Októberfest Grafarvogs

Við bjóðum haustið velkomið á Októberfest Grafarvogs laugardaginn 26. september.

Borðapantanir á vidburdir@fjolnir.is.

Glæsileg dagskrá, frábær matur frá Múlakaffi og tryllt ball með Magna í Á móti sól, Jónsa Í svörtum fötum og Sölku Sól. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Matur + ball: kr. 8.900.-
Ball: kr. 3.900.- í forsölu.

kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti

Það eru 12 sæti á borði.

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

Mynd uppfærð 14. júlí


Rafíþróttahópur Fjölnis keppti í Rocket League

Fjölnir átt eitt lið á 3v3 móti í Rocket League hjá Rocket League Ísland (RLÍS) sem fór fram sunnudaginn 31. maí síðastliðinn. Mótið er hluti af sumarmótaröð RLÍS.

Þetta höfðu okkar menn að segja eftir mótið:

„Við kláruðum riðilinn okkar í öðru sæti með fjóra sigra og eitt tap, og vorum svo naumlega slegnir út í fyrsta leik útsláttarkeppninnar. Sú leikjasería var sýnd í beinni með lýsendum. Að ná í útsláttarkeppnina var lágmark sem við vildum fyrir mót, þó við virkilega vildum ná í undanúrslit“.

Hér má sjá Facebook síðu Rocket League Ísland: https://www.facebook.com/RocketLeagueIceland

Hér má sjá stöðuna eftir riðlakeppnina. 

Liðið skipuðu þeir Smívar, Scooby og HemmiGumm.

#FélagiðOkkar

Mynd fengin frá Facebook síðu Rocket League Ísland.


Áminning á tímum Covid-19

Uppfært 29.06.20 kl. 10:00:

Við viljum minna þá á sem sækja svæði Fjölnis að virða tilmæli Almannavarna, huga að handþvotti og almennu hreinlæti ásamt því virða 2 metra regluna fyrir þá sem þess óska. Þeir sem finna fyrir einkennum eða eru slappir eru hvattir til að vera heima og gera ráðstafanir s.s. að fara í skimun.

Höldum FÓKUS og stöndum saman!


Domino's styður Fjölni

,,Domino’s styður við Fjölni!

Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn Fjölnis 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann FJOLNIR þegar pantað er á vef/appi 🍕

Þar að auki mun 👉 Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til Fjölnis 👈 svo við hvetjum okkar fólk til að panta! Margt smátt gerir eitt stórt! 😊“

#FélagiðOkkar


Æfingar falla niður sunnudag og mánudag

Æfingasvæði Fjölnis eru lokuð næstkomandi sunnudag (hvítasunnudagur) og mánudag (annar í hvítasunnu).

#FélagiðOkkar


Fjölnishellirinn

Ný aðstaða Fjölnis í austurenda Egilshallar hefur fengið nafnið Fjölnishellirinn.

Eins og áður hefur komið fram þá gafst félagsmönnum tækifæri á að senda inn tillögur þar sem þrjár voru valdar. Í framhaldi af því var efnt til kosninga um nafnið.

115 atkvæði bárust sem skiptust á eftirfarandi hátt: Lengjan (20), Fjölnishellirinn (73) og Austrið (22).

Við óskum öllum félagsmönnum til hamingju með nýtt og flott nafn á nýju aðstöðunni okkar í Egilshöll.

 

Fyrir hverja er Fjölnishellirinn?

Nýja aðstaðan okkar mun sérstaklega breyta umhverfi frjálsíþróttadeildar til hins betra, sem hefur þurft að sækja æfingar í Laugardalinn undanfarin ár. Nú gefst deildinni tækifæri á að vaxa enn frekar. Á sama tíma mun aðstaðan nýtast öllum deildum félagsins sem hafa áhuga að halda úti styrktar- og þrekæfingum.

 

#FélagiðOkkar


Sumarlestrarátak Fjölnis

Í dag hófst formlega sumarlestrarátak Fjölnis, Áfram lestur!, og varð Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fyrst til að þiggja Fjölnis bókamerkið.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og viku dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnis bókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í Fjölnis bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar

Á myndinni eru þau Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Sævar Reykjalín forsvarsmaður átaksins

Bókamerkið með mynd af Degi Ragnarssyni úr skákdeild Fjölnis.

Bókamerkið með mynd af Herdísi Birnu Hjaltalín úr listskautadeild Fjölnis.


Æfingar eldri flokka hefjast að nýju

Æfingar eldri flokka hefjast að nýju með hefðbundnum hætti frá og með mánudeginum 25. maí.

  • Búið er að opna fyrir notkun á klefum.
  • Styrktarsalurinn í Dalhúsum fer í notkun um leið og tímatafla verður staðfest.


Laus sumarstörf í Dalhúsum

UPPFÆRT!

Búið er að ráða í allar stöður. Við þökkum umsækjendum kærlega fyrir.

#FélagiðOkkar


Æfingar falla niður á fimmtudaginn

Allar æfingar falla niður í Egilshöll á uppstigningardegi næstkomandi fimmtudag.

#FélagiðOkkar