Strætófylgdin í desember

Strætófylgdin verður með hefðbundnum hætti til og með þriðjudagsins 22. desember.

Við tökum svo upp þráðinn að nýju mánudaginn 4. janúar.

Sjá nánar á Besta leiðin

-Starfsfólk Fjölnis


Í­þrótta­starf í kórónu­veirufar­aldri: Sótt­varnir og í­þrótta­starf eiga sam­leið

Fyrir helgina birtist áhugaverð grein á Vísi eftir Ingvar Sverrisson, formann Íþróttabandalags Reykjavíkur, þar sem hann tekur fyrir áhrif kórónuveirunnar á íþróttastarfsemi.

„Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma.“

Greinina í heild sinni má lesa hér


Tillaga borgarstjóra um bætta aðstöðu knattspyrnumála í Grafarvogi

16. nóvember lagði borgarstjóri fram tillögu varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Tillagan var samþykkt en hana má sjá hér:

„Lagt er til að skoðaðir verði, með Fjölni o.fl., valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi.“

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

„Knattspyrnuaðstaða í Grafarvogi er eitt þeirra verkefna sem raðaðist hæst í forgangsröðun íþróttamannvirkja. Í þessari tillögu er samþykkt að skoðaðir verði, með Fjölni og fleiri aðilum valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Fyrir liggja hugmyndir félagsins um bætta aðstöðu við Dalhús eða Egilshöll sem nauðsynlegt er að rýna áður en ákvörðun um framhald verður tekin.“


Hugleiðingar markaðsfulltrúa

Höfundur starfar sem markaðsfulltrúi Fjölnis.

Kæru Grafarvogsbúar,

Mig langar að segja ykkur frá frábærum viðburði sem við munum standa fyrir laugardaginn 28. nóvember. Fyrst ætla ég aðeins að þræða söguna.

Það er eflaust sagan endalausa að íþróttafélög þurfi að leita til fólksins í hverfinu. Starfið stendur og fellur með dulegum sjálfboðaliðum hvort sem er í stjórnar- og/eða nefndarstörfum eða þjálfun barnanna okkar. Foreldrar eru svo annar angi en öflugt foreldrastarf skilar sér beint til iðkenda. En í þessu starfi myndast einnig mikil vinátta, alveg eins og gerist í skóla eða vinnu. Það er því gríðarlega dýrmætt að gefa af sér til hverfisfélagsins.

Ég er uppalinn Grafarvogsbúi og Fjölnismaður, í húð og hár og geri mér grein fyrir að það eru ekki allir sem dýrka og dá hverfisfélagið eða hafa áhuga á að koma að starfinu öðruvísi en að vera foreldri eða einfaldlega íbúi í hverfinu. Enn fremur reyni ég eftir fremsta megni að virða afstöðu þeirra sem hafa engan áhuga á starfi hverfisfélagsins en það er oft erfitt að hugsa út fyrir íþróttabúbbluna 😅😅

Nú sjáum við vonandi fyrir endann á veirunni og það er mjög gleðilegt að starfið sé farið af stað, þó ekki að fullu. Það skiptir bara öllu máli að sjá líf og fjör í Egilshöll og Dalhúsum og þannig viljum við hafa það.

———————

Ef við komum okkur svo að tilgangi og markmiði færslunnar þá höfum við seinustu 2 ár lagt mikið upp úr því að nýta tæknina, kynna félagið vel á miðlunum okkar og láta hverfið vita hvað sé á döfinni. Við erum stórt og flott hverfi sem hefur allar burði til að vera hverfi sem styður óendanlega vel við hverfisfélagið sitt, hvort sem er í formi sjálboðaliða, foreldra, iðkenda eða áhorfenda á leikjum, mótum og viðburðum.

Þorrablótið hefur fest sig rækilega í sessi og við getum hreinlega ekki beðið eftir því að hitta ykkur í troðfullum sal í stanslausu stuði. Í framhaldi af árangri þorrablótsins höfum við verið að byggja upp októberfest sem annan af stóru viðburðum félagsins ár hvert. Við gerum okkur grein fyrir því að það mun taka tíma og í ár erum við að standa frammi fyrir stærstu mögulegu hindrun, þ.e við getum ekki haldið fisískan viðburð. Það tókst mjög vel til í fyrra, sem var fyrsta útgáfan af svokölluðu októberfesti. Þetta er viðburður sem hefur alla möguleika til að sameina hverfið, sannkallaður hverfisviðburður. Frábær matur, góð tónlist og stanslaust stuð! Við getum ekki beðið um meira, eða hvað?

Ég vil með þessari færslu hvetja ykkur, kæru Grafarvogsbúar, til að kaupa miða á rafræna októberfestið okkar og styðja við áframhaldandi öflugt starf hverfisfélagsins.

Innifalið í 5.000 kr miðaverði á mann er:

  • Matur heim að dyrum frá Múlakaffi
  • Beint streymi frá frábærum tónleikum með Magna í Á móti sól og fleiri frábærum tónlistarmönnum

Allt fyrir #FélagiðOkkar 💛
Arnór Ásgeirsson


Leiðbeiningar vegna tilslakana á samkomutakmörkunum

Uppfært 16.11.2020 kl. 16:00:

Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi frá og með miðvikudeginum 18. nóvember er íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar (15 ára og yngri) heimilað.

