Fjáröflunarvörur Fjölnis eru komnar!
Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.
Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.
Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.
Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.
Sölutímabilið stendur yfir frá og með miðvikudeginum 4. nóvember til og með sunnudeginum 8. nóvember.
Afhending á vörum verður fimmtudaginn 12. nóvember frá kl. 17-19 við Egilshöll. Starfsfólk skrifstofu, þjálfarar og sjálfboðaliðar munu sjá til þess að afhenda þér vörurnar beint í bílinn.
Við bjóðum einnig upp á heimsendingu gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.
Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.
#FélagiðOkkar
Þú getur fyllt út sölublaðið að neðan eða smellt HÉR til að nálgast það.
Júlíus og Theódór taka við meistaraflokki kvenna
Það er Knattspyrnudeild Fjölnis sönn ánægja að tilkynna Júlíus Ármann Júlíusson og Theódór Sveinjónsson sem nýja aðalþjálfara meistaraflokks kvenna. Taka þeir við af Axel Erni Sæmundssyni sem hverfur til annarra verkefna innan félagsins.
Júlíus er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til kvennaboltans en hann hefur gegnt starfi aðalþjálfara meistaraflokks kvenna Aftureldingar frá árinu 2015 þar sem hann stýrði liðinu meðal annars upp úr 2. deild árið 2017. Að auki hefur hann sinnt þjálfun hjá Gróttu í tæp 20 ár við góðan orðstír þar sem hann stýrði meðal annars meistaraflokki karla en hann var einnig sigursæll þjálfari þau 10 ár sem hann var við störf hjá Breiðablik. Júlíus hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu.
Theódór þekkjum við Fjölnismenn vel þar sem hann stýrði nokkrum yngri flokkum félagsins hér á árum áður og meistaraflokki kvenna í Landsbankadeildinni árið 2008. Síðustu ár hefur Theódór þjálfað yngri flokka Víkings með góðum árangri og jafnframt verið í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna Víkings. Áður var hann þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, Þrótti og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals sem varð Íslandsmeistari á árunum 2006 og 2007. Theódór hefur einnig lokið UEFA-A þjálfaragráðu.
Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við þessa ráðningu og hlakka til samstarfsins á komandi tímabilum.
Fjölnir þakkar Axel Erni fyrir sitt mikilvæga framlag undanfarin ár og býður Júlla og Tedda velkomna til starfa.
Getraunakaffi fer aftur í gang
RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!
Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 31.október og alla laugardaga eftir það til og með 19. Desember.
Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum.
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.
Við ætlum að vera með 8 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589
Fólk tippar sjálft í gegnum vefsíðuna 1×2.is/felog eða í gegnum þennan link en hægt að senda á netfangið 1×2@fjolnir.is ef ykkur vantar aðstoð.
Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum
Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!
#FélagiðOkkar
Sigurpáll Melberg framlengir við Fjölni
Sigurpáll Melberg Pálsson hefur framlengt samningi sínum við knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2022. Sigurpáll er öflugur varnarmaður með mikla reynslu en hann hefur leikið 121 leik og skorkað 5 mörk.
Þetta eru mikil gleðitíðindi en Sigurpáll hefur staðið sig vel síðan hann kom til liðs við Fjölni fyrir tímabilið 2018 og verið einn af lykilleikmönnum liðsins undanfarin tvö ár. Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Sigurpáli til hamingju og væntir mikils af honum.
#FélagiðOkkar
Hópefliskvöld hjá Listhlaupadeild
Glæsilegir vinningar í boði!
Einkatími á skautum
Gjafabréf frá Subway
Gjafabréf frá Ísbúð Huppu
Framlenging æfingabanns
Að kröfu sóttvarnaryfirvalda og Reykjavíkurborgar höfum við framlengt æfingabann á svæðum félagsins. Staðan verður endurmetin í samvinnu við þessa aðila að viku lokinni.
Meðfylgjandi er texti úr tilkynningu sem barst frá almannavörnum:
„Sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir hafa hvatt alla og höfuðborgarsvæðið sérstaklega til að halda áfram að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum næstu vikur. Markmiðið er að draga úr dreifingu og vexti veirunnar og vinna gegn auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Samfélagið á mikið undir því að það takist að halda skólastarfi gangandi. Því er lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Að öðrum kosti getur eitt smit leitt til að óþarflega stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í einangrun eða sóttkví.“
Við viljum hvetja iðkendur til að vera dugleg að stunda æfingar heima og taka þátt í áskoruninni okkar #FjölnirHeima.
Smelltu hér til að lesa meira um áskorunina.
Vel yfir 100 manns tóku þátt í stefnumótun Fjölnis 2020
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í gegnum netið á stefnumótunarfundi Fjölnis 2020. Góðar og miklar umræður sköpuðust og það er ljóst að við erum með gott efni í höndunum til að taka næstu skref í stefnumótun markaðs- og kynningarmála og afreksmála.
Við þökkum Gunnari Jónatanssyni fyrir öfluga og faglega fundarstjórn.
#FélagiðOkkar
Hér má nálgast upptöku af fyrri fundinum: https://tinyurl.com/y4x94zw5
Hér má nálgast upptöku af seinni fundinum: https://tinyurl.com/y5tcmj4d
Sigurjón Daði framlengir við knattspyrnudeild Fjölnis!
Sigurjón Daði framlengir við knattspyrnudeild Fjölnis!
Sigurjón Daði Harðarson, markvörður, hefur framlengt samningi sínum við Fjölni út keppnistímabilið 2023.
Þetta eru góðar fréttir en Sigurjón er uppalinn Fjölnismaður, sem kemur úr hinum sterka 2001 árgangi félagsins. Sigurjón hefur leikið samtals 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
Við óskum Sigurjóni til hamingju og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.
#FélagiðOkkar
Stefnumótunarfundur Fjölnis! Þér er boðið
Kæri félagsmaður, iðkandi eða forráðamaður,
Við minnum á stefnumótunarfund Fjölnis á morgun, laugardaginn 17. október.
Við ætlum að ræða tvö málefni og gefa þér tækifæri að koma að nýrri stefnumótun, annars vegar í markaðs- og kynningarmálum og hins vegar í afreksmálun.
Beint streymi verður í gegnum Facebook Live á síðu Fjölnis og með því að smella á beina hlekki hér að neðan.
ATH! Við munum nota athugasemdakerfi í Facebook Live útsendingunni en ef þú horfir í gegnum beina hlekki þá gefst þér tækifæri að senda spurningar eða fyrirspurnir á arnor@fjolnir.is.
Þitt framlag skiptir máli! Á þessum tímum viljum við nýta tæknina sem best en við viljum benda þér á, að með því að vera í 2-6 manna hópum aukum við líkurnar á því að kreista allt það besta frá stefnumótuninni, að sjálfsögðu þar sem vel er gætt að öllum sóttvörnum.
Kl. 12:00 Hérna er hlekkur v/ Markaðs- og kynningarmála:
Beinn hlekkur: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9355687/player
Kl. 13:45 Hérna er hlekkur v/ Afreksmála:
Beinn hlekkur: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9355680/player
#FélagiðOkkar