Keppnisreglur
Keppnisreglur WKF KATA
1. Kata verður að vera framkvæmd með færni og sýna verður augljósan skilning á grundvallaratriðum hennar. Við mat á framkvæmd einstaklings eða sveitar verður dómari að leita eftir:
a. Augljósum skilningi á grundvallaratriðum hennar.
b. Skilningur á þeirri tækni sem er notuð (BUNKAI).
c. Góður tími, taktur, kraftur, jafnvægi og beiting orku (KIME).
d. Viðeigandi öndun til að auka á KIME.
e. Óskipt athygli (CHAKUGAN) og einbeiting.
f. Réttar stöður (DACHI) með hæfilegri spennu í fótunum og fætur séu flatir við gólfið.
g. Rétt spenna í kviðnum (HARA) og mjaðmirnar sveiflast ekki upp og niður við hreyfingar.
h. Réttar grunnhreyfingar (KIHON) miðað við stílinn sem er verið að sýna.
i. Framkvæmdin ætti einnig að vera metin m.t.t. þess að koma auga á önnur atriði svo sem hversu erfið kata er sem er sýnd.
j. Í sveitakeppni bætist við samhæfing án ytri merkja.
Útskýring
I. Kata er hvorki dans né leikræn tjáning. Fara verður eftir hefðbundnum gildum og venjum. Hún verður að vera raunsönn í árásartækni og verður að sýna einbeitni, kraft og tæknilega mögulegan höggkraft. Hún verður að sýna styrk, kraft og snerpu – en einnig þokka, rytma/flæði og jafnvægi.
II. Í sveitakeppni verða allir keppendur í upphafi að snúi í átt að aðaldómaranum.
III. Meðlimir í sveit verða að sýna færni í öllum þáttum framkvæmdar kata til viðbótar við samhæfingu.
IV. Skipanir til að byrja og hætta framkvæmd, að stappa niður fótum, klapp á bringu, handleggi eða á karate-gi, og óviðeigandi öndun eru allt dæmi um ytri merki og ættu að vera tekin til athugunar af dómurum við úrskurð.
V. Það er á ábyrgð þjálfara eða keppenda að sjá til þess að kata sem tilkynnt er við ritaraborð sé leyfileg í þeirri umferð.
Keppnisreglur WKF Kumite
1. Stigagjöfin er eftirfarandi:
a) SANBON Þrjú stig
b) NIHON Tvö stig
c) IPPON Eitt stig
2. Stig er gefið fyrir tækni sem er gerð, í samræmi við eftirfarandi viðmið, á marksvæði:
a) Gott form
b) Íþróttaleg afstaða
c) Þróttmikil beiting
d) Einbeitni (ZANSHIN)
e) Góð tímasetning
f) Réttri fjarlægð
Útskýring
Til að teljast skortækni verður tæknin að lenda á svæði skilgreindu í málsgrein 6 hér fyrir ofan. Tækninni verður að vera hæfilega stjórnað miðað við svæðið sem gerð er árás á og verður að uppfylla öll sex skilyrði í málsgrein 2 hér fyrir ofan.
I. Af öryggisástæðum er bannað að kasta andstæðingi án þess að halda í hann, kasta honum hættulega eða þar sem snúningurin er fyrir ofan mjöðm og skal veita aðvörun eða refsingu. Undanþegnar eru hefðbundnar karate sóp tæknir, sem krefjast þess ekki að haldið sé í andstæðinginn um leið og bardagatæknini er beitt eins og de ashi-barai, ko uchi gari, kani waza o.s.frv. Eftir að keppanda hefur verið kastað á dómarinn að veita andstæðingnum tvær til þrjár sekúndur til að beita skortækni.
II. Ef keppandi rennur, fellur eða missir jafnvægið vegna eigin aðgerða og verður fyrir skortækni frá andstæðingi á að veita þrjú stig(Sanbon).
III. „Gott form“ bardagatækni er sögð einkennast af mögulegum áhrifum sem tengjast hugmyndum um hefðbundið karate.
IV. „Íþróttaleg afstaða“ er hluti góðs forms og á við árás án óvildar en með fullri einbeitingu þegar skortækni er beitt.
V. „Þróttmikil beiting“ á við kraft og hraða bardagatækni og augljósan vilja til að ná árangri.
VI. Zanshin er sá þáttur sem oftast gleymist er stig eru metin. Það er þegar keppandi er á fullum verði gagnvart andstæðingnum eftir að hafa skorað. Keppandi með zanshin heldur einbeitingu sinni og er meðvitaður um möguleika andstæðingsins til gagnárásar. Hann snýr andlitinu ekki undan á meðan hann beitir bardagatækni og snýr áfram í átt að andstæðingnum á eftir.
VII. Rétt tímasetning er að beyta bardagatækni á því augnabliki sem hún getur haft mest áhrif.
VIII. Rétt fjarlægð er á sama hátt að beita bardagatækni í þeirri fjarlægð frá andstæðingnum sem hún getur haft mest áhrif. Bardagatækni sem þannig er beitt á andstæðing sem hörfar undan hefur minni möguleika á að vera áhrifarík..
IX. Fjarlægð á einnig við um hvar bardagatæknin lendir á eða við andstæðinginn. Högg eða spark sem er á milli snertingar og 2ja – 5 sentimetra(10 sentimetra fyrir börn og kadettar 14-15 ára) frá andliti má telja hafa rétta fjarlægð. Jodan högg sem koma hæfilega nálægt marki sínu og sem andstæðingurinn gerir enga tilraun til að verjast eða víkja sér undan gefur stig svo framarlega sem öðrum viðmiðum er mætt.
X. Einskisnýt tækni er einskisnýt tækni, hvar og hvernig sem henni er beitt.Tækni sem vantar mikið upp á gott form eða er karftlaus gefur ekkert stig.
XI. Bardagatækni sem beitt er undir beltisstað getur gefið stig svo framarlega sem hún er fyrir ofan mjaðargrindarbein. Hnakkin og hálsinn eru marksvæði. Eftir sem áður er öll snerting við háls bönnuð en gefa verður stig fyrir tækni sem er rétt beitt.
XII. Bardagatækni sem beitt er á herðarblað getur gefið stig. Það svæði axla sem ekki gefur stig er svæðið í kringum axlarliðinn.