Barbarinn styður Fjölnisjaxlinn

Gaman að segja frá því að Barbarinn verður einn af aðalstyrktaraðilum Fjölnisjaxlsins 2020 sem stefnt er að halda í lok september. Nánari dagsetning verður auglýst þegar nær dregur.

Fjölnisjaxlinn 2019 heppnaðist glæsilega og var frábær þátttaka. Fjölnisjaxlinn er 400 m sund, 10 km hjól og 3 km hlaup fyrir unglinga og fullorðna en 200 m sund, 3 km hjól og 1 km hlaup fyrir börn/unglinga og foreldra.

Sjá samantekt frá Fjölnisjaxlinum 2019 HÉR.

Barbarinn er ný og glæsileg hárklippistofa í borginni. Engar tímapantanir bara skrá sig á www.barbarinn.is og þú ert komin í röðina og færð sms 15 mín áður en kemur að þér. Í tilefni myndarlegs styrktarsamnings Barbarans við Fjölnisjaxlinn þá hvetjum við Fjölnisfólk og alla Grafarvogsbúa til að nýta þeirra frábæru þjónustu og ótrúlega góðu verð. Klipping kostar 5.500 kr. fyrir fullorðna, 4.500 kr. fyrir börn.

Á myndinni má sjá Þórstein Ágústsson framkv.stj. Barbarans og Trausta Harðarson forsvarsmann Fjölnisjaxlsins 2020.


Fréttatilkynning vegna Covid-19

Uppfært 16.03.2020 kl. 10:00: Allar æfingar falla niður hjá félaginu til og með 22.mars.

Þetta þýðir að íþróttasvæði Fjölnis:

  • Dalhús
  • Egilshöll (knatthús, fimleikasalur, Fjölnishöll, karatesalur, austurendi og skautasvell)

loki tafarlaust frá og með deginum í dag. Félagsrými félagsins í Egilshöll verður opið (fundabókanir) en við brýnum fyrir öllum að fara að tilmælum Almannavarna. Við munum endurmeta stöðuna á degi hverjum, samhliða nýjum upplýsingum frá íþróttahreyfingunni og Almannavörnum. Við biðjum félagsmenn að aðstoða okkur við að koma þessum skilaboðum áleiðis. Á sama tíma hvetjum við iðkendur til að hreyfa sig í góða veðrinu; fara út að skokka, gera æfingar heima og stunda slökun.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Auglýsing á takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Símatími félagsins verður óbreyttur, s. 578-2700. Við hvetjum félagsmenn til að senda okkur fyrirspurnir á skrifstofa@fjolnir.is.


Aðalfundur Fjölnis

Aðalfundur Fjölnis fór fram í gær að viðstöddum um 40 manns í Miðjunni, félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Fundarsköp voru að venju hefðbundin undir dyggri stjórn Gunnars Jónatans fundarstjóra.

 

Stjórn Fjölnis kjörin á aðalfundi 9.mars 2020

NafnHlutverkNetfangKjörtímabil
Jarþrúður Hanna JóhannsdóttirFormaðurformadur@fjolnir.is2025
Álfheiður Sif JónasdóttirMeðstjórnandiadalstjorn@fjolnir.is2026
Guðlaug Björk KarlsdóttirMeðstjórnandiadalstjorn@fjolnir.is2025
Gunnar BjarnasonMeðstjórnandiadalstjorn@fjolnir.is2026
Gunnar Ingi JóhannssonMeðstjórnandiadalstjorn@fjolnir.is2025
Gunnar JónatanssonMeðstjórnandiadalstjorn@fjolnir.is2025
Inga Björk GuðmundsdóttirMeðstjórnandiadalstjorn@fjolnir.is2026
Tinna Arnardóttir1. varamaðuradalstjorn@fjolnir.is2025
Jón Ágúst Guðmundsson2. varamaðuradalstjorn@fjolnir.is2025

 

Heiðranir félagsins

Silfurmerki:

186. Valgerður Sigurðardóttir, aðalstjórn

185. Jósep Grímsson, aðalstjórn

184. Kolbeinn Kristinsson, knattspyrna

183. Geir Kristinsson, knattspyrna

Gullmerki:

33. Árni Hermannsson

Heiðursfélagi:

4. Jón Þorbjörnsson

 

Allar tillögur að lagabreytingum félagsins voru samþykktar:

Tillögur að lagabreytingum

 

Við þökkum öllum sem mættu, áfram Fjölnir, áfram #FélagiðOkkar


Tillögur að lagabreytingum

Tillögur að lagabreytingum á aðalfundi Fjölnis 9.mars 2020


Dagur Ragnarsson sigurvegari MÓTEX skákhátíðarinnar 2020

Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.


Nýr formaður knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn í Egilshöll mánudaginn 17. febrúar sl.

Kolbeinn Kristinsson er nýr formaður knattspyrnudeildar og þá var jafnframt mynduð ný stjórn.

Níu einstaklingar auk Kolbeins voru í framboði til stjórnar; Kári Arnórsson, Geir Kristinsson, Marinó Þór Jakobsson, Steindór Birgisson, Hjörleifur Þórðarson, Jóhann Rafn Hilmarsson, Ívar Björnsson, Jósep Grímsson og Trausti Harðarson.

Þessir aðilar skipa því stjórn knattspyrnudeildar 2020-2021

Við viljum nota tækifærið og hvetja alla Grafarvogsbúa og Fjölnisfólk til að sýna félaginu áhuga í orði og verki. Allt frá iðkun barna sinna upp í afreksstarfið í meistaraflokkunum auk annarra almennra viðburða á vegum félagsins.

Þá vill félagið þakka fráfarandi stjórnarmönnum kærlega fyrir sín störf og þá sérstaklega þeim Árna Hermannssyni og Kristjáni Einarssyni fyrir ómetanlega og óeigingjarna vinnu undanfarin áratug eða svo í þágu félagsins.

#FélagiðOkkar


Aðalfundur Fjölnis

Aðalfundur Fjölnis fer fram mánudaginn 9.mars kl. 18:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Aðalfundir deilda félagsins

Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:

10.02.2020 kl. 18:00 - Listskautadeild (Egilshöll)

10.02.2020 kl. 21:00 - Frjálsíþróttadeild (Egilshöll)

12.02.2020 kl. 20:00 - Íshokkídeild (Egilshöll)

13.02.2020 kl. 19:30 - Tennisdeild (Tennishöllin)

17.02.2020 kl. 18:00 - Knattspyrnudeild (Egilshöll)

18.02.2020 kl. 18:00 - Skákdeild (Egilshöll)

19.02.2020 kl. 18:00 - Fimleikadeild (Egilshöll)

19.02.2020 kl. 20:00 - Karatedeild (Egilshöll)

20.02.2020 kl. 18:00 - Sunddeild (Egilshöll)

20.02.2020 kl. 20:00 - Handknattleiksdeild (Egilshöll)

25.02.2020 kl. 20:00 - Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Vinningaskrá happdrættis

Vinningaskrá happdrættis þorrablóts Grafarvogs 2020 má finna í meðfylgjandi skjali og myndum


Samstarfssamningur Fjölnis og Byko

Fjölnir og BYKO gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna- og unglingastarf körfuknattleiksdeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. BYKO vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna og afreksstarf félagins. Það er Fjölni mikið gleðiefni að hefja samstarf með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.

Á myndinni eru Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri BYKO og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.

https://byko.is/

#FélagiðOkkar