FORELDRASTARF
Allir foreldrar geta lagt sitt af mörkum við að gera gott íþróttastarf betra. Stjórn Knattspyrnudeildar Fjölnis hvetur alla foreldra til að koma á einhvern hátt að íþróttaiðkun barna sinna. Foreldrar geta tekið þátt í starfinu með ýmsu móti. Foreldraráð eru starfandi fyrir hvern árgang og sjá þau um að halda utan um starf hvers flokks í samráði við þjálfara og BUR.
Helstu verkefni foreldraráða:
- Vera tengiliður foreldra viðkomandi flokks við BUR. Skila kostnaðaráætlun vegna keppnis- og æfingarferða viðkomandi flokks til BUR í upphafi tímabils og lokauppgjöri flokksins í lok tímabils.
- Halda utan um fjármál viðkomandi flokks í samstarfi við skrifstofu félagsins. Allir bankareikningar flokkana eru stofnaðir af skrifstofu félagsins.
- Sinna mikilvægum verkefnum við undirbúning leikja, funda, keppnisferða, fjáraflana og annarra verkefna þar að lútandi fyrir viðkomandi flokk í samráði við BUR.
- Koma með hugmyndir af fjáröflunum og leggja fram fyrir BUR til samþykkis. Upplýsa foreldra um þær fjáraflanir og starfsemi sem í gangi er hverju sinni, m.a. með foreldrafundum í samvinnu við þjálfara flokksins.
- Stuðla að jákvæðu og uppbyggilegu starfi yngri flokka knd Fjölnis.
- Leggja áherslu á að foreldrar hvetji börnin á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í starfi og leik og bendi þeim á mikilvægi þess að þeir sæki kappleiki þá sem börn þeirra taka þátt í eftir fremsta megni.
- Hafa umsjón með myndatökum og að koma efni á heimasíðu knattspyrnudeildar Fjölnis.
- Safna upplýsingum um netföng foreldra eða forráðamanna leikmanna flokksins og skilar slíkum lista til framkvæmdastjóra félagsins og stjórnar BUR
- Hafa eftirlit með störfum þjálfara og veita þeim það aðhald sem þurfa þykir. Þetta á t.d. við um stundvísi, viðveru á æfingum, viðveru á leikjum og mótum.
Ýmsar gagnlegar upplýsingar.
GOAL ! – Brochure for parents – Icelandic, English, Polish and Spanish