Um deildina


Fimleikadeild Fjölnis stækkar ört og hjá okkur eru rúmlega 800 iðkendur. Boðið er upp á þjálfun fyrir stelpur og stráka frá 2 ára aldri og fara allar æfingar fram í Egilshöll.

Langar þig að æfa fimleika ?

Mikil aðsókn er í fimleika og við fögnum því en viljum benda á að börn geta lent á biðlista í einhvern tíma. Skráning fyrir byrjendur fer fram á haustönn og opnar fyrir skráningu í júlí og er mikilægt að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast á heimasíðunni. Ef sú staða kemur upp að skráningar voru fleiri en plássin þá er hægt að skrá barnið á biðlista, skrifstofa hefur samband um leið og pláss losnar og getur það verið hvenær sem er á tímabilinu ágúst – maí.