Hefur þú áhuga á þríþraut?




Við sjáum um jólatréð!
Körfuknattleiksdeildin stendur að fjáröflun um helgina, 8. og 9. janúar þar sem iðkendur sækja jólatré heim að dyrum gegn 2.500 kr. gjaldi.
Fyllið út í skjalið viðeigandi upplýsingar, greiða þarf fyrir 7. janúar.

Aukinn símatími í janúar
Ákveðið hefur verið að fjölga símatímum í janúar. Opið verður í símatíma mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Hægt er að ná í okkur í síma 578-2700.
Skráning á vorönn hefst 1. janúar
Skráning á vortímabil hefst þann 1. janúar á fjolnir.felog.is og verður þá hægt að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2022.
Þeir sem eiga eftir að klára að ganga frá skráningu og gjöldum á haustmisseri eru hvattir til að ganga frá því sem fyrst. Seinasti dagur til að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2021 er 31. desember.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofa@fjolnir.is til að fá aðstoð við skráningu eða til að fá svör við fyrirspurnum.
Símatími í janúar verður mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Jólavörur Fjölnis
Pöntunarblöð má finna hér
https://forms.office.com/r/1zVQ6rgin1
Pöntunarblað fyrir Fjölniskúluna má finna hér


Uppskeruhátíð Fjölnis
Hin árlega Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram þann 16. desember síðastliðinn þar sem afreksfólk deilda var heiðrað og jafnframt tilkynnt um val á Íþróttakonu- og karli ársins, sem og Fjölnismanni ársins. Athöfnin fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi fyrir þá sem heima sátu af Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins setti athöfnina og fluttu systurnar og Fjölniskonurnar Auður og Hrafnhildur Árnadætur tónlistaratriði. Við þökkum Gunnari Jónatanssyni sérstaklega fyrir aðstoð sína við viðburðinn sem og ljósmyndurum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G.
Íþróttakona Fjölnis árið 2021 er Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir
Íþróttakarl Fjölnis árið 2021 er Ólafur Ingi Styrmisson
Fjölnismaður ársins 2021 er Sarah Buckley



Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð ársins og viðtöl við íþróttafólkið okkar.
Fimleikadeild

Frjálsíþróttadeild

Handknattleiksdeild

Íshokkídeild

Karatedeild

Knattspyrnudeild

Körfuknattleiksdeild

Listskautadeild

Skákeild

Sunddeild

Tennisdeild

Skattaafsláttur af styrkjum til íþróttastarfsemi
Desember 2021
Ný lög hafa verið samþykkt og tóku gildi þann 1. nóvember þar sem Íþróttafélög geta skráð sig á lista yfir félög sem starfa að almannaheill og njóta aukins skattahagræðingar. Fjölnir hefur fengið staðfestingu á þessari skráningu hjá RSK. Sjá hér.
Í lögunum er ákvæði fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja félög á Almannaheillaskrá, og er þeim heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum og láta renna til félaga á almannaheillaskrá. Einstaklingar hafa heimild til að gefa 350.000 kr. og draga það frá tekjuskattsstofni og erfðafjárskattur er felldur niður ef arfurinn rennur til félaga á almannaheillaskrá.
sjá nánar:
https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/muna-ad-skra-ithrottafelagid-a-almannaheillaskra
https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/skattskylda/almannaheillaskra-skattfradrattur
Við viljum hvetja fyrirtæki og samstarfsaðila til að styrkja íþróttastarfið með myndarlegum hætti. Tekið er fram í lögunum að skattafrádrátturinn á eingöngu við um gjafir en ekki auglýsingasamninga. Fjölnir og deildir félagsins munu heyra í fyrirtækjum og velunnurum og kanna með vilja þeirra til að taka þátt í þessu verkefni á þessu ári. Til að geta nýtt heimildina á þessu ári, þarf að greiða gjafaupphæðina á eftirfarandi reikning fyrir 30. desember nk. til að nýta heimildina fyrir þetta ár.
Kennitala: 631288-7589
Bankaupplýsingar: 0114-26-155
Við hvetjum fyrirtæki sem vilja láta gott af sér leiða að nýta þennan skattafrádrátt og athugið að Fjölnir þarf að veita formlega staðfestingu á gjöfinni til RSK.
Ungmennafélagið Fjölnir þakkar allan þann stuðning sem fyrirtæki og einstaklingar hafa veitt félaginu undanfarin ár og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa stutt við félagið í gegnum árin.
Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum

Getraunakaffið hefst aftur á laugardaginn
RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!
Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 16. október og alla laugardaga eftir það til og með 18. desember. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.
Við ætlum að vera með 10 vikna hópleik þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is). Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Einfaldast er að tippa í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login. Einnig er hægt að senda raðirnar á 1×2@fjolnir.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að tippa gegnum vefsíðurnar.
Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum
Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!
#FélagiðOkkar