítasunnu).
#FélagiðOkkar
Fjölnishellirinn
Ný aðstaða Fjölnis í austurenda Egilshallar hefur fengið nafnið Fjölnishellirinn.
Eins og áður hefur komið fram þá gafst félagsmönnum tækifæri á að senda inn tillögur þar sem þrjár voru valdar. Í framhaldi af því var efnt til kosninga um nafnið.
115 atkvæði bárust sem skiptust á eftirfarandi hátt: Lengjan (20), Fjölnishellirinn (73) og Austrið (22).
Við óskum öllum félagsmönnum til hamingju með nýtt og flott nafn á nýju aðstöðunni okkar í Egilshöll.
Fyrir hverja er Fjölnishellirinn?
Nýja aðstaðan okkar mun sérstaklega breyta umhverfi frjálsíþróttadeildar til hins betra, sem hefur þurft að sækja æfingar í Laugardalinn undanfarin ár. Nú gefst deildinni tækifæri á að vaxa enn frekar. Á sama tíma mun aðstaðan nýtast öllum deildum félagsins sem hafa áhuga að halda úti styrktar- og þrekæfingum.
#FélagiðOkkar