Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi
Eftir langa bið þá var nú loksins komið að fyrsta móti vetrarins hjá okkar yngri iðkendum í hópfimleikum en líkt og hjá mörgum öðrum féll allt mótahald niður á haustönn. Nú var komið að Bikarmóti í hópfimleikum og stökkfimi. Gerpla sá um mótahaldið og voru mótin haldin í Digranesi síðustu helgi. Mótið var virkilega flott og eiga mótshaldarar mikið hrós skilið.
Bikarmót í Stökkfimi
Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Bikarmót í stökkfimi og varð annanð liðið Bikarmeistarar í 3.flokk, A-deild. Virkilega flottur árangur hjá öllum okkar iðkendum á þessum hluta.
Bikarmót í Hópfimleikum
Fjögur lið frá Fjölni voru svo skráð til leiks á Bikarmót í hópfimleikum allt frá 5.flokk – 3.flokk.
Liðin stóðu sig ótrúlega vel og ekki á þeim að sjá að það sé langt síðan þau hafi stigið síðast á keppnisgólfið. Svo má ekki gleyma að dömurnar í 5.flokk voru að keppa á sínu fyrsta hópfimleikamóti.
Tvö lið frá Fjölni enduðu á palli
4.flokkur A – 3.sæti
3.flokkur A – 3.sæti
Öll úrslit helgarinnar má skoða Hér
Happdrættisvinningar frá Þorrablóti
Góðan dag,
dregið hefur verið í Happdrættinu frá Þorrablótinu og má sjá vinningaskrá hér fyrir neðan:
Vinningaskrá | Vinningsnúmer |
Icelandair 25.000 kr gjafabréf | 2242 |
Icelandair 25.000 kr gjafabréf | 183 |
Northern Light Inn – gisting fyrir 2 í standard herbergi með morgunmat | 466 |
N1 – 10.000 kr gjafabréf | 140 |
N1 – 10.000 kr gjafabréf | 504 |
Aurora Floating – Flot fyrir 2 og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins | 1907 |
Vítamínpakki: C vítamín, Kalk-magn-zink, D3 vítamín, hárkúr, multi vít, omega 3, B-súper | 1249 |
Eldhestar – Reiðtúr 3C Hestar og heitir hverir fyrir tvo | 393 |
Apotek Restaurant – Afternoon tea fyrir 2 | 905 |
Fjallkonan/SætaSvínið/Tapas/Sushi/Apotek – 15.000 kr gjafabréf | 1257 |
Sæta Svínið 10.000 kr gjafabréf | 2 |
Fjallkonan 10.000 kr gjafabréf í Brunch | 1140 |
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags | 1145 |
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags | 197 |
Smáralind – 10.000 kr gjafabréf | 1170 |
Gjafapoki – Danól | 663 |
Gjafapoki – Danól | 2121 |
Dimmalimm snyrtistofa – ávaxtasýrumeðferð | 563 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 874 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 562 |
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 435 |
Gjafapoki – Innnes | 2439 |
Gjafapoki – Innnes | 187 |
Hagkaup – 10.000 kr | 711 |
Hagkaup – 10.000 kr | 606 |
Manhattan hárgreiðslustofa – hárvörur að verðmæti 15.000 kr | 177 |
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake | 512 |
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake | 1220 |
Bækur og Prosecco flaska (Bækur: Heima hjá lækninum í eldhúsinu, Bjór) | 1926 |
3 mánaða kort í Hreyfingu | 1153 |
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort | 700 |
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort | 762 |
Heyrnartól – Audio Technical | 1039 |
Ferðatöskusett frá Cerruti 1881 | 648 |
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 1187 |
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin | 1940 |
4 bíómiðar í Sambíóin | 924 |
4 bíómiðar í Sambíóin | 1105 |
2 bíómiðar í Sambíóin | 1882 |
Snyrtistofa Grafarvogs – Andlitsmeðferð | 144 |
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo | 427 |
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo | 981 |
66 norður – bakpoki og húfa | 213 |
Vinninga skal vitja fyrir 13. apríl 2022.
Aðalfundur Fjölnis - Fundarboð
Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 15. mars kl. 17:30. Fundurinn verður í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.
Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 10. mars.
Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 10. mars.
Dagskrá aðalfundar verður:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál
8. grein
Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:
- a) kosning formanns til eins árs,
- b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,
- c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.
Varamenn taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Bjóði meðstjórnandi sig fram til formanns áður en kjörtímabili hans líkur, tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.
Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.
Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.
Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.
Glæsilegt Bikarmót í hópfimleikum í Dalhúsum
Helgina 26. – 27. febrúar fór fram Bikarmót í hópfimleikum, keppt var í efri flokkum og meistaraflokki. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í glæsilegri umgjörð og mikilli stemmingu. Þetta var fysta fimleikamótið í um tvö ár þar sem ekki hafa verið einhvernskonar samkomutakmarkanir og voru þjálfarar, dómarar og áhorfendur alveg í skýjunum með grímulaust líf. Fjölnir átti 3 lið á mótinu og stóðu þau sig öll frábærlega. Liðið okkar í 1. flokki var örstutt frá því að tryggja sér keppnisrétt á Norðurlandamóti unglinga. En liðið er ungt og efnilegt og verður gaman að fylgjast með þeim vaxa. Á sunnudeginum var svo bein útsending á RÚV frá keppni í meistaraflokkum. En þar bar hæst sigur Stjörnunnar í kvennaflokki.
Metsöfnun og seinkun á afhendingu í fjáröflun
Góðan daginn,
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að seinka afhendingu á vörum til fimmtudagsins 10. mars milli kl. 16 og 18 við austurenda Fjölnishallar (parketsalurinn í Egilshöll).
Við biðjumst velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem mögulega verða til.
Það er þó ánægjulegt að segja frá því að um 180 iðkendur seldu fyrir metfjárhæð eða rúmar 12 milljónir.
Pappírslaust er á landinu og þar á bæ hafa þau ekki séð eins flottar tölur í 7 ár.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar

