Meistaraflokkur kvenna spilar æfingaleiki
Fjölnir spilaði fyrsta æfingaleik tímabilsins á móti Breiðablik 12. september. Breiðablik spilar í Domino’s deildinni í vetur og var að spila sinn þriðja æfingaleik, svo vitað var að verkefnið yrði verðugt. Það var stress í okkar stelpum fyrir leikinn, enda liðið ennþá að slípast saman og stöllurnar Andrea og Elfa að komast aftur í gírinn eftir að hafa ekki spilað körfubolta í meira en ár. Fjölniskonur voru því miður áhorfendur á báðum endum vallarins í byrjun leiks en töluvert meiri reynsla Breiðabliks skilaði þeim í frábærri skotnýtingu, og endaði bandarískur leikmaður þeirra með 35 stig. Fjölnisstelpur áttu ágætis kafla inn á milli, og sjá mátti að þær voru allt en sáttar með lokaniðurstöðu leiksins, en alltaf má taka eitthvað úr stórum æfingaleikjum sem þessum. Því miður var engin tölfræði tekin í þessum leik.
Næsti æfingaleikur liðsins var á móti Hamri, þann 19. september og fór sá leikur mikið betur en sá fyrri. Augljóst var frá fyrstu mínútu að stelpurnar höfðu harma að hefna, og vildu sýna hvað í þeim býr. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu mjög sterkt og komust í smá forystu í upphafi leiks. Okkar konur voru þó aldrei langt undan, og eftir slæma byrjun komst Fjölnir yfir fyrir lok 1. leikhluta. Í öðrum leikhluta var sett í fluggírinn og stelpurnar komnar í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleikinn. Þegar svo 3. leikhluta lauk voru heimakonur komnar í góða 30 stiga forystu, eftir að hafa náð að loka algjörlega á Hamar með þéttum varnarleik. Hamarskonur bitu frá sér í síðasta leikhlutanum, og unnu þann leikhluta, en það var líkt og Fjölnir hefðu hætt að spila saman og nokkrir tapaðir boltar gerðu það að verkum að Hamar nýtti tækifærið. Leikurinn endaði 78-59 fyrir Fjölni. Atkvæðamestar voru Fanney með 22 stig og 4 stoðsendingar, Heiða Hlín með 19 stig og 4 fráköst og Fanndís María með 10 stig of 6 fráköst.
Næsti æfingaleikur liðsins, og jafnframt sá síðasti, er annað kvöld, 24. september, á móti Njarðvík suður með sjó.
Frábærum sumarlestri lokið
Sumarlestrarátak Fjölnis vakti mikla lukku meðal gesta Borgarbókasafnsins í Spöng í sumar, en þetta er annað árið sem Fjölnir stendur fyrir þessu átakinu. Átakið gengur út á að minna börn og fullorðna um mikilvægi lesturs og að gleyma ekki að viðhalda lestrarfærni yfir sumartímann.
„Ég hef setið ófáa fundi sem formaður Foreldrafélags Kelduskóla með skólastjórum og kennurum þar sem fjallað hefur verið um hve mikið lestrar færnidettur niður á sumrin. Mér fannst því tilvalið að nýta starf mitt í þágu barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis til að minna á mikilvægi lesturs á sumrin“ segir Sævar Reykjalín í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis.
Fjölnisfólk úr ýmsu greinum valdi sínar uppáhaldsbækur og var þeim í framhaldi stillt upp í sérstökum standi í Borgarbókasafninu í Spöng.
„Við urðum greinilega vör við áhuga og að gestir skoðuðu útstillinguna á bókunum og það sem sagt var um Fjölnisfólkið. Sérstaklega vakti þetta athygli hjá börnum og gaman hvað þau voru ánægð að sjá þjálfarann sinn eða leikmann sem þau voru hrifin af og varð það oft tilefni til smá spjalls þeirra á milli um bækurnar, íþróttirnar, Fjölni og fleira“ segir Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Spöng og Árbæ.
„Okkur starfsfólkinu þykir mjög gaman að geta tekið þátt í þessu og láta safnið þannig tengjast betur hverfinu og íbúum þess“
Fjölnir vill þakka öllum þeim sem komu að og tóku þátt í þessu átaki kærlega fyrir og það er alveg öruggt að þetta verður endurtekið á næsta ári.
#FélagiðOkkar
Toppslagur á EXTRA vellinum
TOPPSLAGUR Á EXTRA VELLINUM!
Á laugardaginn getur #FélagiðOkkar tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni.
Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana í baráttunni
Fjölnisjaxlinn 2019
Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?
Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.
Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link
Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link
#FélagiðOkkar
Tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar
Í gær lauk Reykjavíkurmóti karla í meistaraflokki og á sama tíma flottu undirbúningstímabili karla og kvennaliðana okkar.
Stelpurnar höfðu tryggt sér sigur á Reykjavíkurmótinu og strákarnir fylgdu því glæsilega eftir með góðum sigri á Víkingi. Þess má geta að Fjölnir U tók þátt í tveimur leikjum og fengu því góða æfingu fyrir Grill 66 deildina.
Við óskum meistaraflokkunum okkar innilega til hamingju með þennan árangur og hvetjum Fjölnisfólk til að fjölmenna á leiki í Olís deild karla, Grill 66 deild karla og kvenna.
Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Fjölnir í Craft
Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.
Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.
Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.
Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.
Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.
Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.
Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar
Októberfest í Grafarvogi
Haustfagnaður Grafarvogs verður með Októberfest þema í ár!
Viðburðurinn verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 28.september. Við ætlum að skemmta okkur saman. Vertu með okkur á Októberfest í Grafarvogi 💛
Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Magni úr Á móti sól og Matti Matt úr Pöpunum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!
Múlakaffi mun sjá um alvöru Októberfest kræsingarnar 😋🍽
-Húsið opnar kl. 19:00 og lokar kl. 20:00.
-Stórglæsilegt happdrætti verður á staðnum.
-Veislustjóri er hinn eini sanni Maggi Hödd.
-Stefán Pálsson sagnfræðingur mun fræða viðstadda um íþróttir og bjór.
-Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur uppi alvöru stemningu.
-Magni og Matti Matt halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.
Miðaverð matur + ball er einungis kr. 7.900.-
Miðaverð á ball er kr. 3.500.-
kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
kl. 02:00 – Ballinu lýkur
Það eru 10 sæti á borði. Borðapantanir sendast á arnor@fjolnir.is Fyrstur kemur fyrstur fær!
Reynslan sýnir að þar sem Grafarvsogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!
Íþróttaskóli Fjölnis
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 28.september 2019 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið verður svo tengt við Haustfagnaður Grafarvogs 2019 sem er síðar um kvöldið í Dalhúsum.
Yngsti árgangurinn sem bættist við er '99 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn.
Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst fyrir hádegi og klárast kl. 16:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Haustfagnaður Grafarvogs 2019 um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Dalhúsum á okkar heimvelli í Grafarvogi!
Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 3.500 kr.
Haustfagnaður (borðhald og ball) = 7.900 kr.
Árgangamót + Haustfagnaður = 9.500 kr.
Árgangamót + Ball = 6.000 kr.
Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.
Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is.
Árgangamótið sló í gegn í fyrra en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!
Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/