Við beinum því til allra deilda að setja starfið á fullt aftur samkvæmt æfingatöflu.

Strætófylgdin fer af stað með hefbundnum hætti samhliða æfingum.

Hér má finna nánari útlistun á reglugerðinni

Ný reglugerð er í gildi frá og með 18. nóvember til og með 1. desember.

Hvaða áhrif hefur þetta á okkur?

  • Æfingar heimilar hjá iðkendum fædd 2005 og síðar (15 ára og eldri)
  • Æfingar óheimilar hjá iðkendum fædd 2004 og fyrr (16 ára og eldri)
  • Starfsfólk skrifstofu er ýmist að vinna í Egilshöll eða að heiman. Vinsamlega hafið beint samband við viðkomandi starfsmann ef þið þurfið að mæla ykkur mót.
    o Netföng starfsfólks: https://fjolnir.is/felagid-okkar/skrifstofa/
  • Þær deildir sem óska eftir fundaraðstöðu eru beðnar að hafa samband við Arnór á arnor@fjolnir.is.
  • Gengið inn í Egilshöll:
    • Handbolti og karfa inn austan megin
    • Aðrar deildir notast við aðalinngang

Við erum #FélagiðOkkar


Ekki missa af Októberfest Grafarvogs í beinni til þín

Kæru Grafarvogsbúar,

Nú er kominn tími til að lyfta sér upp með öruggum hætti. Við höfum tekið höndum saman í samvinnu með Sonik, Keiluhöllinni Egilshöll, Ölgerðinni og Múlakaffi.

Við ætlum að halda Októberfest Grafarvogs laugardaginn 28. nóvember á milli klukkan 20 og 23. Við byrjum á skemmtilegri Kahoot! spurningakeppni þar sem öll fjölskyldan getur tekið þátt. Síðan á milli klukkan 21 og 23 verður brjálað partý með Magna í Á móti sól og hans vinum. Þetta verður allt gagnvirkt þannig að þið getið sent inn og fengið ykkar óskalög. Kaupendur fá aðgang að læstri vefslóð.

Boðið verður upp á stórglæsilegan partýmat frá Múlakaffi sem verður keyrður heim til ykkar á milli klukkan 19 og 20. Valin partý verða heimsótt og sendum við beint út þaðan. Þú getur nálgast matseðilinn HÉR.

Þessu verður öllu streymt beint frá Shake & Pizza heim í stofu til ykkar – Óvænt skemmtiatriði verða í boði.

Miðaverð er aðeins 5.000 kr. á mann og er allt að ofan innifalið.

Miðasala á vidburdir@fjolnir.is

Nú er um að gera fyrir fjölskylduna eða vinahópana að sameinast með okkur með öruggum hætti þetta kvöld og gera þetta að ógleymanlegu kvöldi. Já og auðvitað þurfa allir að muna eftir að fara í októberfest fötin ef við skyldum kíkja í heimsókn til ykkar.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Fjáröflunarvörur Fjölnis eru komnar!

Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.

Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.
Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.
Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.

Sölutímabilið stendur yfir frá og með miðvikudeginum 4. nóvember til og með sunnudeginum 8. nóvember.

Afhending á vörum verður fimmtudaginn 12. nóvember frá kl. 17-19 við Egilshöll. Starfsfólk skrifstofu, þjálfarar og sjálfboðaliðar munu sjá til þess að afhenda þér vörurnar beint í bílinn.

Við bjóðum einnig upp á heimsendingu gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.

Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.

#FélagiðOkkar

 

Þú getur fyllt út sölublaðið að neðan eða smellt HÉR til að nálgast það.


Framlenging æfingabanns

Að kröfu sóttvarnaryfirvalda og Reykjavíkurborgar höfum við framlengt æfingabann á svæðum félagsins. Staðan verður endurmetin í samvinnu við þessa aðila að viku lokinni.

Meðfylgjandi er texti úr tilkynningu sem barst frá almannavörnum:

„Sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir hafa hvatt alla og höfuðborgarsvæðið sérstaklega til að halda áfram að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum næstu vikur. Markmiðið er að draga úr dreifingu og vexti veirunnar og vinna gegn auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Samfélagið á mikið undir því að það takist að halda skólastarfi gangandi. Því er lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Að öðrum kosti getur eitt smit leitt til að óþarflega stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í einangrun eða sóttkví.“

Við viljum hvetja iðkendur til að vera dugleg að stunda æfingar heima og taka þátt í áskoruninni okkar #FjölnirHeima.

Smelltu hér til að lesa meira um áskorunina.


Vel yfir 100 manns tóku þátt í stefnumótun Fjölnis 2020

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í gegnum netið á stefnumótunarfundi Fjölnis 2020. Góðar og miklar umræður sköpuðust og það er ljóst að við erum með gott efni í höndunum til að taka næstu skref í stefnumótun markaðs- og kynningarmála og afreksmála.

Við þökkum Gunnari Jónatanssyni fyrir öfluga og faglega fundarstjórn.

#FélagiðOkkar

Hér má nálgast upptöku af fyrri fundinum: https://tinyurl.com/y4x94zw5

Hér má nálgast upptöku af seinni fundinum: https://tinyurl.com/y5tcmj4d