Aðalfundir deilda
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.
Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.
Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.
Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.
Tímasetning funda er eftirfarandi:
· Knattspyrna: 2. febrúar kl. 18:00-19:15
· Tennis: 3. febrúar kl. 19:45-20:45 í Tennishöllinni í Kópavogi
· Fimleikar: 7. febrúar kl. 18:00-19:00
· Frjálsar: 7. febrúar kl. 20:00-21:00
· Sund: 8. febrúar kl. 20:00-21:00
· Listskautar: 9. febrúar kl. 18:00-19:00
· Skák: 9. febrúar kl. 20:00-21:00
· Íshokkí: 10. febrúar kl. 18:00-19:00
· Karate: 16. febrúar kl. 20:00-21:00
· Körfubolti: 23. febrúar kl. 17:30-18:30
· Handbolti: 28. febrúar kl. 18:00-19:00
Boðað er til framhalds aðalfundar hjá eftirfarandi deildum þar sem dagskrá er kjör formanns:
- Sund: 22. febrúar kl. 19:30
- Frjálsar: 22. febrúar kl. 20:00
Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?
Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.
Helstu verkefni stjórna eru:
- Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
- Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
- Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
- Uppsetning æfingagjalda
- Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
- Sækja um styrki fyrir deildina
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
- Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.
Gjaldkeri
Gjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.
Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.
Skrifstofa Fjölnis sér um:
- Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
- Allar fjárreiður
- Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í Nóra
- Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
- Skráningar og aðstoð við skráningar
- Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
- Yfirferð og afstemming á bókhaldi
- Búningasamninga
- Samskipti í erfiðum málum
Ungmennaráð Fjölnis
Ungmennaráð Fjölnis er nýr hópur sem skipaður verður fulltrúum á aldrinum 15-25 ára. Markmið ungmennaráðsins eru að efla starfsemi félagsins enn frekar og virkja þátttöku frá unglingsaldri í félagsstarfi. Starfsemi ungmennaráðsins veitir ungmennum félagsins tækifæri á að láta í sér heyra og koma fram þeim þörfum og væntingum sem ungt fólk hefur. Ekki er gerð krafa um að meðlimir séu iðkendur félagsins, en kostur ef þeir þekkja til félagsins.
Hvað felst í því að vera meðlimur ungmennaráðsins?
- Mæta á reglulega fundi
- Taka þátt í að byggja upp öflugt félagsstarf ungmenna
- Koma fram sínum hugmyndum um málefni ungmenna
- Auka tengsl félagsins við ungmenni
Smelltu hér til að sækja um!
Umsóknarfrestur er til 6. febrúar
Námskeið í boði fyrir unglinga og fullorðna
Nú er starfið að fara af stað aftur á vorönn og má hér fyrir neðan sjá úrval námskeiða og æfinga sem eru í boði fyrir unglinga og fullorðna.
Námskeiðin henta vel fyrir byrjendur í greininni sem og þá sem hafa einhverja reynslu eða jafnvel lengra komna. Við bjóðum alla áhugasama velkomna til okkar í starfið.
Skráning á öll námskeið fer fram á fjolnir.felog.is
Hægt er að nýta frístundastyrk fyrir unglinga upp að 18 ára aldri fyrir æfingagjöldum. Einnig bendum við á að þeir sem greiða í stéttarfélög geta sótt um íþróttastyrk hjá sínu stéttarfélagi.
Fullorðinsfimleikar
Boðið er upp á fimleikanámskeið fyrir 18 ára og eldri. Lögð áhersla á góðar þrek- og teygjuæfingar og svo þær fimleikaæfingar sem henta getu hvers og eins. Reynsla af fimleikum er ekki skilyrði fyrir þátttöku heldur reynum við að koma til móts við þarfir hvers og eins. Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja sig og liðka og hafa gaman af í leiðinni.
Æfingar eru tvisvar í viku og er notast við 10 skipta klippikort sem má nota þegar hentar. 10 skipta klippikort kostar 17.000 kr.
Mánudagur 19:30-21:00
Miðvikudagur 19:30-21:00

