Kobe Osaka International


Tommy Morris stofnaði Kobe Osaka Karate Club árið 1963 í Glasgow, Scotland. Sensei Morris varð fyrsti svartbeltingur Skotlands árið 1965 eftir að hann tók 1. dan (Shodan) próf hjá Sensei Yoshinao Nanbu í Frakklandi. Árið 1967 fór Sensei Morris til Japan og hóf þar strangar og lærdómsríkar æfingar í æfingasalnum í Kobe undir stjórn Shukokai meistaranna Chojiro Tani og Shigeru Kimura og kom hann ekki heim fyrir en hann hafði náð 3. dan (Sandan). Árið 1973 fékk hann 5. dan (Godan) gráðun af fyrirnefndum  meisturum. Sensei Tommy Morris fékk 8. dan (Hachidan) frá heimssambandinu WKF árið 2003.

Sambandið Kobe Osaka International var stofnað árið 1991 og var upprunalega Shito Ryu Shukokai samband með aðila frá 9 löndum. Vinsældir sambandsins jukust hratt og eru nú allir stílar velkomnir í það, og meðlimir koma nú úr fleiri en 40 aðilarlöndum. Árlega eru haldnar æfingabúðir, dómaranámskeið og keppnir um allan heim á vegum sambandsins, þar á meðal KOI World Cup sem verður haldið í Malasíu 2009 og í Hollandi 2010.

Karatedeild Fjölnis hefur verið virkur aðili í sambandinu frá árinu 2005.