Um deildina
Handknattleiksdeildin er ein af tólf deildum Fjölnis. Stjórnin samanstendur af formanni, gjaldkera og meðstjórnendum. Markmið deildarinnar gagnvart yngri flokkum er að stuðla að traustu og kraftmiklu uppbyggingarstarfi þar sem iðkendur fá tækifæri til auka líkamlegt og andlegt atgervi sitt í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi. Auk almenns uppbyggingarstarfs er það jafnframt markmið HDF að búa til framtíðarleikmenn í meistaraflokka félagsins auk dómara og almennra Fjölnismanna sem haldið geta öflugu starfi deildarinnar gangandi um ókomna tíð.
Iðkendur handknattleiksdeildar Fjölnis eru um 200 talsins. Handknattleiksdeildin býður upp á þjálfun fyrir börn frá 3 ára aldri.
Í byrjun hverrar leiktíðar sækir stjórn deildarinnar um umsjón með fjölliðamótum frá HSÍ.
HDF leitast við að halda árlegt skólamót Grafarvogs, einnig er sá möguleiki að deildin fái mót frá HKRR til umsjár. Tilgangur skólamótsins er að auka iðkendafjölda og er því ekkert þátttökugjald.
Meðal árlegra verkefna má helst nefna, vorhátíð, fjáraflanir, handboltanámskeið, fjölliðamót á vegum HSÍ og leikir meistaraflokka.