Frjálsíþróttaæfingar fyrir unglinga
Boðið er upp frjálsíþróttaæfingar fyrir unglinga þar sem hægt er að velja um að æfa 1-2x í viku eða oftar. Æfingar fara fram í Laugardalshöll og Fjölnishellinum í Egilshöll. Æfingatöfluna má finna á heimasíðu Fjölnis undir Frjálsíþróttadeild.
Frjálsíþróttaæfingar fyrir fullorðna – Gullmolar
Gullmolar er hópur fyrir 25 ára og eldri sem æfa frjálsar undir stjórn Óskars Hlynssonar, yfirþjálfara deildarinnar. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30-20:00 og á laugardögum kl 10-12. Allar æfingar eru í Laugardalshöll á veturna. Vorönn Gullmola kostar 20.000
Hlaupahópur
Hlaupahópurinn er fyrir 16 ára og eldri og tekur vel á móti nýjum skokkurum í hópinn. Skokkað er fjórum sinnum í viku.
Mánudagar og Miðvikudagar kl. 17:30-19:00 / Egilshöll – lagt af stað frá austurenda (Fjölnishellinum)
Fimmtudagar kl. 17:15-19:00 Laugardalshöll (á veturna)
Laugardagar kl. 09:30 Gullinbrú (tækin)
Vorönn í hlaupahópnum kostar 10.000 kr og er árgjaldið 25.000.

Handboltastarf unglinga
Í boði eru handboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 18 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á mótum. Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Handbolti.

Hokkískóli Fullorðinna
Hokkískóli Fullorðna er fyrir alla sem langar að byrja að æfa íshokkí á aldrinum 18 ára og eldri. Engin krafa er gerð um að kunna að skauta og er hægt að fá allan búnað lánaðan hjá félaginu. Mælum með að iðkendur mæti ca. 20 mínútum fyrir æfingu til að finna búnað og klæða sig. Gott er að vera í íþróttafötum undir íshokkígallanum.
Æfingar eru 2x í viku, miðvikudaga kl. 21:55 – 22:55 og sunnudaga kl. 19:55 – 20:50.

Karate fyrir unglinga
Byrjendanámskeið í karate fyrir unglinga upp að 16 ára aldri (10. bekkur) þar sem kennd eru undirstöðuatriði í karate.
Æfingar eru tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:45-18:30.

Knattspyrnustarf fyrir unglinga
Í boði eru fótboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 19 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á Reykjavíkurmóti og Íslandsmóti. Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Knattspyrna.

Körfubolti fyrir unglinga
Í boði eru körfuboltaæfingar fyrir unglinga á öllum aldri, eða til 19 ára aldurs. Hver flokkur æfir í sínum hópum og tekið er þátt á mótum.Æfingarnar henta bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu í greininni. Nánari upplýsingar um æfingar og æfingagjöld má finna á heimasíðunni undir Körfubolti.
Oldboys í körfubolta
Oldboys er hópur fullorðinna sem kemur saman til körfuboltaæfinga tvisvar í viku. Æfingar eru á mánudögum kl. 21:00-22:30 í Rimaskóla og kl. 20:30-22:00 í Fjölnishöll. Nánari upplýsingar um Oldboys hópinn má finna hér.

