STJÓRN
Stjórn kjörin á aðalfundi deildar 12. mars 2024
Nafn | Hlutverk | Netfang |
---|---|---|
Davíð Arnar Einarsson | Formaður | davide@grantthornton.is |
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir | Meðstjórnandi | hannajohanns@gmail.com |
Magnús Þór Arnarson | Meðstjórnandi | marnarson@gmail.com |
Halldór Torfi Pedersen | Meðstjórnandi | |
Sveinn Þorgeirsson | Meðstjórnandi | |
Birkir Guðsteinsson | Meðstjórnandi | |
Þorgeir Lárus Árnason | Meðstjórandi | |
Róbert Runólfsson | Varamaður | handboltigjaldkeri@fjolnir.is |
Helstu verkefni stjórnar HDF eru:
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna
- Þátttaka í fjáröflun deildarinnar
- Önnur stefnumarkandi mál
- Stuðningur í faglegum þáttum
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er einnig aðaltengiliður deildarinnar við Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og mætir á formannafundi HSÍ.
Gjaldkeri
Gjaldkeri tekur við innheimtupóstum frá dómurum vegna meistaraflokks og 2. flokks og framsendir á skrifstofu Fjölnis til greiðslu. Hann tekur við innheimtupóstum frá C-dómurum Fjölnis, vegna dómgæslu fyrir 3. og 4. flokka að upphæð kr. 3.000,- á leik á hvern dómara.
Hann tekur einnig við póstum frá þjálfurum deildarinnar um fjölda liða sem send eru á fjölliðamót og tilkynnir skrifstofunni um hvað á að greiða. Sé ekki greitt í tíma tekur hann við innheimtukröfum frá félögunum sem halda mótin og sendir á skrifstofu til greiðslu. Einnig tekur hann við launaupplýsingum frá þjálfurum varðandi auka- og tímagreiðslur og leiðréttingar á föstum launum, og kemur þeim á skrifstofuna fyrir 26. hvers mánaðar.
Gerð fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun þarf að vera gerð í tvennu lagi, annars vegar fyrir yngri flokka, og hins vegar fyrir 2. flokk og meistaraflokka, og síðan þarf að sameina þetta í eina áætlun fyrir deildina alla. Gjaldkeri deildarinnar ber ábyrgð á því með formanni, og að fylgjast með því hvort að raunfjárhagur sé nálægt áætlunum. Stjórn deildarinnar á að fjalla um það á stjórnarfundum reglulega, þannig að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana ef áföll koma í ljós.
Yfirferð og afstemming á bókhaldi, – með tilliti fjárhagsáætlunar
Skrifstofa Fjölnis heldur utan um bókhald og fjárreiður handknattleiksdeildar Fjölnis. Bókhaldið er aðskilið fyrir meistaraflokka og yngri flokka. Gjaldkeri deildarinnar fer yfir og stemmir af bókhald deildarinnar reglulega samkvæmt upplýsingum frá skrifstofunni, og ber það saman við fjárhagsáætlun.
Kostnaður við búninga og annan aðbúnað
Kostnaður vegna búningamála og annars aðbúnaðar sem deildin þarf að bera á að vera með vitund gjaldkera. Þá er aðallega um að ræða búningamál meistaraflokka, harpix og slíkt sem þarf að vera hægt að bera saman við fjárhagsáætlanir. Aðbúnaður yngri flokka er meira á ábyrgð flokksráða hvers flokks, þó þarf að gera áætlanir vegna bolta, vesta o.s.frv. Einnig er spurning hvort að nokkrar keppnistreyjur þurfi að vera til á hverjum tíma vegna iðkenda sem ekki eiga eigin búninga, og hvernig þær séu þá endurnýjaðar.
Notkun á “stóra” tölvupóstlistanum
Deildin á stóran tölvupóstlista þar sem öllum netföngum er safnað saman í einn stóran pott. Í hann fara öll netföng sem tengjast deildinni svo sem foreldrar, iðkendur, þjálfarar, stuðningsmenn og aðrir áhugamenn um handbolta í Grafarvogi. Póstarnir eru sendir út frá netfanginu handbolti@fjolnir.is, þaðan sem listinn geymdur. Listann skal nota til að tilkynna um mikilvæga viðburði og fréttir í tengslum við deildina.