Æfingatöflur Sunddeildar Fjölnis veturinn 2024-2025

Hér fyrir neðan er hægt að sjá æfingatöflur allra flokka í sundi veturinn 2024-2025. Birt með fyrirvara um breytingar.

Það er frítt að prófa í 1-2 skipti og hægt er að skrá sig hvenær sem er yfir önnina

SKRÁNING HÉR

Hér er hægt að nálgast æfingagjöld sunddeildarinnar

Nánari upplýsingar um þjálfara deildarinnar er hægt að nálgast hér

Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara í gegnum XPS network appið.

Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700 eða í gegnum skrifstofa@fjolnir.is

SUNDSKÓLI

Tímabil: 4. september – 6. desember 2024

Sædýr

2021-2022


DAGURTÍMISTAÐUR
Miðvikudagur16:30-17:10Grafarvogslaug inni
Föstudagur16:30-17:10Grafarvogslaug inni

Þjálfari: Tracy Horne

Sædýr er hópur fyrir börn fædd 2021-2022. Foreldrar eru með börnum sínum í lauginni. Áhersla er lögð á að helstu umgengisreglur á sundstöðum og að börnin upplifi sig örugg í vatninu án armakúta og hjálpartækja. Undirstöðuatriði í skriðsundi, bringusundi, baksundi og flugsundi eru kennd sem og köfun og að stinga sér af bakka.

Sæhestar

2018-2020


DAGURTÍMISTAÐUR
Miðvikudagur17:10-17:50Grafarvogslaug inni
Föstudagur17:10-17:50Grafarvogslaug inni

Þjálfari: Tracy Horne

Sæhestar eru hópur fyrir börn fædd 2018-2020. Foreldrar eru ekki með börnum sínum í lauginni. Áhersla er lögð á að helstu umgengisreglur á sundstöðum og að börnin upplifi sig örugg í vatninu án armakúta og hjálpartækja. Undirstöðuatriði í skriðsundi, bringusundi, baksundi og flugsundi eru kennd sem og köfun og að stinga sér af bakka. Þau sem kunna undirstöðuatriðin frá fyrri hóp fá frekari þjálfun í hverri sundaðferð.

Selir

2017-2019


DAGURTÍMISTAÐUR
Miðvikudagur17:50-18:30Grafarvogslaug inni
Föstudagur17:50-18:30Grafarvogslaug inni

Þjálfari: Tracy Horne

Selir er hópurinn fyrir elstu krakka sundskólans, fædd 2017-2019. Þau sem eru ný í sundi læra undirstöðuatriði í skriðsundi, bringusundi, baksundi og flugsundi ásamt köfun og að stinga sér af bakka. Þau sem kunna undirstöðuatriðin frá fyrri hópum fá frekari þjálfun í hverri sundaðferð. Þegar líður á önnina prófa þau að synda í útilauginni (þjálfarinn metur getuna til þess að fara í útilaug).

ELDRI ÚTILAUGARHÓPAR

D hópur


DAGURTÍMISTAÐUR
Mánudagur16:30-17:10Grafarvogslaug inni
Þriðjudagur16:30-17:10Grafarvogslaug inni
Fimmtudagur16:30-17:10Grafarvogslaug inni

Þjálfari: Tracy Horne

D hópur er yngsti hópurinn í útilauginni. Þjálfari raðar iðkendum í útihópana eftir getu. D hópur æfir tvisvar sinnum í viku. Áhersla er á að efla sundgetu þeirra í sundgreinunum fjórum, æfa þau enn frekar í að stinga sér af bakka, auka þol þeirra og kenna þeim helstu reglur á sundmótum. Iðkendum í D hóp býðst að taka þátt í nokkrum sundmótum yfir veturinn.

C hópur


DAGURTÍMISTAÐUR
Mánudagur17:30-18:30Grafarvogslaug úti
Þriðjudagur17:30-18:30Grafarvogslaug úti
Fimmtudagur17:30-18:30Grafarvogslaug úti

Þjálfari: Tracy Horne

Þjálfari raðar iðkendum í útihópana eftir getu. C hópur æfir þrisvar sinnum í viku. Áhersla er á að mæta reglulega á æfingar, efla sundgetu þeirra í sundgreinunum fjórum, æfa þau enn frekar í að stinga sér af bakka, auka þol þeirra og kenna þeim helstu reglur á sundmótum. Iðkendum í C hóp býðst að taka þátt í nokkrum sundmótum yfir veturinn.