Listskautaæfingar fyrir unglinga og fullorðna
Æfingar fyrir unglinga og fullorðna henta fyrir byrjendur og þá sem hafa grunnfærni í íþróttinni. Hópnum er skipt upp í tvennt á æfingum. Kennd eru undirstöðuatriði og einfaldar æfingar, snúningar og hopp. Æfingar eru tvisvar í viku, í boði er að kaupa klippikort fyrir þá sem vilja ekki æfa báða daga. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum og laugardögum. Nánari upplýsingar um æfingatíma og verð má sjá undir Listskautar á heimasíðunni.

Sundæfingar fyrir fullorðna
Garpar eru fullorðins æfingar 1-2 x í viku þar sem áhersla er lögð á allar tegundir sunds. Æft er í Grafarvogslaug á Mánudögum og miðvikudögum kl. 19:30-20:30 og kostar vornámskeiðið 25.000 kr.

Skákæfingar unglinga
Skákæfingar fyrir unglinga upp að 16 ára aldri (10. bekkur). Æfingarnar eru ætlaðar krökkum sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Æfingarnar fara fram í tómstundasal Rimaskóla og það er gengið inn um íþróttahús.
Æfingar eru á fimmtudögum kl. 16:30-18:00. Ekkert kostar að æfa skák hjá Fjölni.

Tennisæfingar fyrir unglinga og fullorðna
Tennisdeild Fjölnis býður upp á tennisæfingar fyrir byrjendur á fimmtudögum kl. 17:30 í Tennishöllinni í Kópavoginum. Hægt er að fá búnað lánaðan á staðnum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Carolu yfirþjálfara.

Þríþraut
Nýjasta deild félagsins er þríþrautardeild. Í félagsaðild felst keppnisréttur undir merkjum Fjölnis og almenn félagsaðild. Ekki er gerð krafa um að æfa með félaginu. Í boði eru sundæfingar með Garpahóp sunddeildar Fjölnis og hlaupahópi Fjölnis. Nánar um þríþrautardeildina má lesa hér.

Korpúlfar – leikfimi eldri borgara
Korpúlfar bjóða upp á leikfimi alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11 í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll. Eftir leikfimina er boðið upp á kaffi í félagsaðstöðu Fjölnis. Um leikfimina sér Margrét Eiríksdóttir. Leikfimin er öllum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá sig hjá Korpúlfunum með því að senda póst til Birnu umsjónarkonu.

Vilt þú vera meðlimur í Ungmennaráði UMFÍ?
UMFÍ óskar eftir tilnefningum frá sambandsaðilum í Ungmennaráð sambandsins fyrir árin 2022 – 2023.
Ungmennaráð UMFÍ er skipað níu ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára. Við skipun í ráðið er horft til þess að þau sem í því sitja séu á öllum aldri, af öllum kynjum og endurspegli landsmenn. Helstu hlutverk Ungmennaráðs UMFÍ er að vera stjórn UMFÍ til ráðgjafar um málefni ungs fólks og skipuleggja og standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk. Fundir ráðsins eru að öllu jafna haldnir á 4 – 6 vikna fresti ýmist með fjarfundarbúnaði og/eða sem staðfundir.
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði er stærsti viðburður ungmennaráðs UMFÍ. Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur hún fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu viðburðum félagasamtaka fyrir ungt fólk á Íslandi enda fá ungmenni þar tækifæri til að koma saman og ræða heitustu mál dagsins bæði við jafningja og ráðamenn.
Þátttaka í ungmennaráði UMFÍ veitir einstaklingum tækifæri til þess að kynnast starfi UMFÍ og ungmennafélags-hreyfingarinnar. Þátttakendur kynnast ungmennum alls staðar af landinu, fá tækifæri til þess að vinna að viðburðum allt frá hugmyndastigi til framkvæmdar og hafa áhrif á aðra í sínu nærumhverfi.
UMFÍ leitar ungmenna sem hafa tekið virkan þátt í starfi íþróttahéraðs eða innan félags og/eða hafa áhuga á að láta gott af sér leiða og smita gleði út frá sér.
Umsóknarfrestur er til 19. janúar. Smellið hér til þess að sækja um.
Ungmennafélagið Fjölnir hvetur alla áhugasama félagsmenn til að sækja um í ungmennaráðinu. Starf ungmennaráðsins er fjölbreytt og skemmtilegt og veitir góða reynslu fyrir framtíðarverkefni.