Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ 2019 fer fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörð. Öll ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára geta skráð sig til leiks. Þar reyna þátttakendur með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ.

Eins og á öllum Unglingalandsmótum UMFÍ er keppt í fjölmörgum skemmtilegum greinum alla mótsdagana. Á kvöldin verða tónleikar með m.a. Bríeti, Daða Frey, Úlfi Úlfi, Sölku Sól, Unu Stef og GDRN.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: www.ulm.is


Ásta Margrét og Kristín Lísa skrifa undir samning

Kristín Lísa Friðriksdóttir (f.1999) kemur til liðs við liðið frá Stjörnunni eftir árs dvöl, en áður lék hún hjá Fjölni. Kristín Lísa er örvhent skytta og því mun hún nýtast liðinu vel. Við hlökkum til að sjá hana aftur í Fjölnisbúningnum.

Ásta Margrét Jónsdóttir (f.1999) hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Fjölnis. Ásta Margrét kemur til liðs við liðið frá Aftureldingu, en hún er skytta.

Stjórn og meistaraflokksráð kvenna binda miklar vonir við þær Kristínu Lísu og Ástu Margréti og hlakka til spennandi tímabils á næsta vetri.

Myndir: Ásta Margrét og Kristín Lísa

#FélagiðOkkar


Bílalind býður á völlinn

Bílalind bíður á völlinn, 30 fyrstu sem koma til okkar á Bílalind fá frítt á völlinn, einn miði á mann. Leikurinn hefst kl 19:15 í Dalhúsum.

Upphitun fyrir leik Fjölnis og Víkings Ó. í Inkasso-deild karla fer fram á Gullöldinni (Hverafold 5) og hefst kl. 17:30. Það verða tilboð handa Fjölnisfólki á mat og drykk. Allir velkomnir.

Þá er kjörið að rölta beint á Extra völlinn en leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Bílalind er öflugur stuðningsaðili meistaraflokka knattspyrnudeildar, kíktu á www.facebook.com/bilalind.is eða www.bilalind.is


Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Neskaupstað dagana 28. – 30.júní. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri skemmtun þar sem fólk á besta aldri hefur gaman saman. Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Keppt verður í 16 íþróttagreinum. Þar á meðal í boccía, golfi og pútti, línudansi, ringó og pönnukökubakstri sem fyrir löngu er orðin klassísk grein. En nýjungar verða á mótinu eins og keppni í lomber, pílukasti og garðahlaupi sem er opið fyrir 18 ára og eldri. Ekki þarf að vera skráð/ur í íþrótta- eða ungmennafélag. Þátttökugjald á mótið er 4.900 krónur. Fyrir eitt gjald er hægt að skrá sig í margar greinar.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: https://www.umfi.is/verkefni/landsmot-50plus/


Alana Elín gengur til liðs við Fjölni

Línumaðurinn Alana Elín Steinarsdóttir hefur skrifað undir samning við meistaraflokk kvenna í handbolta. Alana kemur frá FH en hefur verið í stuttu hléi frá handboltanum.

Sigurjón þjálfari hafði þetta að segja um undirskriftina:

“Ég er gríðarlega ánægður með að Alana hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur sóknarmaður sem mun gefa okkur mikið í baráttunni á næsta tímabili og smellpassar inn í okkar unga og efnilega hóp”.

Frekari frétta er að vænta af leikmannamálum á næstkomandi dögum.


Hera Björk fyrir hönd Íslands

Hera Björk Brynjarsdóttir úr tennisdeild Fjölnis tók þátt á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27.maí til 1.júní.

Hera Björk sem er nýlega komin heim eftir tímabil með tennisliði Valdosta Sate í Georgíu, keppti á móti Marie Anne Weckerle frá Lúxemberg. Hera þurfti að lúta í lægra haldi 2:0.


Góður árangur á Reykjavíkurmótinu

Opna Reykjavíkurmótið í tennis fór fram á dögunum og náðist þar frábær árangur meðal iðkenda Fjölnis.

Egill G. Egilsson og Ólafur Helgi Jónsson unnu í liðakeppni meistaraflokks og 30 ára og eldri.

Eygló Dís Ármannsdóttir vann í einliða í U-14 og tvíliða með Saule Zukauskaite, en síðarnefnda varð í 2.sæti í einliða.

Eygló lenti einnig í 2.sæti í einliða í U-16. Enn fremur vann hún einliða í 7.bekk á Grunnskólamóti Reykjavíkur.

Helgi Espel Lopez vann í einliða í U-14 og lenti í 2.sæti í tvíliða með Paul Cheron.

Að lokum varð Fjölnir í 2.sæti í meistaraflokki kvenna.

Glæsilegur árangur hjá iðkendum tennisdeildar.


Wim Hof námskeið

Sunddeild Fjölnis stendur fyrir Wim Hof námskeiði í júní.

Allar upplýsingar hér til hægri.


Hreinn árangur

Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni "Hreinn árangur". Átakið snýst um að stuðla að heilbrigði í líkamsrækt og í íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Leiðbeiningar:

- Hér er linkur á svokallaðan Facebook filter (opnast í síma): www.facebook.com/fbcameraeffects/tryit/834319780280135/ Einnig er hægt að opna Facebook filterinn í gegnum Facebook síðu Hreins árangurs: www.facebook.com/hreinnarangur

- Einnig eru til svokallaðar GIF-myndir f. Instagram. Til að setja GIF-in ofan á myndir í Instagram-story er nóg að leita eftir „Hreinn“ og þá koma þeir upp.

Nánar má lesa um átakið á slóðinni www.hreinnarangur.is

Facebook síðan: www.facebook.com/hreinnarangur


Fjölnishlaupið 2019

Hið árlega Fjölnishlaup verður ræst í 31. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag 30. maí kl. 11.

Upplýsingar um hlaupið má finna HÉR

Kort af hlaupaleiðum má finna HÉR

Mynd: Baldvin Berndsen